Gerum okkar besta
Kannski spilar Craig Bellamy mikilvægara hlutverk í undanúrslitarimmu Liverpool og Manchester City en sumir aðrir. Fyrir utan að hafa leikið frábærlega með Liverpool á leiktíðinni þá hefur hann auðvitað leikið með Manchester City og hann var meira að segja í herbúðum félagsins þegar þetta keppnistímabil hófst. Hann getur því líklega gefið mikilvægar upplýsingar um sína gömlu félaga.
,,Við erum lánsamir nú til dags að geta séð mikið magn af knattspyrnu. Þess vegna vitum við mikið um öll liðin í Úrvalsdeildinni og við vitum heilmikið um City. Ég var líka svo heppinn að spila með þeim svo ég veit eitt og annað um ákveðna leikmenn þeirra."
Liverpool og Manchester City hafa nú þegar leikið báða leiki sína í deildinni. Liðin skildu jöfn 1:1 í Liverpool en Manchester City hafði betur 3:0 á heimavelli sínum í síðustu viku. Craig lék ekki fyrri leikinn en kom við sögu um daginn. Hann telur að Liverpool verði að gera sitt besta til að ná hagstæðum úrslitum í Manchester annað kvöld ætli liðið sér á Wembley.
,,Þetta er tveggja leikja einvígi og við verðum að gera allt til að ná hagstæðum úrslitum svo séum ennþá inni í myndinni. Við eigum seinni leikinn á Anfield og hjá þessu félagi vita menn allt um tveggja leikja rimmur. Ef við verðum með góða stöðu eftir fyrri leikinn og eigum eftir að spila við þá á Anfield tel ég okkur eiga mjög góða möguleika á að komast til Wembley. Hjá þessu félagi er hefð fyrir því að komast í undanúrslit og úrslitaleiki og við verðum að leggja okkur fram um að gera okkar besta og sjá hverju það skilar okkur."
Craig er búinn að láta að sér kveða í Deildarbikarnum hingað til. Hann skoraði fyrra markið í 1:2 sigri á Brighton og lagði svo upp bæði mörk Liverpool þegar liðið vann 0:2 á Stamford Bridge gegn Chelsea. Hann er vonandi ekki búinn að segja sitt síðasta orð í keppninni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni