| Sf. Gutt
TIL BAKA
Snýr Craig Bellamy aftur?
Fyrir nokkrum dögum fóru að sjást á stangli heldur ótrúlegar fréttir á hinum ýmsu vefmiðlum þess efnis að Craig Bellamy gæti verið á leið aftur til Liverpool. Í gær fjölgaði þessum fréttum og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver fótur sé fyrir þeim.
Liverpool keypti Craig Bellamy frá Blackburn fyrir sex milljónir sterlingspunda sumarið 2006. Hann yfirgaf Liverpool ári síðar eftir að hafa spilað 49 leiki og skorað níu mörk. Hann fór þá til West Ham United og svo til Manchester City. Hann var í láni hjá Cardiff City á síðustu leiktíð en er sem stendur leikmaður Manchester City. Honum hefur verið sagt, þar á bæ, að hann geti leitað sér að nýju félagi og fái frjálsa sölu verði síðasta árið af samningi hans borgað upp.
Í þessu gæti möguleiki Liverpool leynst og vefsíður BBC og Telegraph halda því fram að Liverpool muni hugsanlega fá Craig á frjálsri sölu. Kenny Dalglish á, samkvæmt fyrrnefndum fréttum, að hafa áhuga á því að fá reyndan sóknarmann í liðið því í raun hefur hann aðeins Luis Suarez og Andy Carroll sem hreinræktaða sóknarmenn. Reyndar gæti Dirk Kuyt líka komið inn í framlínuna og eins David Ngog en allt útlit er á að hann muni yfirgefa Liverpool áður en september rennur upp.
Craig Bellamy á, samkvæmt fréttum, að vera áhugasamur um að snúa aftur til Liverpool. Hann hélt með Liverpool sem strákur og hefði viljað vera þar lengur á sínum tíma. Þessar sögusagnir eru vissulega óvæntar en hver veit nema að Veilsverjinn snúi aftur?
Liverpool keypti Craig Bellamy frá Blackburn fyrir sex milljónir sterlingspunda sumarið 2006. Hann yfirgaf Liverpool ári síðar eftir að hafa spilað 49 leiki og skorað níu mörk. Hann fór þá til West Ham United og svo til Manchester City. Hann var í láni hjá Cardiff City á síðustu leiktíð en er sem stendur leikmaður Manchester City. Honum hefur verið sagt, þar á bæ, að hann geti leitað sér að nýju félagi og fái frjálsa sölu verði síðasta árið af samningi hans borgað upp.
Í þessu gæti möguleiki Liverpool leynst og vefsíður BBC og Telegraph halda því fram að Liverpool muni hugsanlega fá Craig á frjálsri sölu. Kenny Dalglish á, samkvæmt fyrrnefndum fréttum, að hafa áhuga á því að fá reyndan sóknarmann í liðið því í raun hefur hann aðeins Luis Suarez og Andy Carroll sem hreinræktaða sóknarmenn. Reyndar gæti Dirk Kuyt líka komið inn í framlínuna og eins David Ngog en allt útlit er á að hann muni yfirgefa Liverpool áður en september rennur upp.
Craig Bellamy á, samkvæmt fréttum, að vera áhugasamur um að snúa aftur til Liverpool. Hann hélt með Liverpool sem strákur og hefði viljað vera þar lengur á sínum tíma. Þessar sögusagnir eru vissulega óvæntar en hver veit nema að Veilsverjinn snúi aftur?
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan