| Sf. Gutt
Sóknarmaðurinn David Ngog var í kvöld seldur til Bolton Wanderes. Hann gerði þriggja ára samning við nýja félagið. Talið er að Liverpool hafi fengið fjórar milljónir sterlingspunda fyrir Frakkann. David Ngog var keyptur frá Paris St Germain sumarið 2008 fyrir eina og hálfa milljón punda.
Segja má að David hafi í heildina staðið sig vel hjá Liverpool. Hann tók jafnt og þétt framförum og á síðasta keppnistímabili var hann lengi vel markahæsti maður liðsins. Hann náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og honum gekk ekki vel á lokakaflanum. Alls skoraði hann átta mörk á leiktíðinni eins og þeirri á undan.
Það var sjaldan hægt að saka David um að leggja sig ekki fram en hann var þó ekki nógu góður til að spila með allra bestu liðunum. David skoraði þrjú mörk í æfingaleikjunum í sumar og var á bekknum í fyrsta deildarleiknum gegn Sunderland en hann komst svo ekki meir í liðshópinn.
David Ngog lék alls 94 leiki með Liverpool og skoraði nítján mörk. Við óskum honum góðs gengis hjá nýja liðinu og þökkum samveruna.
TIL BAKA
David Ngog seldur til Bolton

Segja má að David hafi í heildina staðið sig vel hjá Liverpool. Hann tók jafnt og þétt framförum og á síðasta keppnistímabili var hann lengi vel markahæsti maður liðsins. Hann náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og honum gekk ekki vel á lokakaflanum. Alls skoraði hann átta mörk á leiktíðinni eins og þeirri á undan.
Það var sjaldan hægt að saka David um að leggja sig ekki fram en hann var þó ekki nógu góður til að spila með allra bestu liðunum. David skoraði þrjú mörk í æfingaleikjunum í sumar og var á bekknum í fyrsta deildarleiknum gegn Sunderland en hann komst svo ekki meir í liðshópinn.
David Ngog lék alls 94 leiki með Liverpool og skoraði nítján mörk. Við óskum honum góðs gengis hjá nýja liðinu og þökkum samveruna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan