| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kenny bindur miklar vonir við Suarez
Kenny Dalglish segir að Luis Suarez geti skipt sköpum í þeim 8 leikjum sem Liverpool á eftir að spila í deildinni á leiktíðinni.
Kenny segir að Urugvæinn sé óútreiknanlegur og duglegur og hann eigi eftir að valda varnarmönnum andstæðinganna miklum vandræðum.
,,Suarez er alltaf glaður og kátur með bros á vör. Honum hefur gengið ótrúlega vel að aðlagast hérna hjá okkur og fellur vel inn í liðið. Mér er sagt að hann tali góða hollensku eftir árin sín þar í landi. Ég myndi segja að það væri afrek! Ég held að hann verði þá ekki lengi að ná tökum á enskunni."
,,Konan hans talar ensku og það hjálpar honum auðvitað. Þau eiga lítið barn og eru búin að koma sér ágætlega fyrir. Suarez er stabíll fjölskyldufaðir og þar að auki algjör fagmaður þegar kemur að fótboltanum."
,,Það var dálítið erfitt fyrir hann að mega ekki spila í Evrópudeildinni. Þá var hann svolítið einn og þurfti að æfa heilmikið án liðsfélaganna. En hann er alltaf jákvæður og leggur hart að sér. Hann hefur fært okkur aukna bjartsýni, enda hefur hann sýnt að hann getur framkvæmt ótrúlegustu hluti inni á vellinum. Það er góð tilfinning að finna að það ríkir meiri jákvæðni og bjartsýni í liðinu. Nú verðum við bara að byggja ofan á það og skila árangri úti á vellinum."
Eins og fram hefur komið var Suarez ekki kunnugt um þann töfraljóma sem umlykur númerið 7 hjá Liverpool, þegar hann valdi sér liðsnúmer. Kenny Dalglish, sem á líklega stærstan þátt í því að sveipa sjöuna töfraljóma, segir að það skipti ekki nokkru máli hversu vel eða illa Suarez hafi verið að sér um sögu sjöunnar.
,,Ég held að það hefði engu breytt hvort hann hefði þekkt söguna. Hann vill spila i treyju númer 7 og hann er fullfær um það. Ég held að hann hefði ekki spilað neitt öðruvísi þótt hann hefði vitað af þeirri þýðingu sem númerið hefur fyrir stuðningsmenn Liverpool. Hann gefur hvort sem er alltaf allt sitt í leikina."
,,Hann drekkur hinsvegar söguna í sig þessa dagana og veit orðið talsvert meira um Liverpool en áður. Við erum mjög ánægðir með hann. Hann gefur alltaf allt og hann hefur svo sannarlega mikið að gefa. Það er frábært fyrir okkur öll sem styðjum Liverpool."
Kenny segir að Urugvæinn sé óútreiknanlegur og duglegur og hann eigi eftir að valda varnarmönnum andstæðinganna miklum vandræðum.
,,Suarez er alltaf glaður og kátur með bros á vör. Honum hefur gengið ótrúlega vel að aðlagast hérna hjá okkur og fellur vel inn í liðið. Mér er sagt að hann tali góða hollensku eftir árin sín þar í landi. Ég myndi segja að það væri afrek! Ég held að hann verði þá ekki lengi að ná tökum á enskunni."
,,Konan hans talar ensku og það hjálpar honum auðvitað. Þau eiga lítið barn og eru búin að koma sér ágætlega fyrir. Suarez er stabíll fjölskyldufaðir og þar að auki algjör fagmaður þegar kemur að fótboltanum."
,,Það var dálítið erfitt fyrir hann að mega ekki spila í Evrópudeildinni. Þá var hann svolítið einn og þurfti að æfa heilmikið án liðsfélaganna. En hann er alltaf jákvæður og leggur hart að sér. Hann hefur fært okkur aukna bjartsýni, enda hefur hann sýnt að hann getur framkvæmt ótrúlegustu hluti inni á vellinum. Það er góð tilfinning að finna að það ríkir meiri jákvæðni og bjartsýni í liðinu. Nú verðum við bara að byggja ofan á það og skila árangri úti á vellinum."
Eins og fram hefur komið var Suarez ekki kunnugt um þann töfraljóma sem umlykur númerið 7 hjá Liverpool, þegar hann valdi sér liðsnúmer. Kenny Dalglish, sem á líklega stærstan þátt í því að sveipa sjöuna töfraljóma, segir að það skipti ekki nokkru máli hversu vel eða illa Suarez hafi verið að sér um sögu sjöunnar.
,,Ég held að það hefði engu breytt hvort hann hefði þekkt söguna. Hann vill spila i treyju númer 7 og hann er fullfær um það. Ég held að hann hefði ekki spilað neitt öðruvísi þótt hann hefði vitað af þeirri þýðingu sem númerið hefur fyrir stuðningsmenn Liverpool. Hann gefur hvort sem er alltaf allt sitt í leikina."
,,Hann drekkur hinsvegar söguna í sig þessa dagana og veit orðið talsvert meira um Liverpool en áður. Við erum mjög ánægðir með hann. Hann gefur alltaf allt og hann hefur svo sannarlega mikið að gefa. Það er frábært fyrir okkur öll sem styðjum Liverpool."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan