| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Bellamy er góður kostur fyrir okkur
Kenny Dalglish vill meina að Craig Bellamy sé betri leikmaður núna en þegar hann kom til Liverpool sumarið 2006. Hann sé í sama formi, en klókari.
,,Þegar Craig kom hingað í fyrra skiptið þá sagðist hann vera aðdáandi Liverpool og að hann hefði alltaf óskað sér að spila fyrir félagið. Nú fær hann tækifæri til þess á nýjan leik."
,,Því eldri sem þú verður, því færri möguleikar bjóðast þér sem leikmanni. Hann ákvað að grípa þetta tækifæri. Hann hefur í raun fórnað miklu til þess að eiga kost á því að spila aftur fyrir Liverpool. Bæði fjárhagslega og á ýmsan annan hátt. Það sýnir hversu mikla þýðingu Liverpool hefur fyrir hann", segir Kenny Dalglish.
,,Ég vil meina að hann sé betri leikmaður núna en þegar hann var hjá félaginu í fyrra skiptið. Hann er frábær á æfingum, hefur enn mikinn hraða og er alltaf ógnandi. Hann er í góðu líkamlegu formi og er þess utan mun skynsamari og útsjónarsamari en hann var sýnist mér."
,,Hann hefur vissulega mikið skap, en mér dettur ekki í hug að reyna að að breyta því. Svoleiðis gerir maður aldrei. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Craig sem leikmanni og er viss um að hann á eftir að reynast okkur mjög vel."
,,Hann er ekki í mikilli leikæfingu. Einu leikirnir sem hann hefur spilað að undanförnu eru tveir landsleikir og svo einhverjir leikir með varaliðinu. En ég horfði á hann spila með Wales á móti Svartfjallalandi á dögunum og hann var á fullri ferð á lokamínútunum þannig að ég held að það sé ekkert vandamál með formið á honum."
,,Þegar Craig kom hingað í fyrra skiptið þá sagðist hann vera aðdáandi Liverpool og að hann hefði alltaf óskað sér að spila fyrir félagið. Nú fær hann tækifæri til þess á nýjan leik."
,,Því eldri sem þú verður, því færri möguleikar bjóðast þér sem leikmanni. Hann ákvað að grípa þetta tækifæri. Hann hefur í raun fórnað miklu til þess að eiga kost á því að spila aftur fyrir Liverpool. Bæði fjárhagslega og á ýmsan annan hátt. Það sýnir hversu mikla þýðingu Liverpool hefur fyrir hann", segir Kenny Dalglish.
,,Ég vil meina að hann sé betri leikmaður núna en þegar hann var hjá félaginu í fyrra skiptið. Hann er frábær á æfingum, hefur enn mikinn hraða og er alltaf ógnandi. Hann er í góðu líkamlegu formi og er þess utan mun skynsamari og útsjónarsamari en hann var sýnist mér."
,,Hann hefur vissulega mikið skap, en mér dettur ekki í hug að reyna að að breyta því. Svoleiðis gerir maður aldrei. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Craig sem leikmanni og er viss um að hann á eftir að reynast okkur mjög vel."
,,Hann er ekki í mikilli leikæfingu. Einu leikirnir sem hann hefur spilað að undanförnu eru tveir landsleikir og svo einhverjir leikir með varaliðinu. En ég horfði á hann spila með Wales á móti Svartfjallalandi á dögunum og hann var á fullri ferð á lokamínútunum þannig að ég held að það sé ekkert vandamál með formið á honum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan