| Grétar Magnússon
Tilkynnt var í dag hvaða leikmenn frá Bretlandseyjum skipa 18 manna hóp leikmanna fyrir knattspyrnukeppni leikanna. Craig Bellamy er einn þriggja leikmanna sem eru eldri en aldurstakmark leyfir.
TIL BAKA
Craig Bellamy spilar á Ólympíuleikunum

Hinir tveir leikmennirnir eru þeir Ryan Giggs og Micah Richards. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna fer fram frá 26. júlí til 11. ágúst og er leikið í Englandi, Skotlandi og Wales.
Bretlandseyjar eru með Úrúgvæ, Senegal og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í riðli.
Sögusagnir hafa einnig verið kreiki um það að Luis Suarez verði einn af þremur úrúgvæjum sem teljast til eldri leikmanna en ekkert hefur ennþá verið staðfest í þeim efnum. Það skyldi þó aldrei fara svo að þessir liðsfélagar mætist á Ólympíuleikunum.
Annars er breski liðshópurinn, sem Stuart Pearce liðsstjóri valdi, svona í heild sinni.
Markmenn: Jack Butland (England) og Jason Steele (England).
Varnarmenn: Ryan Bertrand (England), Steven Caulker (England), Craig Dawson (England), Micah Richards (England), Danny Rose (England), Neil Taylor (Wales) og James Tomkins (England).
Miðjumenn: Joe Allen (Wales), Tom Cleverley (England), Jack Cork (England), Ryan Giggs (Wales), Aaron Ramsey (Wales) og Scott Sinclair (England).
Sóknarmenn: Craig Bellamy (Wales), Marvin Sordell (England) og Daniel Sturridge (England).
Annars er breski liðshópurinn, sem Stuart Pearce liðsstjóri valdi, svona í heild sinni.
Markmenn: Jack Butland (England) og Jason Steele (England).
Varnarmenn: Ryan Bertrand (England), Steven Caulker (England), Craig Dawson (England), Micah Richards (England), Danny Rose (England), Neil Taylor (Wales) og James Tomkins (England).
Miðjumenn: Joe Allen (Wales), Tom Cleverley (England), Jack Cork (England), Ryan Giggs (Wales), Aaron Ramsey (Wales) og Scott Sinclair (England).
Sóknarmenn: Craig Bellamy (Wales), Marvin Sordell (England) og Daniel Sturridge (England).
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan