Mark spáir í spilin

West Bromwich Albion v Liverpool
Allra augu munu verða á Liverpool til að sjá hvernig liðið mun spila undir stjórn Brendan Rodgers. En við skulum gera okkur grein fyrir því, ólikt því sem sumir halda, að hann er ekki þangað kominn til að finna upp hjólið. Liverpool hefur alltaf leikið góða knattspyrnu en það brást að ljúka sóknum með mark á síðasta keppnistímabili. Ég held að samvinna Fabio Borini og Luis Suarez sé lykillinn að því hversu hátt liðið kemst í stigatöflunni. Steven Gerrard ætti að geta leikið framar á vellinum og svo eru þeir Joe Allen og Lucas stórgóðir miðjumenn.
Það hefur líka gengið mikið á hjá West Brom í sumar. Það er skrýtið að fyrsta verkefni Steve Clarke sem framkvæmdastjóra eftir að hafa yfirgefið Liverpool, þar sem hann var þjálfari aðalliðsins, verði að stjórna liði sínu á móti því gamla. Ég tel að Steve muni standa sig vel á The Hawthorns. Hann er góður þjálfari, fékk traustan liðshóp í arf frá Roy Hodgson og ætti að ná góðri byrjun hér.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur leikið í efstu deild allt frá leiktíðinni 1962/63.
- Liverpool endaði í áttunda sæti deildarinnar í vor.
- Liverpool náði sæti í Evrópukeppni frá með því að vinna Deildarbikarinn.
- Joordan henderson lék flesta leiki Liverpool á síðustu leiktíð.
- Luis Suarez varð markakóngur hjá Liverpool með fimmtán mörk.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!