| Heimir Eyvindarson
Craig Bellamy var á dögunum valinn besti leikmaður Liverpool annan mánuðinn í röð. Bellamy segist vera klókari og rólegri en áður - og þar með betri leikmaður.
,,Fólk hefur verið að tala um að ég verði betri með árunum. Ég er allavega ekki frá því að ég sé orðinn heldur klókari leikmaður en ég var áður", segir Bellamy í samtali við Liverpoolfc.tv.
,,Ég hef alltaf lagt hart að mér og hlaupið mikið inni á vellinum. En sum hlaupin voru ekki endilega fyrir liðið, heldur meira fyrir mig sjálfan. Nú skil ég hlutverk mitt betur, hvenær ég þarf að verjast og hjálpa til. Ég verð ekki lengur brjálaður í hvert sinn sem ég fæ ekki boltann!"
,,Mér finnst ég hafa betri yfirsýn yfir leikinn og ég er miklu meiri og betri liðsmaður nú en áður. Þetta tvennt hefur fyrst og fremst gert mig að betri leikmanni."
,,Ég er orðinn 32 ára, en ég er enn í mjög góðu formi. Ég get meðal annars þakkað það öllum hér hjá félaginu. Stjórinn fylgist mjög vel með ástandi mínu og hvílir mig miskunnarlaust ef ástæða þykir til. Ég er þakklátur fyrir það góða aðhald sem ég fæ hér."
Aðspurður um leikinn gegn erkifjendunum í Manchester United segir Bellamy að leikirnir verði ekki mikið stærri. Hann segist einnig hlakka mikið til að spila á Old Trafford. Þar sé gott að vera!
,,Ég hef alltaf haft gaman af því að spila á Old Trafford, grínlaust. Völlurinn er stór, grasmottan er í stærra lagi - sem hentar mínum spilastíl mjög vel. En fyrst og fremst er þetta náttúrlega stórviðburður sem verður hrikalega gaman að taka þátt í."
,,Þegar ég var hér áður þá missti ég af þessum leik. Mig minnir að ég hafi verið meiddur á fæti. En ég vonast til þess að vera með í dag, hvort sem ég verð inná eða á bekknum. Ég mun allavega njóta þess að upplifa stemmninguna. Það er fátt sem jafnast á við leiki milli Liverpool og Man. U."
TIL BAKA
Bellamy með hausinn í lagi

,,Fólk hefur verið að tala um að ég verði betri með árunum. Ég er allavega ekki frá því að ég sé orðinn heldur klókari leikmaður en ég var áður", segir Bellamy í samtali við Liverpoolfc.tv.
,,Ég hef alltaf lagt hart að mér og hlaupið mikið inni á vellinum. En sum hlaupin voru ekki endilega fyrir liðið, heldur meira fyrir mig sjálfan. Nú skil ég hlutverk mitt betur, hvenær ég þarf að verjast og hjálpa til. Ég verð ekki lengur brjálaður í hvert sinn sem ég fæ ekki boltann!"
,,Mér finnst ég hafa betri yfirsýn yfir leikinn og ég er miklu meiri og betri liðsmaður nú en áður. Þetta tvennt hefur fyrst og fremst gert mig að betri leikmanni."
,,Ég er orðinn 32 ára, en ég er enn í mjög góðu formi. Ég get meðal annars þakkað það öllum hér hjá félaginu. Stjórinn fylgist mjög vel með ástandi mínu og hvílir mig miskunnarlaust ef ástæða þykir til. Ég er þakklátur fyrir það góða aðhald sem ég fæ hér."
Aðspurður um leikinn gegn erkifjendunum í Manchester United segir Bellamy að leikirnir verði ekki mikið stærri. Hann segist einnig hlakka mikið til að spila á Old Trafford. Þar sé gott að vera!
,,Ég hef alltaf haft gaman af því að spila á Old Trafford, grínlaust. Völlurinn er stór, grasmottan er í stærra lagi - sem hentar mínum spilastíl mjög vel. En fyrst og fremst er þetta náttúrlega stórviðburður sem verður hrikalega gaman að taka þátt í."
,,Þegar ég var hér áður þá missti ég af þessum leik. Mig minnir að ég hafi verið meiddur á fæti. En ég vonast til þess að vera með í dag, hvort sem ég verð inná eða á bekknum. Ég mun allavega njóta þess að upplifa stemmninguna. Það er fátt sem jafnast á við leiki milli Liverpool og Man. U."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan