| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær tilfinning að skora
Craig Bellamy segir það hafa verið frábæra tilfinningu að skora á ný fyrir Liverpool og hann telur að sigurinn á Brighton hafi verið verðskuldaður.
Veilsverjinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði hjá Kenny Dalglish og það tók hann aðeins sjö mínútur að opna markareikning sinn á ný hjá félaginu. Bellamy var þó fljótur að nota tækifærið og hrósa Luis Suarez en Úrúgvæinn lagði upp markið.
,,Þetta var gott mark og ég er ánægður með það," sagði Bellamy. ,,Mér tókst að spila vel saman með Luis Suarez en hann er virkilega góður leikmaður og tilfinningin var góð þegar boltinn lá í netinu."
,,Mér fannst við valta yfir þá í fyrri hálfleik. Hreyfanleiki manna og allt var í raun framúrskarandi, en þetta sýndi það og sannaði að þó svo að maður hafi yfirhöndina þá þarf maður að skora annað og þriðja markið líka."
,,Við misstum aðeins taktinn í síðari hálfleik og þeir (Brighton) spiluðu vel. Við gáfum þeim frumkvæðið en við vissum líka að þetta yrði erfiður leikur. Það var því ákveðinn léttir að ná öðru marki með skyndisókn og við erum hæstánægðir með að vera komnir í næstu umferð."
,,Við vorum með marga leikmenn í liðinu eins og mig sem þurftu á 90 mínútum að halda og mér leið vel."
Bellamy var nærri því að bæta við marki í fyrri hálfleik en þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu af um 35 metra færi hafnaði í þverslánni.
,,Ég hélt um stund að boltinn færi inn," bætti hann við. ,,Ég hef reynt þetta nokkrum sinnum og undanfarin ár hefur þetta gengið upp hjá mér. Þessir nýju boltar hreyfast öðruvísi og ef maður hittir hann á ákveðinn hátt þá getur maður skorað. Kannski hef ég heppnina með mér næst en það mikilvægasta var að liðið vann."
Veilsverjinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði hjá Kenny Dalglish og það tók hann aðeins sjö mínútur að opna markareikning sinn á ný hjá félaginu. Bellamy var þó fljótur að nota tækifærið og hrósa Luis Suarez en Úrúgvæinn lagði upp markið.
,,Þetta var gott mark og ég er ánægður með það," sagði Bellamy. ,,Mér tókst að spila vel saman með Luis Suarez en hann er virkilega góður leikmaður og tilfinningin var góð þegar boltinn lá í netinu."
,,Mér fannst við valta yfir þá í fyrri hálfleik. Hreyfanleiki manna og allt var í raun framúrskarandi, en þetta sýndi það og sannaði að þó svo að maður hafi yfirhöndina þá þarf maður að skora annað og þriðja markið líka."
,,Við misstum aðeins taktinn í síðari hálfleik og þeir (Brighton) spiluðu vel. Við gáfum þeim frumkvæðið en við vissum líka að þetta yrði erfiður leikur. Það var því ákveðinn léttir að ná öðru marki með skyndisókn og við erum hæstánægðir með að vera komnir í næstu umferð."
,,Við vorum með marga leikmenn í liðinu eins og mig sem þurftu á 90 mínútum að halda og mér leið vel."
Bellamy var nærri því að bæta við marki í fyrri hálfleik en þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu af um 35 metra færi hafnaði í þverslánni.
,,Ég hélt um stund að boltinn færi inn," bætti hann við. ,,Ég hef reynt þetta nokkrum sinnum og undanfarin ár hefur þetta gengið upp hjá mér. Þessir nýju boltar hreyfast öðruvísi og ef maður hittir hann á ákveðinn hátt þá getur maður skorað. Kannski hef ég heppnina með mér næst en það mikilvægasta var að liðið vann."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan