| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dýrkeypt tap fyrir WBA
Liverpool tapaði fyrir WBA 2-1. Vonir liðsins um Evrópusæti á næsta ári eru nú enn minni en áður.
Til að kóróna ófarir okkar manna meiddust bæði Daniel Agger og Glen Johnson í leiknum og óvíst hvort þeir verði meira með á tímabilinu. Þá höfðu vonir staðið til þess að Steven Gerrard gæti verið með, en eitthvert bakslag virðist hafa komið í hans meiðsli og hann var því ekki með.
Liverpool byrjaði leikinn með miklum látum. Strax í fyrstu sókn gerði Luis Suarez atlögu að marki heimamanna, en Scott Carson sá við honum.
Aðeins mínútu síðar fékk Liverpool hornspyrnu og upp úr henni fékk Dirk Kuyt líklega besta færi leiksins. Andy Carroll stökk þá upp yfir alla í teignum og fleytti boltanum áfram á Kuyt sem skaut að marki. Carson varði en missti boltann frá sér og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Hollendingnum að sópa honum yfir opið markið! Sannkallað dauðafæri.
Á 4. mínútu heimtuðu leikmenn Liverpool vítaspyrnu þegar Jonas Olsson virtist stugga við Andy Carroll inni í teig. Martin Atkinson dómari leiksins var hinsvegar ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram.
Á 6. mínútu komust heimamenn í ágætt færi, en þá komst Chris Brunt framhjá Glen Johnson sem varð að láta í minni pokann í kapphlaupinu við Brunt vegna meiðsla. Brunt tókst hinsvegar ekki að nýta færið, en Johnson varð að fara af velli. Kyrgiakos kom inn á fyrir Johnson og fór í stöðu miðvarðar, en Daniel Agger færði sig í vinstri bakvörðinn.
Hvort sem þessum tilfæringum í vörninni var um að kenna eða ekki komust heimamenn betur inn í leikinn eftir snarpa byrjun okkar manna. Peter Odemwingie olli Jamie Carragher hvað eftir annað erfiðleikum hægra megin, en Carra spilaði í stöðu hægri bakvarðar. Okkar menn voru þó enn sem komið var heldur sterkari í leiknum og áttu nokkur ágætis færi. Luis Suarez ógnaði stöðugt með hraða sínum og áræðni og Carroll lét varnarmenn WBA finna fyrir hæð sinni og krafti. Að vísu gekk hann stundum full harkalega fram og uppskar fyrir vikið gula spjaldið hjá Atkinson.
Á 24. mínútu meiddist siðan Daniel Agger og varð að fara af velli. Danny Wilson kom í hans stað.
Eftir fjöruga byrjun okkar manna voru heimamenn nú komnir með yfirhöndina í leiknum. Carragher, Kyrgiakos og Wilson áttu allir í talsverðum vandræðum með sóknarmenn hiemamanna og varnarleikurinn var satt að segja með þeim hætti að ótrúlegt var að WBA skyldi ekki ná að skora í fyrri hálfleiknum. Það var helst að Martin Skrtel héldi haus.
Síðustu 20 mínútur hálfleiksins átti Liverpool í vök að verjast og okkar menn hafa vafalítið verið þeirri stundu fegnastir þegar Atkinson flautaði til leikhlés. Staðan 0-0 í hálfleik á The Hawthorns og útlitið ekkert sérlega bjart. Tveir varnarmenn farnir útaf og talsvert óöryggi yfir öftustu línunni.
Seinni hálfleikurinn fór af stað með miklum látum. Strax á fyrstu mínútu hálfleiksins komst Simon Cox í upplagt færi inni í vítateig okkar manna, en Pepe Reina bjargaði snilldarlega. Nokkrum mínútum síðar sýndi Scott Carson góð tilþrif hinum megin á vellinum þegar hann varði skot frá Andy Carroll í horn.
Raúl Meireles tók hornspyrnuna og sendi boltann beint á pönnuna á Martin Skrtel sem kom Liverpool yfir með góðum skalla af stuttu færi. Staðan orðin 0-1 eftir einungis 5 mínútna leik í síðari hálfleik. Óskabyrjun gestanna.
Á 56. mínútu komst Dirk Kuyt enn og aftur í ágætt færi, en Hollendingurinn var aldeilis ekki á skotskónum að þessu sinni og hundslappt skot hans olli Carson ekki nokkrum erfiðleikum.
Heimamenn voru komnir betur inn í leikinn og sem fyrr voru varnarmenn Liverpool í talsverðum vandræðum með sjálfa sig og aðra. Vandræðagangurinn hlaut að enda með ósköpum og á 62. mínútu dæmdi Martin Atkinson vítaspyrnu á okkar menn þegar Kyrgiakos braut klaufalega á Peter Odemwingie rétt við vítateiginn. Brotið átti sér að vísu stað rétt fyrir utan teig en Atkinson benti engu að síður á vítapunktinn. Chris Brunt skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 1-1.
Fjórum mínútum síðar fór Odemwingie enn einu sinni illa með hinn löturhæga Kyrgiakos, en sem betur fer fyrir okkar menn var Pepe Reina vandanum vaxinn í markinu.
Mínútu síðar komst Meireles í ágætt færi eftir undirbúning Suarez, en hitti ekki rammann.
Þegar hér var komið sögu var leikurinn aðeins farinn að róast eftir fjörugar upphafsmínútur síðari hálfleiks. Peter Odemwingie og Chris Brunt voru þó hvergi nærri hættir og á 77. mínútu bjargaði Jamie Carragher frábærlega eftir að þeir félagar höfðu leikið vörn Liverpool grátt. Bestu varnartilþrif fyrirliðans í leiknum, en hann hefur oft leikið betur.
Á 82. mínútu átti Danny Wilkson góða sendingu inn fyrir vörn WBA á Luis Suarez. Aðstoðardómarinn veifaði rangstöðu, en í endursýningu mátti glöggt sjá að Suarez var réttstæður og rúmlega það.
Á 88. mínútu fékk WBA síðan sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Pepe Reina felldi Peter Odemwingie inni í teig. Chris Brunt mætti aftur á punktinn og hamraði boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn og lítið eftir af leiknum.
Það sem eftir lifði leiks sóttu okkar menn án afláts og freistuðu þess að jafna leikinn. Á 90. mínútu átti Raúl Meireles gott skot að marki WBA sem Scott Carson varði í horn. Portúgalinn tók hornspyrnuna sjálfur og hitti aftur beint á ennið á Martin Skrtel. Heppnin var ekki með Slóvakanum að þessu sinni og skallin fór fram hjá. Algjört dauðafæri sem var grátlegt að nýta ekki.
Undir lok uppbótartímans var Luis Suarez síðan rétt búinn að jafna metin í tvígang! Fyrst varði Scott Carson frá honum á undraverðan hátt og síðan björguðu varnarmenn WBA á línu eftir að Úrugvæinn hafði vippað boltanum yfir varnarlausan Carson.
Það átti greinilega ekki fyrir okkar mönnum að liggja að ná í stig á The Hawthorns að þessu sinni og niðurstaðan 2-1 sigur heimamanna.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger (Wilson 26. mín.), Johnson (Kyrgiakos 6. mín.), Leiva, Spearing, Meireles, Kuyt (Cole 87. mín.), Carroll og Suarez (Cole, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, NGog, Rodriguez og Poulsen.
Gul spjöld: Carroll, Wilson og Reina
Mark Liverpool: Martin Skrtel á 50. mínútu.
WBA: Carson, Reid, Meite, Olsson, Shorey, Brunt, Mulumbu, Scharner, Thomas (Jara 92. mín.), Cox (Fortune 74. mín.) og Odemwingie
Mörk WBA: Chris Brunt úr vítaspyrnum á 62. og 89. mínútu.
Gul spjöld: Scharner og Thomas
Maður leiksins: Martin Skrtel. Slóvakinn var eini varnarmaðurinn sem hélt haus í dag og fyrir það á hann hrós skilið. Þá skoraði hann líka gott mark. Hann hefði að vísu alveg mátt nýta dauðafærið sem hann fékk í restina, en það er þó varla hægt að ætlast til þess að hann skori tvö mörk í leik!
Kenny Dalglish: ,,Ég er vitanlega svekktur yfir úrslitunum. Auðvitað hjálpaði það ekki að þurfa að nota tvær skiptingar á fyrstu 25 mínútunum, en ég neita að nota það sem afsökun. Það má síðan alltaf setja spurningamerki við vítaspyrnudómana. Fyrra brotið var fyrir utan teig en dómarinn ákvað samt að dæma víti. Við græddum á slíkri ákvörðun í síðasta leik, nú snerist dæmið við. Svona er fótboltinn."
- Martin Skrtel skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Jay Spearing lék sinn 20. leik með Liverpool.
- Þetta var 50. deildarleikur Glen Johnson.
- Liverpool er nú 5 stigum á eftir Tottenham, sem situr í 5. sæti deildarinna. Tottenham á að auki leik til góða.
- Roy Hodgson stýrði Liverpool til 1:0 sigurs gegn W.B.A. í fyrri leik liðanna á þessu keppnistímabili.
- Roy Hodgson hefur ekki tapað í þremur síðustu leikjum sem hann hefur stýrt liðum gegn Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglsih sem tekið var eftir leikinn.
Til að kóróna ófarir okkar manna meiddust bæði Daniel Agger og Glen Johnson í leiknum og óvíst hvort þeir verði meira með á tímabilinu. Þá höfðu vonir staðið til þess að Steven Gerrard gæti verið með, en eitthvert bakslag virðist hafa komið í hans meiðsli og hann var því ekki með.
Liverpool byrjaði leikinn með miklum látum. Strax í fyrstu sókn gerði Luis Suarez atlögu að marki heimamanna, en Scott Carson sá við honum.
Aðeins mínútu síðar fékk Liverpool hornspyrnu og upp úr henni fékk Dirk Kuyt líklega besta færi leiksins. Andy Carroll stökk þá upp yfir alla í teignum og fleytti boltanum áfram á Kuyt sem skaut að marki. Carson varði en missti boltann frá sér og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Hollendingnum að sópa honum yfir opið markið! Sannkallað dauðafæri.
Á 4. mínútu heimtuðu leikmenn Liverpool vítaspyrnu þegar Jonas Olsson virtist stugga við Andy Carroll inni í teig. Martin Atkinson dómari leiksins var hinsvegar ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram.
Á 6. mínútu komust heimamenn í ágætt færi, en þá komst Chris Brunt framhjá Glen Johnson sem varð að láta í minni pokann í kapphlaupinu við Brunt vegna meiðsla. Brunt tókst hinsvegar ekki að nýta færið, en Johnson varð að fara af velli. Kyrgiakos kom inn á fyrir Johnson og fór í stöðu miðvarðar, en Daniel Agger færði sig í vinstri bakvörðinn.
Hvort sem þessum tilfæringum í vörninni var um að kenna eða ekki komust heimamenn betur inn í leikinn eftir snarpa byrjun okkar manna. Peter Odemwingie olli Jamie Carragher hvað eftir annað erfiðleikum hægra megin, en Carra spilaði í stöðu hægri bakvarðar. Okkar menn voru þó enn sem komið var heldur sterkari í leiknum og áttu nokkur ágætis færi. Luis Suarez ógnaði stöðugt með hraða sínum og áræðni og Carroll lét varnarmenn WBA finna fyrir hæð sinni og krafti. Að vísu gekk hann stundum full harkalega fram og uppskar fyrir vikið gula spjaldið hjá Atkinson.
Á 24. mínútu meiddist siðan Daniel Agger og varð að fara af velli. Danny Wilson kom í hans stað.
Eftir fjöruga byrjun okkar manna voru heimamenn nú komnir með yfirhöndina í leiknum. Carragher, Kyrgiakos og Wilson áttu allir í talsverðum vandræðum með sóknarmenn hiemamanna og varnarleikurinn var satt að segja með þeim hætti að ótrúlegt var að WBA skyldi ekki ná að skora í fyrri hálfleiknum. Það var helst að Martin Skrtel héldi haus.
Síðustu 20 mínútur hálfleiksins átti Liverpool í vök að verjast og okkar menn hafa vafalítið verið þeirri stundu fegnastir þegar Atkinson flautaði til leikhlés. Staðan 0-0 í hálfleik á The Hawthorns og útlitið ekkert sérlega bjart. Tveir varnarmenn farnir útaf og talsvert óöryggi yfir öftustu línunni.
Seinni hálfleikurinn fór af stað með miklum látum. Strax á fyrstu mínútu hálfleiksins komst Simon Cox í upplagt færi inni í vítateig okkar manna, en Pepe Reina bjargaði snilldarlega. Nokkrum mínútum síðar sýndi Scott Carson góð tilþrif hinum megin á vellinum þegar hann varði skot frá Andy Carroll í horn.
Raúl Meireles tók hornspyrnuna og sendi boltann beint á pönnuna á Martin Skrtel sem kom Liverpool yfir með góðum skalla af stuttu færi. Staðan orðin 0-1 eftir einungis 5 mínútna leik í síðari hálfleik. Óskabyrjun gestanna.
Á 56. mínútu komst Dirk Kuyt enn og aftur í ágætt færi, en Hollendingurinn var aldeilis ekki á skotskónum að þessu sinni og hundslappt skot hans olli Carson ekki nokkrum erfiðleikum.
Heimamenn voru komnir betur inn í leikinn og sem fyrr voru varnarmenn Liverpool í talsverðum vandræðum með sjálfa sig og aðra. Vandræðagangurinn hlaut að enda með ósköpum og á 62. mínútu dæmdi Martin Atkinson vítaspyrnu á okkar menn þegar Kyrgiakos braut klaufalega á Peter Odemwingie rétt við vítateiginn. Brotið átti sér að vísu stað rétt fyrir utan teig en Atkinson benti engu að síður á vítapunktinn. Chris Brunt skoraði af öryggi úr spyrnunni og staðan orðin 1-1.
Fjórum mínútum síðar fór Odemwingie enn einu sinni illa með hinn löturhæga Kyrgiakos, en sem betur fer fyrir okkar menn var Pepe Reina vandanum vaxinn í markinu.
Mínútu síðar komst Meireles í ágætt færi eftir undirbúning Suarez, en hitti ekki rammann.
Þegar hér var komið sögu var leikurinn aðeins farinn að róast eftir fjörugar upphafsmínútur síðari hálfleiks. Peter Odemwingie og Chris Brunt voru þó hvergi nærri hættir og á 77. mínútu bjargaði Jamie Carragher frábærlega eftir að þeir félagar höfðu leikið vörn Liverpool grátt. Bestu varnartilþrif fyrirliðans í leiknum, en hann hefur oft leikið betur.
Á 82. mínútu átti Danny Wilkson góða sendingu inn fyrir vörn WBA á Luis Suarez. Aðstoðardómarinn veifaði rangstöðu, en í endursýningu mátti glöggt sjá að Suarez var réttstæður og rúmlega það.
Á 88. mínútu fékk WBA síðan sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Pepe Reina felldi Peter Odemwingie inni í teig. Chris Brunt mætti aftur á punktinn og hamraði boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn og lítið eftir af leiknum.
Það sem eftir lifði leiks sóttu okkar menn án afláts og freistuðu þess að jafna leikinn. Á 90. mínútu átti Raúl Meireles gott skot að marki WBA sem Scott Carson varði í horn. Portúgalinn tók hornspyrnuna sjálfur og hitti aftur beint á ennið á Martin Skrtel. Heppnin var ekki með Slóvakanum að þessu sinni og skallin fór fram hjá. Algjört dauðafæri sem var grátlegt að nýta ekki.
Undir lok uppbótartímans var Luis Suarez síðan rétt búinn að jafna metin í tvígang! Fyrst varði Scott Carson frá honum á undraverðan hátt og síðan björguðu varnarmenn WBA á línu eftir að Úrugvæinn hafði vippað boltanum yfir varnarlausan Carson.
Það átti greinilega ekki fyrir okkar mönnum að liggja að ná í stig á The Hawthorns að þessu sinni og niðurstaðan 2-1 sigur heimamanna.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger (Wilson 26. mín.), Johnson (Kyrgiakos 6. mín.), Leiva, Spearing, Meireles, Kuyt (Cole 87. mín.), Carroll og Suarez (Cole, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, NGog, Rodriguez og Poulsen.
Gul spjöld: Carroll, Wilson og Reina
Mark Liverpool: Martin Skrtel á 50. mínútu.
WBA: Carson, Reid, Meite, Olsson, Shorey, Brunt, Mulumbu, Scharner, Thomas (Jara 92. mín.), Cox (Fortune 74. mín.) og Odemwingie
Mörk WBA: Chris Brunt úr vítaspyrnum á 62. og 89. mínútu.
Gul spjöld: Scharner og Thomas
Maður leiksins: Martin Skrtel. Slóvakinn var eini varnarmaðurinn sem hélt haus í dag og fyrir það á hann hrós skilið. Þá skoraði hann líka gott mark. Hann hefði að vísu alveg mátt nýta dauðafærið sem hann fékk í restina, en það er þó varla hægt að ætlast til þess að hann skori tvö mörk í leik!
Kenny Dalglish: ,,Ég er vitanlega svekktur yfir úrslitunum. Auðvitað hjálpaði það ekki að þurfa að nota tvær skiptingar á fyrstu 25 mínútunum, en ég neita að nota það sem afsökun. Það má síðan alltaf setja spurningamerki við vítaspyrnudómana. Fyrra brotið var fyrir utan teig en dómarinn ákvað samt að dæma víti. Við græddum á slíkri ákvörðun í síðasta leik, nú snerist dæmið við. Svona er fótboltinn."
Fróðleikur:
- Martin Skrtel skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Jay Spearing lék sinn 20. leik með Liverpool.
- Þetta var 50. deildarleikur Glen Johnson.
- Liverpool er nú 5 stigum á eftir Tottenham, sem situr í 5. sæti deildarinna. Tottenham á að auki leik til góða.
- Roy Hodgson stýrði Liverpool til 1:0 sigurs gegn W.B.A. í fyrri leik liðanna á þessu keppnistímabili.
- Roy Hodgson hefur ekki tapað í þremur síðustu leikjum sem hann hefur stýrt liðum gegn Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má horfa á viðtal við Kenny Dalglsih sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan