| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á Leikvangi Ljóssins
Liverpool héldu norður á bóginn og léku við Sunderland á Leikvangi Ljóssins. Segja má að hefnt hafi verið fyrir strandboltatapið fræga á síðustu leiktíð og mennirnir hans Kenny Dalglish héldu heim á leið með þrjú stig í farteskinu.
Dalglish stillti upp ansi sterku liði og í fyrsta sinn gaf að líta þá Luis Suarez og Andy Carroll saman í framlínunni. Daniel Agger kom að nýju inn í vörnina og Jay Spearing fékk tækifæri í byrjunarliðinu. Sem fyrr voru þeir Steven Gerrard, Martin Kelly, Jonjo Shelvey og Fabio Aurelio á sjúkralistanum.
Heimamenn byrjuðu betur á upphafsmínútunum en á 5. mínútu leit fyrsta færið dagsins ljós er Dirk Kuyt skaut að marki eftir að Carroll hafði skallað boltann til hans, Mignolet í marki Sunderland manna gerði þó vel í því að verja skotið. Upp úr hornspyrnunni skallaði svo Kuyt yfir markið á markteig og að ósekju hefði Hollendingurinn átt að gera betur þar.
Eftir þetta voru heimamenn meira með boltann en þó án þess að skapa sér nein hættuleg færi. Á 17. mínútu náðu þeir þó upp góðu spili á vinstri kanti er Asamoah Gyan og Danny Welbeck léku saman. Welbeck sendi fyrir markið og boltinn skoppaði framhjá leikmönnum og varnarmenn Liverpool hreinsuðu frá.
Stuttu síðar náðu Suarez og Carroll upp góðu samspili í skyndisókn. Carroll lék upp hægra megin eftir að hafa fengið boltann frá Suarez og sendi boltann á Spearing fyrir framan vítateiginn. Spearing tók þá ákvörðun að leika inní vítateigin í stað þess að leggja boltann út til vinstri á Suarez sem var í góðri stöðu. Úrúgvæinn var ekki par ánægður með Spearing og lét hann heyra það.
Sunderland menn urðu svo fyrir tveimur áföllum með skömmu millibili en þeir Sulley Muntari og Kieran Richardson þurftu að fara af velli vegna meiðsla. Í stað þeirra komu Lee Cattermole og Steed Malbranque.
Eftir rétt rúman hálftíma leik leit svo fyrra mark dagsins ljós og það var nú frekar umdeilt. Lucas sendi háan bolta í átt að Sunderland vörninni og engin hætta virtist vera á ferðum. John Mensah tók boltann á brjóstið og missti hann of langt frá sér, Jay Spearing náði boltanum og lék í átt að vítateignum þar sem Mensah felldi hann. Dómarinn dæmdi umsvifalaust aukaspyrnu en leikmenn Liverpool vildu fá vítaspyrnu þar sem Spearing féll inní vítateig. Aðstoðardómarinn breytti ákvörðun dómarans með því að færa brotið inní teig og þar með var vítaspyrna dæmd. Endursýningar á atvikinu staðfestu svo að ákvörðun dómarans var sennilega rétt því Mensah braut á Spearing fyrir utan vítateiginn, en tæpt var það.
Úr vítaspyrnunni skoraði svo Dirk Kuyt örugglega og var markinu vel fagnað með hinu margfræga barnafagni í tilefni þess að Lucas varð faðir í fyrsta sinn á laugardaginn.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gestirnir héldu því til búningsherbergja með 0-1 forystu. Áhorfendur á Leikvangi Ljóssins létu þó óánægju sína í ljós með dómarann og púuðu vel og vandlega þegar tríóið gekk af velli.
Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, heimamenn voru meira með boltann en gestirnir voru hættulegri þegar þeir sóttu. Glen Johnson var nálægt því að komast í gott skotfæri skömmu eftir fyrsta flaut síðari hálfleiks en John Mensah gerði vel í að bægja hættunni frá. Andy Carroll skallaði svo að marki eftir hornspyrnu og allt leit út fyrir að fyrsta mark hans fyrir félagið væri að verða að veruleika en varnarmaður Sunderland hreinsaði frá á marklínu. Stuðningsmenn heimamanna fögnuðu mikið enda Carroll fyrrum Newcastle maður.
Luis Suarez skaut svo rétt framhjá úr aukaspyrnu um miðjan síðari hálfleik og ekki löngu síðar átti Spearing hörku skot fyrir utan vítateig sem Mignolet varði vel.
13 mínútum fyrir leikslok innsiglaði svo Luis Suarez sigurinn með frábæru marki. Hann og Kuyt léku saman út við hliðarlínuna hægra megin. Suarez komst upp að endamörkum og lék inní vítateiginn, hristi af sér varnarmann á leiðinni og þegar allt leit út fyrir að hann myndi senda boltann fyrir markið gerði hann hið nánast ómögulega. Hann skaut að marki og Mignolet kom ekki neinum vörnum við er boltinn söng í hliðarnetinu vinstra megin. Markinu var gríðarvel fagnað enda voru stuðningsmenn Liverpool fyrir aftan þetta mark og aftur var barnafagnið tekið fyrir Lucas.
Skömmu síðar var dagur John Mensah fullkomnaður eða þannig er hann fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Suarez er sá síðarnefndi gerði sig líklegan til að elta háan bolta frá Reina fram völlinn. Dómarinn mat aðstæður þannig að Mensah hafi rænt Suarez hreinu marktækifæri og sendi hann í sturtu. Upp úr aukaspyrnunni skaut Suarez svo yfir markið.
Rétt fyrir leikslok þurfti Suarez svo að fara að velli eftir að hafa tognað, að því er virtist, í nára og vonandi eru þau meiðsli ekki alvarleg.
Eina markskot Sunderland manna á markið kom svo fjórum mínútum fyrir leikslok er Cattermole þrumaði að marki en Reina átti ekki í vandræðum með að grípa boltann.
Öruggum sigri var því vel fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Mensah, Bramble, Ferdinand, Henderson, Muntari (Cattermole, 19. mín.), Sessegnon, Richardson (Malbranque, 23. mín.), Welbeck (Elmohamady 61. mín.) og Gyan. Ónotaðir varamenn: Gordon, Onuoha, Colback og Zendon.
Gul spjöld: Mensah, Cattermole og Bramble.
Rautt spjald: Mensah.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas, Spearing, Meireles (Maxi, 84. mín.), Kuyt, Carroll (Ngog, 72. mín.) og Suarez (Cole, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson og Poulsen.
Gul spjöld: Lucas, Suarez og Kuyt.
Mörk Liverpool: Dirk Kuyt, vítaspyrna (33. mín.) og Luis Suarez (77. mín.).
Maður leiksins: Luis Suarez verður fyrir valinu eins og í síðasta deildarleik. Hann hefur komið gríðarsterkur inn í ensku Úrvalsdeildina og hefur nú skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar í fimm fyrstu leikjum sínum fyrir félagið. Hann skoraði glæsilegt mark og var stöðug ógnun í hröðum skyndisóknum upp völlinn í leiknum.
Kenny Dalglish: ,,Ég held að heilt yfir hafi frammistaða okkar verið góð, sérstaklega þegar litið er til þess að margir leikmannana spiluðu á fimmtudagskvöldið. Þau úrslit voru svekkjandi fyrir okkur og ég verð að hrósa mönnum fyrir það hvernig þeir nálguðust leikinn í dag. Þetta sýnir bara hversu stoltir þeir eru að leika fyrir félagið, þeir bera virðingu fyrir því og fólkinu sem styður félagið. Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn þó svo að við höfum verið heppnir að fá vítaspyrnu í fyrra markinu."
- Dirk Kuyt er nú orðinn markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu með tíu mörk.
- Af þessum tíu hafa átta komið í deildinni.
- Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Jay Spearing var í byrjunarliðinu.
- Þetta var leikur nr. 660 hjá Jamie Carragher í öllum keppnum fyrir félagið og deildarleikur nr. 455.
- Lucas Leiva lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Martin Skrtel lék sinn 120. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Tottenham sem sitja í fimmta sæti. Tottenham eiga þó leik til góða.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Dalglish stillti upp ansi sterku liði og í fyrsta sinn gaf að líta þá Luis Suarez og Andy Carroll saman í framlínunni. Daniel Agger kom að nýju inn í vörnina og Jay Spearing fékk tækifæri í byrjunarliðinu. Sem fyrr voru þeir Steven Gerrard, Martin Kelly, Jonjo Shelvey og Fabio Aurelio á sjúkralistanum.
Heimamenn byrjuðu betur á upphafsmínútunum en á 5. mínútu leit fyrsta færið dagsins ljós er Dirk Kuyt skaut að marki eftir að Carroll hafði skallað boltann til hans, Mignolet í marki Sunderland manna gerði þó vel í því að verja skotið. Upp úr hornspyrnunni skallaði svo Kuyt yfir markið á markteig og að ósekju hefði Hollendingurinn átt að gera betur þar.
Eftir þetta voru heimamenn meira með boltann en þó án þess að skapa sér nein hættuleg færi. Á 17. mínútu náðu þeir þó upp góðu spili á vinstri kanti er Asamoah Gyan og Danny Welbeck léku saman. Welbeck sendi fyrir markið og boltinn skoppaði framhjá leikmönnum og varnarmenn Liverpool hreinsuðu frá.
Stuttu síðar náðu Suarez og Carroll upp góðu samspili í skyndisókn. Carroll lék upp hægra megin eftir að hafa fengið boltann frá Suarez og sendi boltann á Spearing fyrir framan vítateiginn. Spearing tók þá ákvörðun að leika inní vítateigin í stað þess að leggja boltann út til vinstri á Suarez sem var í góðri stöðu. Úrúgvæinn var ekki par ánægður með Spearing og lét hann heyra það.
Sunderland menn urðu svo fyrir tveimur áföllum með skömmu millibili en þeir Sulley Muntari og Kieran Richardson þurftu að fara af velli vegna meiðsla. Í stað þeirra komu Lee Cattermole og Steed Malbranque.
Eftir rétt rúman hálftíma leik leit svo fyrra mark dagsins ljós og það var nú frekar umdeilt. Lucas sendi háan bolta í átt að Sunderland vörninni og engin hætta virtist vera á ferðum. John Mensah tók boltann á brjóstið og missti hann of langt frá sér, Jay Spearing náði boltanum og lék í átt að vítateignum þar sem Mensah felldi hann. Dómarinn dæmdi umsvifalaust aukaspyrnu en leikmenn Liverpool vildu fá vítaspyrnu þar sem Spearing féll inní vítateig. Aðstoðardómarinn breytti ákvörðun dómarans með því að færa brotið inní teig og þar með var vítaspyrna dæmd. Endursýningar á atvikinu staðfestu svo að ákvörðun dómarans var sennilega rétt því Mensah braut á Spearing fyrir utan vítateiginn, en tæpt var það.
Úr vítaspyrnunni skoraði svo Dirk Kuyt örugglega og var markinu vel fagnað með hinu margfræga barnafagni í tilefni þess að Lucas varð faðir í fyrsta sinn á laugardaginn.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gestirnir héldu því til búningsherbergja með 0-1 forystu. Áhorfendur á Leikvangi Ljóssins létu þó óánægju sína í ljós með dómarann og púuðu vel og vandlega þegar tríóið gekk af velli.
Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, heimamenn voru meira með boltann en gestirnir voru hættulegri þegar þeir sóttu. Glen Johnson var nálægt því að komast í gott skotfæri skömmu eftir fyrsta flaut síðari hálfleiks en John Mensah gerði vel í að bægja hættunni frá. Andy Carroll skallaði svo að marki eftir hornspyrnu og allt leit út fyrir að fyrsta mark hans fyrir félagið væri að verða að veruleika en varnarmaður Sunderland hreinsaði frá á marklínu. Stuðningsmenn heimamanna fögnuðu mikið enda Carroll fyrrum Newcastle maður.
Luis Suarez skaut svo rétt framhjá úr aukaspyrnu um miðjan síðari hálfleik og ekki löngu síðar átti Spearing hörku skot fyrir utan vítateig sem Mignolet varði vel.
13 mínútum fyrir leikslok innsiglaði svo Luis Suarez sigurinn með frábæru marki. Hann og Kuyt léku saman út við hliðarlínuna hægra megin. Suarez komst upp að endamörkum og lék inní vítateiginn, hristi af sér varnarmann á leiðinni og þegar allt leit út fyrir að hann myndi senda boltann fyrir markið gerði hann hið nánast ómögulega. Hann skaut að marki og Mignolet kom ekki neinum vörnum við er boltinn söng í hliðarnetinu vinstra megin. Markinu var gríðarvel fagnað enda voru stuðningsmenn Liverpool fyrir aftan þetta mark og aftur var barnafagnið tekið fyrir Lucas.
Skömmu síðar var dagur John Mensah fullkomnaður eða þannig er hann fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Suarez er sá síðarnefndi gerði sig líklegan til að elta háan bolta frá Reina fram völlinn. Dómarinn mat aðstæður þannig að Mensah hafi rænt Suarez hreinu marktækifæri og sendi hann í sturtu. Upp úr aukaspyrnunni skaut Suarez svo yfir markið.
Rétt fyrir leikslok þurfti Suarez svo að fara að velli eftir að hafa tognað, að því er virtist, í nára og vonandi eru þau meiðsli ekki alvarleg.
Eina markskot Sunderland manna á markið kom svo fjórum mínútum fyrir leikslok er Cattermole þrumaði að marki en Reina átti ekki í vandræðum með að grípa boltann.
Öruggum sigri var því vel fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Mensah, Bramble, Ferdinand, Henderson, Muntari (Cattermole, 19. mín.), Sessegnon, Richardson (Malbranque, 23. mín.), Welbeck (Elmohamady 61. mín.) og Gyan. Ónotaðir varamenn: Gordon, Onuoha, Colback og Zendon.
Gul spjöld: Mensah, Cattermole og Bramble.
Rautt spjald: Mensah.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas, Spearing, Meireles (Maxi, 84. mín.), Kuyt, Carroll (Ngog, 72. mín.) og Suarez (Cole, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson og Poulsen.
Gul spjöld: Lucas, Suarez og Kuyt.
Mörk Liverpool: Dirk Kuyt, vítaspyrna (33. mín.) og Luis Suarez (77. mín.).
Maður leiksins: Luis Suarez verður fyrir valinu eins og í síðasta deildarleik. Hann hefur komið gríðarsterkur inn í ensku Úrvalsdeildina og hefur nú skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar í fimm fyrstu leikjum sínum fyrir félagið. Hann skoraði glæsilegt mark og var stöðug ógnun í hröðum skyndisóknum upp völlinn í leiknum.
Kenny Dalglish: ,,Ég held að heilt yfir hafi frammistaða okkar verið góð, sérstaklega þegar litið er til þess að margir leikmannana spiluðu á fimmtudagskvöldið. Þau úrslit voru svekkjandi fyrir okkur og ég verð að hrósa mönnum fyrir það hvernig þeir nálguðust leikinn í dag. Þetta sýnir bara hversu stoltir þeir eru að leika fyrir félagið, þeir bera virðingu fyrir því og fólkinu sem styður félagið. Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn þó svo að við höfum verið heppnir að fá vítaspyrnu í fyrra markinu."
Fróðleikur:
- Dirk Kuyt er nú orðinn markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu með tíu mörk.
- Af þessum tíu hafa átta komið í deildinni.
- Þetta var í annað sinn á leiktíðinni sem Jay Spearing var í byrjunarliðinu.
- Þetta var leikur nr. 660 hjá Jamie Carragher í öllum keppnum fyrir félagið og deildarleikur nr. 455.
- Lucas Leiva lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Martin Skrtel lék sinn 120. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Tottenham sem sitja í fimmta sæti. Tottenham eiga þó leik til góða.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan