Mark spáir í spilin
Já, skjótt skipast veður í knattspyrnunni. Eftir drunga í desember og fyrstu daga þessa árs hefur, með hækkandi sól, birt yfir öllu hjá Liverpool eftir að Kóngurinn tók við. Roy fór en hann var ekki lengi atvinnulaus. Nú er hann framkvæmdastjóri W.B.A. og eftir góða byrjun eru menn þar á bæ bara ánægðir með hann. En stuðningsmenn Liverpool eru miklu ánægðari með vin hans Kenny Dalglish!
Roy Hodgson, framkvæmdastjóri West Brom, finnst örugglega að hann þurfti að sanna eitt og annað eftir skamma stund í starfi framkvæmdastjóra Liverpool fyrr á þessu keppnistímabili. Roy hefur ekki tapað í þeim fjórum leikjum sem hann hefur stjórnað Baggies í og liðið er farið að sýna meiri trú á því að það geti komist út úr vandræðunum sem það er í. West Brom byggir á því að spila þétta vörn þegar það hefur misst boltann og það er einkenni liða sem Roy stjórnar.
West Bromwich Albion v Liverpool
Liverpool verðskuldaði útisigurinn á Sunderland þann 20. mars en liðið var reyndar heppið að fá vítaspyrnuna sem kom þeim á bragðið. Margir leikmanna liðsins hafa spilað mikið síðustu vikurnar og ég er ekki viss um að þeir hafi nógu mikla krafta til að ná sigri eða þá fjórða sætinu.
Það lítur út fyrir að þeir Luis Suarez og Andy Carroll séu að ná saman í sókninni. Ef Steven Gerrard kemst aftur í gang eftir meiðslin eru góðar líkur á að liðið geti endað leiktíðina vel. Ég tel þó að liðið hans Kenny Dalglish geti ekki komist ofar en í fimmta sætið.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield í ágúst 1:0.
- Fernando Torres skoraði markið!
- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla 30 deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.
- Kenny Dalglish hefur stjórnað Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United til 250 deildarsigra.
- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með tíu mörk.
- Andy Carroll hefur skorað ellefu mörk á keppnistímabilinu og svo eitt með enska landsliðinu. Ekkert þó ennþá fyrir Liverpool.
- W.B.A. hefur ekki tapað í þeim fjórum leikjum sem Roy Hodgson hefur stýrt liðinu.
Síðast!
Liðin mættust ekki á síðasta keppnistímabili því W.B.A. var ekki í efstu deild. Þegar liðin mættust síðast á þessum velli vann Liverpool 2:0 og sendi heimamenn niður úr deildinni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni