| Sf. Gutt
TIL BAKA
Forréttindi að vera fulltrúi Liverpool!
Fáir hafa leikið betur á þessari leiktíð en Craig Bellamy. Hann er mættur í annan gang til Liverpool og segir það forréttindi að spila með liðinu sem hann hefur haldið með alla ævi.
,,Það er ekki neinn vafi á því að við erum með gott lið. Við erum hluti af stórkostlegu knattspyrnufélagi. Það eru forréttindi að vera fulltrúi þessa félags en því fylgir ákveðin ábyrgð og það þarf að leika á ákveðinn hátt. Sem betur fer þá hafur verið fullt af leikmönnum sem hafa verðskuldað að leika með þessu félagi."
Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með Craig frá því hann kom frá Manchester City. Hann hefur barist eins og ljón í hverjum einasta leik og leikgleði hefur skinið af honum. En það hefur ekki allt verið dans á rósum og Craig átti erfitt í kjölfar fráfalls Gary Speed vinar síns.
En Craig er búinn að standa sig með sóma og hann er nú næst markahæsti leikmaður Liverpool með fimm mörk auk þess sem hann hefur átt þátt í nokkrum öðrum.
,,Það er ekki neinn vafi á því að við erum með gott lið. Við erum hluti af stórkostlegu knattspyrnufélagi. Það eru forréttindi að vera fulltrúi þessa félags en því fylgir ákveðin ábyrgð og það þarf að leika á ákveðinn hátt. Sem betur fer þá hafur verið fullt af leikmönnum sem hafa verðskuldað að leika með þessu félagi."
Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með Craig frá því hann kom frá Manchester City. Hann hefur barist eins og ljón í hverjum einasta leik og leikgleði hefur skinið af honum. En það hefur ekki allt verið dans á rósum og Craig átti erfitt í kjölfar fráfalls Gary Speed vinar síns.
En Craig er búinn að standa sig með sóma og hann er nú næst markahæsti leikmaður Liverpool með fimm mörk auk þess sem hann hefur átt þátt í nokkrum öðrum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan