| Sf. Gutt
TIL BAKA
Craig lætur að sér kveða
Craig Bellamy elskar Liverpool og að spila knattspyrnu. Kenny Dalglish er mjög ánægður með Veilsverjann sem hefur byrjað seinni dvöl sína hjá Liverpool vel.
,,Við vissum alveg hvað við myndum fá þegar Craig kom og við höfum oft áður sagt hvað Craig færir þessu knattspyrnufélagi. Hann missti úr ár í Úrvalsdeildinni þegar hann spilaði með Cardiff og ég held að við njótum góðs af því hann er hungraður í að spila og láta að sér kveða."
,,Hann leggur allt í sölurnar því hann átti kannski einhverju ólokið frá því hann var hérna síðast. Hann vill bæta úr því og við græðum á því."
Það er vitað að Craig hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla tíð og Kenny veit vel af því.
,,Hann dýrkar knattspyrnufélagið og er stuðningsmaður þess. Svona hljómar kannski svolítið klént en þetta er staðreynd og hann vill leggja sig allan fram fyrir félagið."
Craig átti mjög góðan leik gegn Brighton og opnaði markareikning sinn í annað sinn fyrir Liverpool. Nú er sjá hvort hann verður í sóknarlínu Liverpool í dag. Miðað við hvernig hann lék á miðvikudagskvöldið þá ætti hann að halda stöðu sinni og það væru góðar fréttir fyrir Liverpool.
,,Við vissum alveg hvað við myndum fá þegar Craig kom og við höfum oft áður sagt hvað Craig færir þessu knattspyrnufélagi. Hann missti úr ár í Úrvalsdeildinni þegar hann spilaði með Cardiff og ég held að við njótum góðs af því hann er hungraður í að spila og láta að sér kveða."
,,Hann leggur allt í sölurnar því hann átti kannski einhverju ólokið frá því hann var hérna síðast. Hann vill bæta úr því og við græðum á því."
Það er vitað að Craig hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla tíð og Kenny veit vel af því.
,,Hann dýrkar knattspyrnufélagið og er stuðningsmaður þess. Svona hljómar kannski svolítið klént en þetta er staðreynd og hann vill leggja sig allan fram fyrir félagið."
Craig átti mjög góðan leik gegn Brighton og opnaði markareikning sinn í annað sinn fyrir Liverpool. Nú er sjá hvort hann verður í sóknarlínu Liverpool í dag. Miðað við hvernig hann lék á miðvikudagskvöldið þá ætti hann að halda stöðu sinni og það væru góðar fréttir fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan