| Sf. Gutt

Liverpool gegn W.B.A. Ekki Kenny gegn Roy!

Fjölmiðlar á Bretlandi skrifa nú mikið um að þeir Kenny Dalglish og Roy Hodgson leiði saman hesta sína sem núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar Liverpool. Margir telja að Roy verði í hefndarhug á laugardaginn eftir að hafa þurft að yfirgefa Liverpool. Eins telja margir að Kenny og menn hans vilji sýna Roy hversu öflugt liðið er orðið eftir að hann fór. Kenny var að sjálfsögðu spurður út í málið á blaðamannafundi í dag. 

,,Roy þarf ekki að sanna eitt né neitt fyrir neinum. Ef einhverjir halda því fram að það sé eitthvað meiri hugur í honum fyrir þennan leik þá eru þeir sömu að draga heiðarleika mannsins í efa og láta skína í að hann hafi ekki reynt sitt besta áður. Leikurinn er Liverpool gegn West Brom og við erum að fara að mæta liði sem Roy sér um að undirbúa. Það eru engin vandamál með það af minni hálfu og það verður gaman að hitta hann aftur. "

Allir vita að Kenny Dalglish gaf kost á sér sem framkvæmdastjóri Liverpool áður en Roy Hodgson var ráðinn. Í kjölfarið ítekuðu báðir virðingu hvor fyrir öðrum og þeir hafa verið vinir í mörg ár. 

,,Ég ber mikla virðingu fyrir honum eins og ég sagði þegar ég kom hingað og það breytist ekkert núna þó við séum að fara að mætast. Liverpool er að fara að spila við West Brom og annað er ekki í mínum huga þegar ég undirbý mig fyrir leikinn. Ég mun sjá gamlan vin minn standa við varamannabekk mótherja okkar. Allir vita að hann er prýðilegur þjálfari og við vitum alveg á hverju við eigum von. Við vitum hvernig þeir spila og það stendur upp á okkur að vera betri en þeir á leikdegi."

Víst er að Kenny og Roy bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum og vinskap þeirra þarf ekki að draga í efa. En það er líka klárt mál að báðir hafa mikinn hug á að vinna sigur á laugardaginn. Innnst inni er líklega aðeins meira en þrjú stig í húfi! Áfram Liveprool!!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan