| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sýnum virðingu!
Það verður tilfinningaþrunginn dagur í Liverpool í dag þegar þeirra 96 sem létust á Hillsborough 15. apríl 1989 verður minnst á Anfield Road. Manchester United er í heimsókn og leikmenn þeirra og forráðamenn munu taka þátt í minningarathöfninni. Andrúmsloftið þegar Liverpool og Manchester United mætast er jafnan rafmagnað en í þetta sinn verður virðing vonandi í fyrirrúmi. Steven Gerrard hvetur til þess að allir haldi ró sinni og sýni virðingu. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Liverpool.com.
,,Fólk verður að staldra við. Það er allt í lagi með ríg og að menn skjóti á hvorn annan og þegar leikurinn hefst munu liðin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna hann. En þegar kemur að harmleik þar sem fólk deyr þá verður slíkt miklu mikilvægara en knattspyrna. Það er mikilvægt að stuðningsmennirnir átti sig á þessu og virði það sem fram fer á sunnudaginn og styðji bæði lið á réttan hátt."
,,Mér líður eins og öllum stuðningsmönnunum og öðrum sem tengjast félaginu. Aðdragandi leiksins verður tilfinningaþrunginn allt þar til leikurinn hefst en það er mikilvægt fyrir mig að einbeita mér að leiknum þegar hann byrjar og því sem ég þarf að reyna að gera svo við getum unnið mikilvægan sigur."
,,Síðustu tíu dagarnir eða hálfi mánuðurinn hafa verið tilfinningaþrungnir fyrir alla þá sem tengjast félaginu og ég er viss um að það sama verður uppi á teningnum fyrir leikinn. Þetta er frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn okkar til að fylkja sér að baki okkur og vonandi nær liðið sigri sem hægt verður að tileinka fjölskyldunum."
Þess má geta að frændi Steven Gerrard lést á Hillsborough og því hafa atburðirnir þar beina þýðingu fyrir hann og fjölskyldu hans.
,,Fólk verður að staldra við. Það er allt í lagi með ríg og að menn skjóti á hvorn annan og þegar leikurinn hefst munu liðin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna hann. En þegar kemur að harmleik þar sem fólk deyr þá verður slíkt miklu mikilvægara en knattspyrna. Það er mikilvægt að stuðningsmennirnir átti sig á þessu og virði það sem fram fer á sunnudaginn og styðji bæði lið á réttan hátt."
,,Mér líður eins og öllum stuðningsmönnunum og öðrum sem tengjast félaginu. Aðdragandi leiksins verður tilfinningaþrunginn allt þar til leikurinn hefst en það er mikilvægt fyrir mig að einbeita mér að leiknum þegar hann byrjar og því sem ég þarf að reyna að gera svo við getum unnið mikilvægan sigur."
,,Síðustu tíu dagarnir eða hálfi mánuðurinn hafa verið tilfinningaþrungnir fyrir alla þá sem tengjast félaginu og ég er viss um að það sama verður uppi á teningnum fyrir leikinn. Þetta er frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn okkar til að fylkja sér að baki okkur og vonandi nær liðið sigri sem hægt verður að tileinka fjölskyldunum."
Þess má geta að frændi Steven Gerrard lést á Hillsborough og því hafa atburðirnir þar beina þýðingu fyrir hann og fjölskyldu hans.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan