| Grétar Magnússon

Craig Bellamy spilar á Ólympíuleikunum

Tilkynnt var í dag hvaða leikmenn frá Bretlandseyjum skipa 18 manna hóp leikmanna fyrir knattspyrnukeppni leikanna.  Craig Bellamy er einn þriggja leikmanna sem eru eldri en aldurstakmark leyfir.

Hinir tveir leikmennirnir eru þeir Ryan Giggs og Micah Richards.  Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna fer fram frá 26. júlí til 11. ágúst og er leikið í Englandi, Skotlandi og Wales.

Bretlandseyjar eru með Úrúgvæ, Senegal og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í riðli.

Sögusagnir hafa einnig verið kreiki um það að Luis Suarez verði einn af þremur úrúgvæjum sem teljast til eldri leikmanna en ekkert hefur ennþá verið staðfest í þeim efnum.  Það skyldi þó aldrei fara svo að þessir liðsfélagar mætist á Ólympíuleikunum.

Annars er breski liðshópurinn, sem Stuart Pearce liðsstjóri valdi, svona í heild sinni.
Markmenn: Jack Butland (England) og Jason Steele (England).

Varnarmenn: Ryan Bertrand (England), Steven Caulker (England), Craig Dawson (England), Micah Richards (England), Danny Rose (England), Neil Taylor (Wales) og James Tomkins (England).

Miðjumenn: Joe Allen (Wales), Tom Cleverley (England), Jack Cork (England), Ryan Giggs (Wales), Aaron Ramsey (Wales) og Scott Sinclair (England).

Sóknarmenn: Craig Bellamy (Wales), Marvin Sordell (England) og Daniel Sturridge (England).





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan