| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mikil minningarathöfn á Anfield
Mikil og áhrifarík minningarathöfn fór fram á Anfield Road í dag fyrir leik Liverpool og Manchester United. Fyrir leikinn var þeirra sem létust á Hillsborough, 15. apríl 1989, minnst á áhrifaríkan hátt og eins var aðstandendum þeirra og þeim sem hafa barist fyrir réttlæti sýnd virðing og stuðningur. Fulltrúar Liverpool og Manchester United, Ian Rush og Bobby Charlton, komu út á völlinn og Bobby færði Ian blómvönd frá félagi sínu.
Þjóðsöngurinn var svo sunginn af mikilli tilfinningu á meðan fyrirliðar liðanna Steven Gerrard og Ryan Giggs slepptu 96 blöðrum til himins. Samtímis mynduðu þrjár stúkur á vellinum orðin sannleikurinn, réttlæti og töluna 96. Leikmenn beggja liða gengu til leiks í æfingatreyjum með töluna 96 á bakinu og sýndu saman táknræna samstöðu. Áhrifamikil og falleg athöfn sem lengi verður í minnum höfð.
Hér má sjá ljósmyndir frá minningarathöfninni af Liverpool.com.
Hér má sjá myndskeið frá minningarathöfninni.
Hér má sjá annað myndskeið frá athöfninni.
Þjóðsöngurinn var svo sunginn af mikilli tilfinningu á meðan fyrirliðar liðanna Steven Gerrard og Ryan Giggs slepptu 96 blöðrum til himins. Samtímis mynduðu þrjár stúkur á vellinum orðin sannleikurinn, réttlæti og töluna 96. Leikmenn beggja liða gengu til leiks í æfingatreyjum með töluna 96 á bakinu og sýndu saman táknræna samstöðu. Áhrifamikil og falleg athöfn sem lengi verður í minnum höfð.
Hér má sjá ljósmyndir frá minningarathöfninni af Liverpool.com.
Hér má sjá myndskeið frá minningarathöfninni.
Hér má sjá annað myndskeið frá athöfninni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan