| Sf. Gutt
Steven Gerrard er í liðshópi Liverpool sem mætir Brighton and Hove Albion í Deildarbikarnum í kvöld. Hann hefur ekki leikið með liðinu sínu frá því í byrjun mars þegar Liverpool vann Manchester United 3:1.
Eftir þann leik fór Steven í aðgerð á nára og svo fylgdi önnur aðgerð nokkrum vikum seinna. Löng endurhæfing hefur svo staðið yfir síðustu mánuði. Bakslag kom vegna sýkingar í sumar en nú á allt að vera í lagi með nárann.
Það verður spennandi að sjá hvort Steven Gerrard kemur við sögu í kvöld. Vonandi fer honum vel fram næstu vikur því það er ekki neinn vafi á því að fyrirliðinn mun styrkja liðið sitt rækilega komist hann á fullan skrið.
TIL BAKA
Steven Gerrard í hópnum

Eftir þann leik fór Steven í aðgerð á nára og svo fylgdi önnur aðgerð nokkrum vikum seinna. Löng endurhæfing hefur svo staðið yfir síðustu mánuði. Bakslag kom vegna sýkingar í sumar en nú á allt að vera í lagi með nárann.
Það verður spennandi að sjá hvort Steven Gerrard kemur við sögu í kvöld. Vonandi fer honum vel fram næstu vikur því það er ekki neinn vafi á því að fyrirliðinn mun styrkja liðið sitt rækilega komist hann á fullan skrið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan