| Sf. Gutt

Allt það helsta um Craig Bellamy

Fjórum árum eftir að hann fór frá Liverpool þá er Craig Bellamy mættur aftur á svæðið. Hér er allt það helsta um Veilsverjann.
 
- Craig Douglas Bellamy fæddist í Cardiff höfuðstað Wales þann 13. júlí 1979.

- Þegar Craig var að alast upp dreymdi hann um að spila með Liverpool!

- Craig er giftur Claire Jansen og eiga þau þrjú börn. Elsti sonur hans er farinn að æfa með Newport County í Wales.

- Craig hóf að æfa með Bristol Rovers níu ára gamall. Hann lék aldrei með aðalliði félagsins.

- Hann fór svo til Norwich þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn.

- Craig hefur víða farið á ferli sínum og hefur hann spilað með níu félögum. 1996/2000 Norwich City, 2000/2001 Coventry City, 2001/2005 Newcastle United, 2005 Celtic (lán), 2005/2006 Blackburn Rovers, 2006/2007 Liverpool, 2007/2009 West Ham United, 2009/2011 Manchester City, 2010/2011 Cardiff City (lán), Liverpool 2011/????.

- Craig varð skoskur bikarmeistari með Celtic 2005.

- Craig lék eina leiktíð með Liverpool, 2007/2008. Hann spilaði þá 42 leiki og skoraði níu mörk. 

 

- Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool 2006 þegar liðið vann Chelsea 2:1 í Cardiff fæðingarborg hans. Það er síðasti titillinn sem Liverpool vann.


- Craig hefur spilað 62 landsleiki með Wales. Hann hefur skorað átján landsliðsmörk.

- Aðeins fjórir, Ian Rush, Trevor Ford, Ivor Allchurch and Dean Saunders, leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir Wales.

- Craig hefur sjö sinnum leitt landsliðið sem fyrirliði.
 
- Þótt Craig þyki brokkgengur þá hefur hann lagt mikið til góðgerðarmála og meðal annars hefur hann stofnað styrktarsjóð fyrir börn í Sierra Leone.

- Craig fer í flokk nokkurra leikmanna sem hafa snúið aftur til Liverpool. Má nefna landa hans Ian Rush, Steve Staunton og Robbie Fowler.
 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan