| Sf. Gutt
TIL BAKA
Paul Konchensky seldur til Leicester City
Í dag var staðfest að vinstri bakvörðurinn Paul Konchesky hefði verið seldur til Leicester City. Ekkert er getið um hvaða fjárhæð fór á milli félaganna frekar en venjulega nú til dags. Paul er fyrstur leikmanna til að yfirgefa Liverpool í sumar.
Roy Hodgson keypti Paul frá sínu gamla félagi Fulham fyrir ári. Hann hafði verið mjög traustur í vörninni þar á valdatíð Roy en náði aldrei að festa sig í sessi hjá Liverpool. Hann þótti óöruggur og höfðaði ekki til stuðningsmannanna. Ekki styrktist staða hans þegar mamma hans tísti óheppilega um íbúa Liverpool á Twitter!
Paul spilaði alls átján leiki fyrir félagið. Hann spilaði ekkert eftir að Kenny Dalglish tók við og var lánaður til Nottingham Forest síðari hluta nýliðins keppnistímabils.
Þess má geta að framkvæmdastjóri Leicester er Sven Göran Eriksson en hann valdi Paul í enska landsliðið þegar hann var landsliðsþjálfari. Paul lék tvo landsleiki.
Við óskum Paul Konchesky góðs gengis hjá nýja félaginu.
Roy Hodgson keypti Paul frá sínu gamla félagi Fulham fyrir ári. Hann hafði verið mjög traustur í vörninni þar á valdatíð Roy en náði aldrei að festa sig í sessi hjá Liverpool. Hann þótti óöruggur og höfðaði ekki til stuðningsmannanna. Ekki styrktist staða hans þegar mamma hans tísti óheppilega um íbúa Liverpool á Twitter!
Paul spilaði alls átján leiki fyrir félagið. Hann spilaði ekkert eftir að Kenny Dalglish tók við og var lánaður til Nottingham Forest síðari hluta nýliðins keppnistímabils.
Þess má geta að framkvæmdastjóri Leicester er Sven Göran Eriksson en hann valdi Paul í enska landsliðið þegar hann var landsliðsþjálfari. Paul lék tvo landsleiki.
Við óskum Paul Konchesky góðs gengis hjá nýja félaginu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan