| Sf. Gutt
TIL BAKA
Verðum að vinna!
Swansea kemur í dag í heimsókn frá Wales. Veilsverjinn Craig Bellamy segir að Liverpool verði að vinna sigur í leiknum! Ekki bara vegna þess að hann er frá Cardiff, og það er ekki mikill vinskapur þar á milli, heldur líka vegna þess að Swansea er nýliði í deildinni og Liverpool mistókst að vinna aðra nýliða á dögunum. Norwich náði 1:1 jafntefli á Anfield í leik sem Craig skoraði í. Craig vill sigur að þessu sinni.
,,Það er mikilvægt að halda áfram að spila án taps. Ég er ekki að sýna Swansea vanvirðingu en við verðum að vinna svona leiki ef við ætlum að komast í fjögur efstu sætin. "
,,Við misstigum okkar á móti Norwich en miðað við hvernig við spiluðum og hversu mörg færi við fengum þá hefðum við unnið öruggan sigur. Norwich á hrós skilið því þeir gáfust ekki upp og við náðum ekki að ganga frá þeim. Ég held þó að við vinnum Swansea ef við fáum jafn mörg færi gegn þeim."
Craig Bellamy hefur ekki spilað eins mikið og hann vildi eftir að hann kom til Liverpool en hann hefur þó náð að skora tvö mörk. Hugsanlega fær hann tækifæri að bæta við mörkum í dag. Craig er frá Wales eins og allir vita en hann fylgir ekki Swansea að málum. Hann er frá Cardiff og mun því ekki draga af sér fái hann tækifæri gegn Svönunum!
,,Það er mikilvægt að halda áfram að spila án taps. Ég er ekki að sýna Swansea vanvirðingu en við verðum að vinna svona leiki ef við ætlum að komast í fjögur efstu sætin. "
,,Við misstigum okkar á móti Norwich en miðað við hvernig við spiluðum og hversu mörg færi við fengum þá hefðum við unnið öruggan sigur. Norwich á hrós skilið því þeir gáfust ekki upp og við náðum ekki að ganga frá þeim. Ég held þó að við vinnum Swansea ef við fáum jafn mörg færi gegn þeim."
Craig Bellamy hefur ekki spilað eins mikið og hann vildi eftir að hann kom til Liverpool en hann hefur þó náð að skora tvö mörk. Hugsanlega fær hann tækifæri að bæta við mörkum í dag. Craig er frá Wales eins og allir vita en hann fylgir ekki Swansea að málum. Hann er frá Cardiff og mun því ekki draga af sér fái hann tækifæri gegn Svönunum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan