| Heimir Eyvindarson
Liverpool Echo segir frá því í dag að Liverpool sé reiðubúið að losa sig við David Ngog í sumar. Verðmiðinn mun vera nálægt 8 milljónum punda.
Þrátt fyrir ágæta spretti í upphafi leiktíðar hefur hinum 22 ára gamla Frakka ekki tekist að vinna sér fast sæti í liði Liverpool og heimildir Liverpool Echo herma að Ngog og Liverpool hafi komist að samkomulagi um að honum sé frjálst að fara, fáist viðunandi boð í hann.
Verðmiðinn á kappanum mun vera nálægt 8 milljónum punda og blaðið segir að nokkur lið hafi borið víurnar í hann, m.a. Newcastle, en ekkert formlegt boð hefur þó enn borist.
David Ngog kom til Liverpool frá Paris St. German fyrir 1,5 milljón punda fyrir 3 árum síðan. Hann hefur skorað 19 mörk í 94 leikjum fyrir liðið. Hann var oft í byrjunarliðinu undir stjórn Roy Hodgson, en Kenny Dalglish virðist ekki hafa sama dálæti á piltinum, en hann hefur einungis byrjað tvo leiki undir stjórn Dalglish.
TIL BAKA
Ngog falur fyrir rétt verð

Þrátt fyrir ágæta spretti í upphafi leiktíðar hefur hinum 22 ára gamla Frakka ekki tekist að vinna sér fast sæti í liði Liverpool og heimildir Liverpool Echo herma að Ngog og Liverpool hafi komist að samkomulagi um að honum sé frjálst að fara, fáist viðunandi boð í hann.
Verðmiðinn á kappanum mun vera nálægt 8 milljónum punda og blaðið segir að nokkur lið hafi borið víurnar í hann, m.a. Newcastle, en ekkert formlegt boð hefur þó enn borist.
David Ngog kom til Liverpool frá Paris St. German fyrir 1,5 milljón punda fyrir 3 árum síðan. Hann hefur skorað 19 mörk í 94 leikjum fyrir liðið. Hann var oft í byrjunarliðinu undir stjórn Roy Hodgson, en Kenny Dalglish virðist ekki hafa sama dálæti á piltinum, en hann hefur einungis byrjað tvo leiki undir stjórn Dalglish.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan