Mark spáir í spilin
Um síðustu helgi var á flestum völlum eitthvað gert til að sýna þeim 96 virðingu og aðstandendum þeirra stuðning. Grannarnir á Goodison Park fóru þar fyrir. Það sama var þó ekki gert á Old Trafford og nokkrir þar gátu ekki stillt sig um að vera með leiðindi í garð Liverpool sem þó voru viðsfjarri. Það verður minningarathöfn á Anfield Road og morgun og það verður kallað eftir réttlæti. Sannleikurinn er kominn fram en réttlætið á eftir að ganga fram!
Liverpool v Manchester United
Þetta er, fyrir margra hluta sakir, algjör stórleikur. Aðallega þó vegna þess að þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool frá því nýja Hillsborough skýrslan var opinberuð. Ég held að United muni taka virkan þátt í þeirri athöfn sem verður fyrir leikinn. Ég hef ekki áhyggjur af því stuðningsmenn liðanna muni kyrja eitthvað sem er óviðeigandi því þeir allir skilja mikilvægi þess sem kom fram í skýrslunni.
Um leið og leikurinn hefst verður barist upp á kraft því þannig er það alltaf og ég á von á jöfnum leik. Liverpool getur ekki, fyrir nokkurn mun, skorað um þessar mundir og um það getum við líklega skrifað í hverri viku héðan í frá og fram í janúar þegar opnað verður fyrir félagaskipti.
Vörn United var ekkert sérstaklega traustvekjandi á móti Galatasaray í Meistaradeildinni og þeir misstu boltann oft. Ef satt skal segja þá hefur þetta verið svona alla leiktíðina en þeir unnu á miðvikudaginn og fyrir utan fyrsta leikinn á móti Everton þá hafa þeir unnið alla sína leiki og það þrátt fyrir að hafa ekki spilað vel. Ég held að það viti á gott fyrir þá.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool er í fjórða neðsta sæti fyrir leikinn.
- Liverpool hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum.
- Það er versta byrjun liðsins í deildinni frá því 1911/12 en þá var liðið líka með tvö stig eftir fjóra leiki.
- Fabio Borini er eini leikmaður Liverpool sem hefur tekið þátt í öllum leikjum leiktíðarinnar.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með þrjú mörk.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
Hér má sjá Brendan Rodgers ræða um leikinn.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!