| Sf. Gutt
Steven Gerrard er að skríða saman eftir náraaðgerðina sem hann fór í á dögunum. Hann gæti leikið með Liverpool um næstu helgi þegar liðið hans leikur á útivelli gegn West Bromwich Albion. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Sky.
,,Það eru svona þrír, fjórir dagar þangað til ég get farið að æfa á fullu. Ég vona að ég geti komið við sögu gegn West Brom en það fer eftir hvernig gengur næstu þrjá, fjóra dagana."
,,Meiðsli eru það versta við að vera knattspyrnumaður og það er ergilegt að geta ekki tekið þátt í stórleik eins og England gegn Wales á Árþúsundaleikvanginum. Ég vona að ég geti verið til taks í næsta leik í undankeppninni gegn Sviss í sumar."
Það er vonandi að aðgerðin sem Steven Gerrard fór í hafi tekist vel því hann hefur ekki náð sér almennilega á strik á þessu keppnistímabili. Hafi hún lánast má búast við Stevie sterkum á lokasprettinum og það veitir ekki af.
TIL BAKA
Stevie að skríða saman

,,Það eru svona þrír, fjórir dagar þangað til ég get farið að æfa á fullu. Ég vona að ég geti komið við sögu gegn West Brom en það fer eftir hvernig gengur næstu þrjá, fjóra dagana."
,,Meiðsli eru það versta við að vera knattspyrnumaður og það er ergilegt að geta ekki tekið þátt í stórleik eins og England gegn Wales á Árþúsundaleikvanginum. Ég vona að ég geti verið til taks í næsta leik í undankeppninni gegn Sviss í sumar."
Það er vonandi að aðgerðin sem Steven Gerrard fór í hafi tekist vel því hann hefur ekki náð sér almennilega á strik á þessu keppnistímabili. Hafi hún lánast má búast við Stevie sterkum á lokasprettinum og það veitir ekki af.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan