| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fánadagur á Górillunni á sunnudaginn
Í tengslum við leik Liverpool og Manchester City, sem fram fer á Anfield, verður fyrsti fánadagur Liverpoolklúbbsins á Íslandi haldinn hátíðlegur á heimavelli klúbbsins, Úrillu Górillunni sem staðsettur er uppi á Stórhöfða. Mikið og margt verður að gerast á fánadeginum og glæsileg verðlaun verða í boði. Meðal þess sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur er:
- Getraun
- Best skreytti einstaklingurinn
- Best skreytti krakkinn
- Best skreytta borðið

Nú er um að gera að dressa sig upp og mæta á svæðið í sínu fínasta Liverpool pússi, mæta tímanlega og taka þátt í að mynda frábæra stemmningu.
Að sjálfsögðu verða sérkjör klúbbsins í boði á svæðinu, hvort sem um ræðir mat eða drykk. Dagskráin sem slík hefst klukkan 14:00 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 15:00. Nú er kjörið tækifæri til að koma saman, eiga góðan dag og enda þetta svo með því að sjá okkar menn hala inn sínum fyrstu 3 stigum í deildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan