| Sf. Gutt
TIL BAKA
Í góðum málum!
Craig Bellamy er búinn að vera frábær síðustu vikurnar og hefur sannað að það var snjallræði hjá Kenny Dalglish að fá hann til Liverpool. Craig er bjartsýnn á að Liverpool geti látið rækilega að sér kveða til loka keppnistímabilsins.
,,Við eigum möguleika á að komast í átta liða úrslit í F.A. bikarnum ef við vinnum Brighton, erum komnir í úrslit í Deildarbikarnum, erum fjórum stigum frá fjórða sæti og allir í liðshópnum eru heilir. Við eigum þess vegna góða möguleika á að láta vel til okkar taka og enda keppnistímabilið á jákvæðan hátt."
Craig er búinn að leika geysilega vel síðustu tvo mánuðina og hann skoraði markið sem kom Liverpool endanlega til Wembley þegar Liverpool sló hans gamla félag, Manchester City, út úr Deildarbikarnum.
,,Mér hefur alltaf fundist að það sé bara ábót fyrir mig að skora. Mörkin ráða ekki hvernig ég spila. Markmið mitt er að reyna að vinna og leggja mig eins mikið fram og ég mögulega get. Það er bara ábót ef ég skora eða legg upp mark. Ég legg mesta áherslu á að hjálpa liðinu að vinna leiki því það er mikilvægt. Ég hef aldrei gert í að njóta marka minna sérstaklega. Það er mjög fínt að skora en mér finnst miklu mikilvægara að vinna leiki."
Craig telur Liverpool vera í góðum málum og hann hefur sjálfur lagt mikið til þess að liðið stendur þetta vel á þremur vígstöðvum þó staðan í deildinni mætti vissulega vera betri. Hann mun að minnsta kosti leggja sig allan fram til loka leiktíðar. Hann er nú markahæstur leikmanna Liverpool með níu mörk og næsta víst er að hann mun bæta fleirum við. Sigrar liðsins eru þó fyrir öllu!
,,Við eigum möguleika á að komast í átta liða úrslit í F.A. bikarnum ef við vinnum Brighton, erum komnir í úrslit í Deildarbikarnum, erum fjórum stigum frá fjórða sæti og allir í liðshópnum eru heilir. Við eigum þess vegna góða möguleika á að láta vel til okkar taka og enda keppnistímabilið á jákvæðan hátt."
Craig er búinn að leika geysilega vel síðustu tvo mánuðina og hann skoraði markið sem kom Liverpool endanlega til Wembley þegar Liverpool sló hans gamla félag, Manchester City, út úr Deildarbikarnum.
,,Mér hefur alltaf fundist að það sé bara ábót fyrir mig að skora. Mörkin ráða ekki hvernig ég spila. Markmið mitt er að reyna að vinna og leggja mig eins mikið fram og ég mögulega get. Það er bara ábót ef ég skora eða legg upp mark. Ég legg mesta áherslu á að hjálpa liðinu að vinna leiki því það er mikilvægt. Ég hef aldrei gert í að njóta marka minna sérstaklega. Það er mjög fínt að skora en mér finnst miklu mikilvægara að vinna leiki."
Craig telur Liverpool vera í góðum málum og hann hefur sjálfur lagt mikið til þess að liðið stendur þetta vel á þremur vígstöðvum þó staðan í deildinni mætti vissulega vera betri. Hann mun að minnsta kosti leggja sig allan fram til loka leiktíðar. Hann er nú markahæstur leikmanna Liverpool með níu mörk og næsta víst er að hann mun bæta fleirum við. Sigrar liðsins eru þó fyrir öllu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan