| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Brottför Craig Bellamy staðfest
Í dag var staðfest að Craig Bellamy hafi gengið til liðs við sitt heimafélag, Cardiff City á ný. Hann lék þar sem lánsmaður áður en hann kom til Liverpool fyrir ári en var í eigu Manchester City. Þessi vistaskipti hafa legið í loftinu upp á síðkastið og koma í sjálfu sér ekki á óvart.
Craig Bellamy hefur því verið seldur frá Liverpool í annað sinn eftir aðeins eins árs veru en eins og flestir muna kom hann sumarið 2006 og var svo seldur ári síðar. Hann fór þá til West Ham United.
Hann sýndi alltaf mikla ástríðu fyrir Liverpool, sem hann hélt með í æsku, og lagði sig ávallt allan fram. Margir muna til dæmis eftir markinu sem kom félaginu á Wembley, í úrslitaleik Deildarbikarsins, gegn Manchester City á Anfield þegar Craig jafnaði þann leik 2:2 en Liverpool vann fyrri leikinn 0:1 í Manchester.
Í heildina spilaði Craig Bellamy 79 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 18 mörk. Svo merkilega vildi til að Craig skoraði níu mörk á hvorri leiktíð sinni hjá Liverpool. Craig vann tvo titla hjá Liverpool. Hann var Skjaldarhafi 2006 og vann svo Deildarbikarinn núna í ár. Þá hafði Liverpool betur gegn Cardiff eins og allir muna!
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Craig Bellamy alls góðs í framtíðinni.
Hér má sjá myndir af ferli hans hjá félaginu.
Hér er allt það helsta um Craig Bellamy á LFChistory.net.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Craig Bellamy alls góðs í framtíðinni.
Hér má sjá myndir af ferli hans hjá félaginu.
Hér er allt það helsta um Craig Bellamy á LFChistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan