| Sf. Gutt
Það hefur legið í loftinu síðustu daga að Craig Bellamy myndi koma aftur til Liverpool. Þetta hefur nú í kvöld verið staðfest á Liverpoolfc.tv.
Craig kom á frjálsri sölu frá Manchester City en þangað kom hann frá West Ham United. Hann gekk til liðs við Hamrana sumarið 2007 eftir að hafa verið leiktíðina á undan hjá Liverpool.
Til Liverpool kom hann frá Blackburn Rovers. Craig var lánsmaður hjá Cardiff City á síðasta keppnistímabili. Craig lék á sínum tíma 42 leiki með Liverpool og skoraði níu mörk. Craig varð Skjaldarhafi með Liverpool árið 2006.
Veilsverjinn er stuðningsmaður Liverpool og vitað er að hann langaði til að vera lengur hjá félaginu á sínum tíma. Það er því öruggt mál að hann mun leggja sig allan fram núna þegar hann er kominn á Anfield í annan gang.
Við bjóðum Craig Bellamy velkominn og vonum að hann eigi eftir að bæta við titlum og mörkum hjá Liverpool!
Hér má sjá myndir af Craig Bellamy þegar hann var hjá Liverpool um árið.
TIL BAKA
Craig Bellamy kominn aftur

Craig kom á frjálsri sölu frá Manchester City en þangað kom hann frá West Ham United. Hann gekk til liðs við Hamrana sumarið 2007 eftir að hafa verið leiktíðina á undan hjá Liverpool.
Til Liverpool kom hann frá Blackburn Rovers. Craig var lánsmaður hjá Cardiff City á síðasta keppnistímabili. Craig lék á sínum tíma 42 leiki með Liverpool og skoraði níu mörk. Craig varð Skjaldarhafi með Liverpool árið 2006.
Veilsverjinn er stuðningsmaður Liverpool og vitað er að hann langaði til að vera lengur hjá félaginu á sínum tíma. Það er því öruggt mál að hann mun leggja sig allan fram núna þegar hann er kominn á Anfield í annan gang.
Við bjóðum Craig Bellamy velkominn og vonum að hann eigi eftir að bæta við titlum og mörkum hjá Liverpool!
Hér má sjá myndir af Craig Bellamy þegar hann var hjá Liverpool um árið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan