Mark spáir í spilin
Það er hægt að komast eitt og annað upp á við í deildinni, það sem eftir lifir leiktíðar, en til þess verður liðið að bæta í og standa sig.Þeir Luis Suarez og Andy Carroll geta, á morgun, í fyrsta skipti leikið saman frá því þeir komu til Liverpool í lok janúar og það verður gaman að sjá hvort þeir ná vel saman til vors. Stigasöfnun í deildinni gæti ráðist mikið til af því.
Sunderland v Liverpool Ég held að það sé komið að heimasigri Sunderland og svo lék Liverpool í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Líka spilar inn í að Steven Gerrard fer ekki til Wearside. Sunderland er að fá menn úr meiðslum og Danny Welbeck var mjög sprækur þegar hann kom til baka eftir hnémeiðsli á móti Arsenal. Steve Bruce er með góðan hóp þegar menn eru ekki meiddir.
Liðið á að geta verið meðal tíu efstu liða í Úrvalsdeildinni. Háum upphæðum hefur verið eytt í leikmenn sem gætu verið í nokkrum sterkari liðum. Félagið er mjög vel rekið og er með góðan framkvæmdastjóra.
Spá: 2:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.
- Liðin skildu jöfn 2:2 í fyrri leiknum á leiktíðinni.
- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla 29 deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.
- Kenny Dalglish hefur stjórnað Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United til 249 deildarsigra.
- Þeir Dirk Kuyt og Fernando Torres, sóknarmaður Chelsea, eru markahæstir hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með níu mörk.
- Andy Carroll hefur skorað ellefu mörk á keppnistímabilinu. Þar af þrjú gegn Sunderland en ekkert ennþá fyrir Liverpool.
Síðast!
Það gekk ekkert upp hjá Liverpool í þessum leik og Sunderland vann 1:0. Darren Bent skoraði markið og hver man ekki eftir því! Hann skaut boltanum að marki og allt leit út fyrir að Jose Reina gæti varið en þá kom strandboltinn til sögunnar og gerði markið að einu furðulegasta marki sögunnar. En hvernig öllum dómurunum á vellinum datt í hug að dæma markið gilt verður alla tíð einn mesti leyndardómur sögunnar!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!