| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mikilvægur dagur!
Liverpool mætir Manchester United á sunnudaginn. Það eitt og sér nægir til að daginn teljist merkilegur en að þessu sinni bætist við að Liverpool leikur í fyrsta skipti á Anfield Road frá því sannleikurinn um harmleikinn á Hillsborough kom fram.
Það er því margt sem tengist leiknum og eykur á það rafmagnaða andrúmsloft sem mun ríkja á honum. Brendan Rodgers hafði þetta að segja á blaðamannafundi.
,,Það er auðvitað margt sem tengist leiknum á sunnudaginn. Fyrst og fremst þá fáum við tækifæri til að minnast þess sem skýrslan leiddi í ljós og sýna fjölskyldunum og því fólki sem hefur barist þrotlaust í 23 ár virðingu."
,,Knattspyrnuheimurinn hefur sýnt þessu öllu mikinn stuðning og mörg félög hafa sýnt stuðning sem hefur verið frábært. Núna er komið að okkar tækifæri til þess og það verður okkar helsta verk á Anfield. Þetta er því augljóslega mikilvægur dagur því þetta fólk á skilið að bæði félögin og stuðningsmenn þeirra sýni því virðingu."
,,Ég ætla ekki að sitja hér og segja stuðningsmönnum Liverpool hvernig þeir eiga að haga sér. Framkoma þeirra í gegnum árin fefur verið framúrskarandi. Þetta eru vel upplýstir stuðningsmenn sem bera mannúð fyrir brjósti og þess vegna þarf ég ekkert að ræða það."
Um síðustu helgi var Liverpool og þeim sem eiga um sárt að binda vegna harmleiksins á Hillsborough sýndur stuðningur víða á knattspyrnuvöllum Englands. Ekki þó á Old Trafford þar sem Manchester United mætti Wigan. Lítill hópur stuðningsmanna Manchester United kyrjaði leiðindi í garð Liverpool. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur biðlað í bréfi til stuðningsmanna United um að þeir sýni háttvísi á Anfield á sunnudaginn þegar minningarathöfnin fer fram og eins á meðan á leiknum stendur.
,,Skilaboð Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna sinna eru skýr. Ég er því viss um að þegar fjölskyldunum hefur verið sýnd virðing getur knattspyrnan tekið við. Það er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum í báðum liðum og við hlökkum til leiksins og þess að spila á heimavelli."
,,Það er allt í lagi með sjálfstraustið. Ég hitti leikmenn mína á æfingavellinum á hverjum degi og vinn með þeim sem einstaklingum og í hóp. Það er enginn vafi á því að það býr mikið af hæfileikum í þessum mönnum. Frá ég kom hingað hafa leikmenn þurft að breyta nokkrum atriðum sem ég hef viljað breyta í sambandi við að hafa stjórn á leikjum og halda boltanum. Það sem þeir hafa lagt til og gefið af sér hefur verið stórgott. Við eigum eftir að verða betri og betri eftir því sem líður á leiktíðina. Ég hlakka til leiksins því hann verður mikil prófraun því Manchester United er með frábært lið. Ég og mínir menn hlökkum mikið til."
Það er því margt sem tengist leiknum og eykur á það rafmagnaða andrúmsloft sem mun ríkja á honum. Brendan Rodgers hafði þetta að segja á blaðamannafundi.
,,Það er auðvitað margt sem tengist leiknum á sunnudaginn. Fyrst og fremst þá fáum við tækifæri til að minnast þess sem skýrslan leiddi í ljós og sýna fjölskyldunum og því fólki sem hefur barist þrotlaust í 23 ár virðingu."
,,Knattspyrnuheimurinn hefur sýnt þessu öllu mikinn stuðning og mörg félög hafa sýnt stuðning sem hefur verið frábært. Núna er komið að okkar tækifæri til þess og það verður okkar helsta verk á Anfield. Þetta er því augljóslega mikilvægur dagur því þetta fólk á skilið að bæði félögin og stuðningsmenn þeirra sýni því virðingu."
,,Ég ætla ekki að sitja hér og segja stuðningsmönnum Liverpool hvernig þeir eiga að haga sér. Framkoma þeirra í gegnum árin fefur verið framúrskarandi. Þetta eru vel upplýstir stuðningsmenn sem bera mannúð fyrir brjósti og þess vegna þarf ég ekkert að ræða það."
Um síðustu helgi var Liverpool og þeim sem eiga um sárt að binda vegna harmleiksins á Hillsborough sýndur stuðningur víða á knattspyrnuvöllum Englands. Ekki þó á Old Trafford þar sem Manchester United mætti Wigan. Lítill hópur stuðningsmanna Manchester United kyrjaði leiðindi í garð Liverpool. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur biðlað í bréfi til stuðningsmanna United um að þeir sýni háttvísi á Anfield á sunnudaginn þegar minningarathöfnin fer fram og eins á meðan á leiknum stendur.
,,Skilaboð Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna sinna eru skýr. Ég er því viss um að þegar fjölskyldunum hefur verið sýnd virðing getur knattspyrnan tekið við. Það er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum í báðum liðum og við hlökkum til leiksins og þess að spila á heimavelli."
,,Það er allt í lagi með sjálfstraustið. Ég hitti leikmenn mína á æfingavellinum á hverjum degi og vinn með þeim sem einstaklingum og í hóp. Það er enginn vafi á því að það býr mikið af hæfileikum í þessum mönnum. Frá ég kom hingað hafa leikmenn þurft að breyta nokkrum atriðum sem ég hef viljað breyta í sambandi við að hafa stjórn á leikjum og halda boltanum. Það sem þeir hafa lagt til og gefið af sér hefur verið stórgott. Við eigum eftir að verða betri og betri eftir því sem líður á leiktíðina. Ég hlakka til leiksins því hann verður mikil prófraun því Manchester United er með frábært lið. Ég og mínir menn hlökkum mikið til."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan