| Sf. Gutt
TIL BAKA
Heiður að vera keyptur af Kenny
Craig Bellamy er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool frá því hann var lítill. Þá var Kenny Dalglish átrúnaðargoð hans eins og svo margra fylgismanna Liverpool. Veilsverjinn telur það því mikinn heiður fyrir sig að Kenny hafi nú keypt hann til Liverpool.
,,Ég ólst upp með Kenny Dalglish og þess vegna er það gríðarlegur heiður að hann skuli hafa keypt mig. Þetta eru spennandi tímar. Sem stuðningsmaður þá fór fiðringur um mann á síðasta keppnistímabili þegar Kenny tók við og það var frábært að sjá Liverpool enda leiktíðina vel."
,,Núna fær ég aftur tækiæri á að spila fyrir stuðningsmenn Liverpool og vonandi næ ég að sýna þeim hvað í mér býr. Ég veit hvað ég þarf að gera til að spila með liðinu og þess vegna ætti þetta að vera gaman. Ég get spilað á báðum köntum eins og ég gerði hjá Manchester City."
,,Við erum ekki með í Evrópukeppni og þess vegna gefst stórgott tækifæri á að einbeita sér að deildinni. Bikarkeppnirnar skipta miklu máli og við ætlum okkur auðvitað að standa okkur vel í þeim. En við getum einbeitt öllum kröftum okkar að deildinni í hverri einustu viku með það að markmiði að komast aftur í Meistaradeildina."
Allir vita að Craig Bellamy hefur alltaf verið stuðningsmaður Liverpool. Hann er líka geysilega ánægður með að hafa fengið aftur færi á að spila með uppáhaldsliðinu sínu.
,,Ég er mjög ánægður. Tíminn hefur verið lengi að líða síðustu mánuðina en ég varð að vera þolinmóður og trúa á að eitthvað svona gæti orðið að veruleika. Þetta gekk upp og ég er alveg í skýjunum."
,,Ég ólst upp með Kenny Dalglish og þess vegna er það gríðarlegur heiður að hann skuli hafa keypt mig. Þetta eru spennandi tímar. Sem stuðningsmaður þá fór fiðringur um mann á síðasta keppnistímabili þegar Kenny tók við og það var frábært að sjá Liverpool enda leiktíðina vel."
,,Núna fær ég aftur tækiæri á að spila fyrir stuðningsmenn Liverpool og vonandi næ ég að sýna þeim hvað í mér býr. Ég veit hvað ég þarf að gera til að spila með liðinu og þess vegna ætti þetta að vera gaman. Ég get spilað á báðum köntum eins og ég gerði hjá Manchester City."
,,Við erum ekki með í Evrópukeppni og þess vegna gefst stórgott tækifæri á að einbeita sér að deildinni. Bikarkeppnirnar skipta miklu máli og við ætlum okkur auðvitað að standa okkur vel í þeim. En við getum einbeitt öllum kröftum okkar að deildinni í hverri einustu viku með það að markmiði að komast aftur í Meistaradeildina."
Allir vita að Craig Bellamy hefur alltaf verið stuðningsmaður Liverpool. Hann er líka geysilega ánægður með að hafa fengið aftur færi á að spila með uppáhaldsliðinu sínu.
,,Ég er mjög ánægður. Tíminn hefur verið lengi að líða síðustu mánuðina en ég varð að vera þolinmóður og trúa á að eitthvað svona gæti orðið að veruleika. Þetta gekk upp og ég er alveg í skýjunum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan