| Heimir Eyvindarson
Steven Gerrard er farinn að æfa aftur eftir meiðslin og Kenny Dalglish bindur vonir við að fyrirliðinn verði orðinn leikfær á laugardaginn.
Liverpool mætir lærisveinum Roy Hodgson í WBA á útivelli á laugardaginn og vonir stuðningsmanna Liverpool um það að Steven Gerrard geti tekið þátt í þeim leik glæddust í dag, þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn hefði mætt á æfingu á Melwood.
Gerrard fór í aðgerð fyrir tveimur vikum og fyrirfram var búist við því að hann yrði jafnvel frá í mánuð, en batinn hefur verið hraðari en áætlað var. Kenny Dalglish er að vonum ánægður með þróun mála.
,,Steven hefur lagt mikið á sig til þess að jafna sig sem fyrst eftir aðgerðina og hann virtist í ágætu standi á æfingunni í dag. Það lofar góðu fyrir helgina."
Jonjo Shelvey er einnig byrjaður að æfa eftir meiðsli, en hinsvegar hefur komið bakslag í bata Martin Kelly og Fabio Aurelio og ekki ljóst hvenær þeir verða klárir í slaginn.
TIL BAKA
Gerrard farinn að æfa

Liverpool mætir lærisveinum Roy Hodgson í WBA á útivelli á laugardaginn og vonir stuðningsmanna Liverpool um það að Steven Gerrard geti tekið þátt í þeim leik glæddust í dag, þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn hefði mætt á æfingu á Melwood.
Gerrard fór í aðgerð fyrir tveimur vikum og fyrirfram var búist við því að hann yrði jafnvel frá í mánuð, en batinn hefur verið hraðari en áætlað var. Kenny Dalglish er að vonum ánægður með þróun mála.
,,Steven hefur lagt mikið á sig til þess að jafna sig sem fyrst eftir aðgerðina og hann virtist í ágætu standi á æfingunni í dag. Það lofar góðu fyrir helgina."
Jonjo Shelvey er einnig byrjaður að æfa eftir meiðsli, en hinsvegar hefur komið bakslag í bata Martin Kelly og Fabio Aurelio og ekki ljóst hvenær þeir verða klárir í slaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan