| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ólán á ólán ofan!
Það verður Liverpool flest til ógæfu í deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir býsna góðan leik tapaði liðið 1:2 fyrir Manchester United á Anfield Road.
Fyrir leikinn var þeirra sem létust á Hillsborough, 15. apríl 1989, minnst á áhrifaríkan hátt og eins var aðstandendum þeirra sýnd virðing og stuðningur. Fulltrúar Liverpool og Manchester United, Ian Rush og Bobby Charlton, komu út á völlinn og Bobby færði Ian blómvönd frá félagi sínu. Þjóðsöngurinn var svo sunginn á meðan fyrirliðarnir Steven Gerrard og Ryan Giggs slepptu 96 blöðrum. Áhrifamikil og falleg athöfn.
Gestirnir hófu leikinn betur og skot Ryan Giggs sveif framhjá vinklinum á 7. mínútu. Eftir þetta má segja að leikmenn Liverpool hafi hrokkið í gang og strax á eftir hinu megin átti Luis Suarez skot sem Anders Lindegaard varði. Liverpool fékk svo horn frá hægri. Jonjo Shelvey sendi hnitmiðað á Steven Gerrard sem hljóp sig frían en skot hans sleikti stöngina. Steven hefði reyndar átt að fá horn því mótherji snerti boltann en ekkert var dæmt. Vel útfært horn og Steven var óheppinn því hann hefði skorað ef hann hefði hitt á markið.
Leikmenn Liverpool fóru vaxandi og náðu æ betri tökum á leiknum en gestirnir ógnuðu lítt enda komust þeir ekkert áleiðis. Sjö mínútum fyrir leikhlé varð Liverpool fyrir miklu áfalli þegar Jonjo Shelvey var rekinn af velli eftir að hann og Jonny Evans renndu sér báðir á boltann. Báðir renndu sér með takkana á undan sér en Jonny lá eftir. Heimamönnum fannst hart dæmt og það má ræða endalaust um hvort rétt hafi verið dæmt. Að minnsta kosti dró Jonny hvergi af sér þegar hann fór í tæklinguna en Jonjo fauk út af.
Leikmenn Liverpool létu þetta ekki sitja sig út af laginu og rétt á eftir var dæmd aukaspyrna á United. Luis tók hans og kom boltanum á rammann en Daninn varði skot hans. Ekkert var markið þegar leikhlé hófst en Liverpool réði ferðinni þegar hingað var komið við sögu.
Fabio Borini varð að fara af velli vegna meiðsla í leikhlé og Brendan Rodgers sendi ungliðann Jesus Fernandez Saez, Suso, til leiks. Paul Scholes kom til leiks hjá gestunum. Liverpool skoraði svo áður en mínúta var liðin af síðari hálfleik. Suso kom strax við sögu. Hann lék glæsilega á Paul sendi fyrir. Glen Johnson náði boltanum og kom honum fyrir á miðjan vítateiginn þar sem Steven Gerrard drap boltann niður með brjóstkassanum og lagði hann svo neðst í hægra hornið. Frábært mark!
Því miður virtust leikmenn Liverpool draga sig til baka fyrst eftir markið og það kostaði að gestirnir jöfnuðu fimm mínútum síðar. Vörn Liverpool var illa á verði vinstra megin, bakvörðurinn Rafael Da Silva fékk boltann og skoraði með góðu bogaskoti stöngina fjær inn.
Liverpool, þótt færri væru, réttu aftur úr sér og hertu tökin. Á 61. mínútu kom Luis sér í skotstöðu utan vítateigs. Skot hans var gott en Anders hinti sér niður til hægri og varði stórvel. Luis, sem var mjög góður, lagði svo fjórum mínútum seinna, boltann fyrir fætur Suso en Anders sló boltann yfir.
Ekkert leit út fyrir annað þegar styttist í leikslok en að jafnt yrði eða þá að Liverpool næði sigri en þá reið ógæfan yfir. Liverpool missti boltann klaufalega á miðjunni. Antonio Valencia fékk boltann og æddi fram. Þeir Daniel Agger og Glen Johnson reyndu að stöðva hann en ekki tókst betur til en að þeir skullu saman. Glen reyndi að ná Antonio þegar kominn var inn í vítateiginn og duttu báðir. Dómarinn dæmdi öllum að óvörum víti og skildi varla nokkur maður í því. Miðað við þennan vítaspyrnudóm hefði Luis getað fengið víti ekki löngu áður þegar varnarmaður sótti að honum. En það var svo sem ekki mikil hætta á að Luis fengi víti í þessum leik!
Vítaspyrnan varð að bíða því Daniel lá enn eftir og var að lokum borinn af velli. Robin Van Persie sást í fyrsta sinn þegar hann tók vítaspyrnuna og náði að skora en naumlega því Jose hafði hönd á boltanum. Liverpool komið undir eins ósanngjarnt og það var nú og níu mínútur eftir til að bjarga málum.
Martin Kelly sem var mjög sterkur í leiknum skallaði rétt framhjá þegar átta mínútur voru eftir og leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu allt til leiksloka. Martin var reyndar farinn meiddur af velli þá og síðustu andartökin voru aðeins níu inn á í rauðum búningum. Hetjuleg framganga en allt kom fyrir ekki eins og svo oft síðasta árið.
Kenny Dalglish var í fyrsta skipti á Anfield frá því hann hætti sem framkvæmdastjóri í vor. Líklega hefur hann kannast við ýmislegt hjá liðinu sínu frá hann stjórnaði því á síðasta keppnistímabili. Góður leikur, góð stjórn á leiknum, góð færi en ekki nóg af mörkum og lánið víðsfjarri! Gamalkunnug stef á ferðinni!
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger (Carragher 80. mín.), Johnson, Gerrard, Allen, Shelvey, Borini (Fernandez Saez 46. mín.), Suarez og Sterling (Henderson 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Enrique, Sahin og Assaidi
Mark Liverpool: Steven Gerrard (46. mín.).
Rautt spjald: Jonjo Shelvey.
Gult spjald: Jose Reina.
Manchester United: Lindegaard, Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Carrick, Giggs, Valencia, Kagawa (Hernandez 81. mín.), Nani (Scholes 46. mín.) og Van Persie. Ónotaðir varamenn: De Gea, Anderson, Welbeck, Cleverley og Buttner.
Mörk Manchester United: Rafael Da Silva (51. mín.) og Robin Van Persie, víti, (81. mín.)
Gul spjöld: Paul Scholes og Robin Van Persie.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,263.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Hann átti frábæran leik og fór fyrir sínum mönnum með dugnaði og elju. Ekki má svo gleyma fallegu marki hans. Steven átti svo sannarlega ekki skilið að vera í tapliði.
Brendan Rodgers: Ég er geysilega vonsvikinn með úrslitin og mér fannst betra liðið tapa. Við stjórnuðum gangi mála og mér fannst leikmennirnir og leikur þeirra framúrskarandi. En það er ekki hægt að stjórna ákvörðunum dómarans. Við réðum stærstum hluta leiksins og jafnvel með tíu menn en ekkert gekk okkur í hag.
Fróðleikur.
- Liverpool er enn án sigurs eftir fimm deildarleiki.
- Liverpool hefur aðeins tvö stig af fimmtán mögulegum.
- Steven Gerrard skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Liverpool tapaði í fyrsta sinn á heimavelli fyrir Manchester United frá því í desember 2007.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Fyrir leikinn var þeirra sem létust á Hillsborough, 15. apríl 1989, minnst á áhrifaríkan hátt og eins var aðstandendum þeirra sýnd virðing og stuðningur. Fulltrúar Liverpool og Manchester United, Ian Rush og Bobby Charlton, komu út á völlinn og Bobby færði Ian blómvönd frá félagi sínu. Þjóðsöngurinn var svo sunginn á meðan fyrirliðarnir Steven Gerrard og Ryan Giggs slepptu 96 blöðrum. Áhrifamikil og falleg athöfn.
Gestirnir hófu leikinn betur og skot Ryan Giggs sveif framhjá vinklinum á 7. mínútu. Eftir þetta má segja að leikmenn Liverpool hafi hrokkið í gang og strax á eftir hinu megin átti Luis Suarez skot sem Anders Lindegaard varði. Liverpool fékk svo horn frá hægri. Jonjo Shelvey sendi hnitmiðað á Steven Gerrard sem hljóp sig frían en skot hans sleikti stöngina. Steven hefði reyndar átt að fá horn því mótherji snerti boltann en ekkert var dæmt. Vel útfært horn og Steven var óheppinn því hann hefði skorað ef hann hefði hitt á markið.
Leikmenn Liverpool fóru vaxandi og náðu æ betri tökum á leiknum en gestirnir ógnuðu lítt enda komust þeir ekkert áleiðis. Sjö mínútum fyrir leikhlé varð Liverpool fyrir miklu áfalli þegar Jonjo Shelvey var rekinn af velli eftir að hann og Jonny Evans renndu sér báðir á boltann. Báðir renndu sér með takkana á undan sér en Jonny lá eftir. Heimamönnum fannst hart dæmt og það má ræða endalaust um hvort rétt hafi verið dæmt. Að minnsta kosti dró Jonny hvergi af sér þegar hann fór í tæklinguna en Jonjo fauk út af.
Leikmenn Liverpool létu þetta ekki sitja sig út af laginu og rétt á eftir var dæmd aukaspyrna á United. Luis tók hans og kom boltanum á rammann en Daninn varði skot hans. Ekkert var markið þegar leikhlé hófst en Liverpool réði ferðinni þegar hingað var komið við sögu.
Fabio Borini varð að fara af velli vegna meiðsla í leikhlé og Brendan Rodgers sendi ungliðann Jesus Fernandez Saez, Suso, til leiks. Paul Scholes kom til leiks hjá gestunum. Liverpool skoraði svo áður en mínúta var liðin af síðari hálfleik. Suso kom strax við sögu. Hann lék glæsilega á Paul sendi fyrir. Glen Johnson náði boltanum og kom honum fyrir á miðjan vítateiginn þar sem Steven Gerrard drap boltann niður með brjóstkassanum og lagði hann svo neðst í hægra hornið. Frábært mark!
Því miður virtust leikmenn Liverpool draga sig til baka fyrst eftir markið og það kostaði að gestirnir jöfnuðu fimm mínútum síðar. Vörn Liverpool var illa á verði vinstra megin, bakvörðurinn Rafael Da Silva fékk boltann og skoraði með góðu bogaskoti stöngina fjær inn.
Liverpool, þótt færri væru, réttu aftur úr sér og hertu tökin. Á 61. mínútu kom Luis sér í skotstöðu utan vítateigs. Skot hans var gott en Anders hinti sér niður til hægri og varði stórvel. Luis, sem var mjög góður, lagði svo fjórum mínútum seinna, boltann fyrir fætur Suso en Anders sló boltann yfir.
Ekkert leit út fyrir annað þegar styttist í leikslok en að jafnt yrði eða þá að Liverpool næði sigri en þá reið ógæfan yfir. Liverpool missti boltann klaufalega á miðjunni. Antonio Valencia fékk boltann og æddi fram. Þeir Daniel Agger og Glen Johnson reyndu að stöðva hann en ekki tókst betur til en að þeir skullu saman. Glen reyndi að ná Antonio þegar kominn var inn í vítateiginn og duttu báðir. Dómarinn dæmdi öllum að óvörum víti og skildi varla nokkur maður í því. Miðað við þennan vítaspyrnudóm hefði Luis getað fengið víti ekki löngu áður þegar varnarmaður sótti að honum. En það var svo sem ekki mikil hætta á að Luis fengi víti í þessum leik!
Vítaspyrnan varð að bíða því Daniel lá enn eftir og var að lokum borinn af velli. Robin Van Persie sást í fyrsta sinn þegar hann tók vítaspyrnuna og náði að skora en naumlega því Jose hafði hönd á boltanum. Liverpool komið undir eins ósanngjarnt og það var nú og níu mínútur eftir til að bjarga málum.
Martin Kelly sem var mjög sterkur í leiknum skallaði rétt framhjá þegar átta mínútur voru eftir og leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu allt til leiksloka. Martin var reyndar farinn meiddur af velli þá og síðustu andartökin voru aðeins níu inn á í rauðum búningum. Hetjuleg framganga en allt kom fyrir ekki eins og svo oft síðasta árið.
Kenny Dalglish var í fyrsta skipti á Anfield frá því hann hætti sem framkvæmdastjóri í vor. Líklega hefur hann kannast við ýmislegt hjá liðinu sínu frá hann stjórnaði því á síðasta keppnistímabili. Góður leikur, góð stjórn á leiknum, góð færi en ekki nóg af mörkum og lánið víðsfjarri! Gamalkunnug stef á ferðinni!
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger (Carragher 80. mín.), Johnson, Gerrard, Allen, Shelvey, Borini (Fernandez Saez 46. mín.), Suarez og Sterling (Henderson 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Enrique, Sahin og Assaidi
Mark Liverpool: Steven Gerrard (46. mín.).
Rautt spjald: Jonjo Shelvey.
Gult spjald: Jose Reina.
Manchester United: Lindegaard, Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Carrick, Giggs, Valencia, Kagawa (Hernandez 81. mín.), Nani (Scholes 46. mín.) og Van Persie. Ónotaðir varamenn: De Gea, Anderson, Welbeck, Cleverley og Buttner.
Mörk Manchester United: Rafael Da Silva (51. mín.) og Robin Van Persie, víti, (81. mín.)
Gul spjöld: Paul Scholes og Robin Van Persie.
Áhorfendur á Anfield Road: 44,263.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Hann átti frábæran leik og fór fyrir sínum mönnum með dugnaði og elju. Ekki má svo gleyma fallegu marki hans. Steven átti svo sannarlega ekki skilið að vera í tapliði.
Brendan Rodgers: Ég er geysilega vonsvikinn með úrslitin og mér fannst betra liðið tapa. Við stjórnuðum gangi mála og mér fannst leikmennirnir og leikur þeirra framúrskarandi. En það er ekki hægt að stjórna ákvörðunum dómarans. Við réðum stærstum hluta leiksins og jafnvel með tíu menn en ekkert gekk okkur í hag.
Fróðleikur.
- Liverpool er enn án sigurs eftir fimm deildarleiki.
- Liverpool hefur aðeins tvö stig af fimmtán mögulegum.
- Steven Gerrard skoraði sitt annað mark á leiktíðinni.
- Liverpool tapaði í fyrsta sinn á heimavelli fyrir Manchester United frá því í desember 2007.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan