| Sf. Gutt
TIL BAKA
Craig Bellamy á heimleið
Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo mun Craig Bellamy ganga fljótlega til liðs við Cardiff City. Í frétt blaðsins kemur fram að Craig vilji fara heim til Cardiff, þar sem hann er fæddur, og enda knattspyrnuferil sinn þar.
Markmið hans er að leggja sitt af mörkum til að koma liðinu upp í efstu deild áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann mun líka vilja vera nærri fjölskyldu sinni í Cardiff.
Craig Bellamy kom til Liverpool í annað sinn fyrir ári en hann lék áður leiktíðina 2006/07 með Liverpool. Seinni dvöl hans hjá Liverpool gekk í heild vel og hann varð Deildarbikarmeistari eftir sigur Liverpool á Cardiff! Craig skoraði níu mörk í 37 leikjum á síðasta keppnistímabili og var með betri leikmönnum Liverpool.
Ekkert er enn staðfest í þessu máli en það má yfirleitt vel taka mark á fréttum Liverpool Echo.
Markmið hans er að leggja sitt af mörkum til að koma liðinu upp í efstu deild áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann mun líka vilja vera nærri fjölskyldu sinni í Cardiff.
Craig Bellamy kom til Liverpool í annað sinn fyrir ári en hann lék áður leiktíðina 2006/07 með Liverpool. Seinni dvöl hans hjá Liverpool gekk í heild vel og hann varð Deildarbikarmeistari eftir sigur Liverpool á Cardiff! Craig skoraði níu mörk í 37 leikjum á síðasta keppnistímabili og var með betri leikmönnum Liverpool.
Ekkert er enn staðfest í þessu máli en það má yfirleitt vel taka mark á fréttum Liverpool Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan