| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool leggja land undir fót og halda til Norwich í 6. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Leikurinn byrjar kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Bæði lið hafa ekki verið iðinn við kolann í stigasöfnun það sem af er tímabili og hafa ekki náð að vinna leik í deildinni. Norwich eru með 3 stig eftir þrjú jafntefli og tvö töp en Liverpool með 2 stig eftir 2 jafntefli og 3 töp.
Flestir þeir sem hafa horft á liðið spila undanfarnar vikur ættu nú að sjá batamerki á leik liðsins og ljóst er að leikmenn eru hægt og bítandi að tileinka sér það sem Brendan Rodgers vill að þeir geri inná vellinum. En betur má ef duga skal og það sem gildir í knattspyrnu er að nýta færin og skora mörk og þar verða leikmenn að bæta sig. Eftir góðan útisigur á West Bromwich Albion í vikunni í deildarbikarnum er þó óskandi að úrslitin fari batnandi.
Norwich - Liverpool
Norwich voru eilítið óheppnir að fá ekkert út úr leiknum við Newcastle um síðustu helgi og þeir brugðust vel við eftir að hafa lent undir.
Þeir reyndu hvað þeir gátu en stjóri þeirra, Chris Hughton verður að ákveða hvort hann ætlar að spila með einn eða tvo frammi því hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá félaginu á tímabilinu og liðið aðeins skorað tvö mörk, því gæti verið kominn tími til að breyta hlutunum.
Ef maður væri Hughton gæti maður hugsað sem svo að útileikirnir eru að tapast og mörkin ekki að flæða og því, í stað þess að leggja áherslu á vörnina, væri þess vegna ástæða til að setja meiri þunga í sóknina.
Ég get séð Norwich valda Liverpool vandræðum á laugardaginn, sérstaklega ef Grant Holt spilar, vegna þess að þeir rauðu verða líklega án Daniel Agger og Martin Kelly er klárlega ekki með.
Þetta gæti verið dagurinn sem Hughton kannar það af alvöru hversu Liverpool eru sterkir varnarlega og því er freistandi að spila Steve Morison með Holt.
Líkt og með Hughton er Brendan Rodgers enn án sigurs í deildinni á tímabilinu og ég get ekki séð að stjórarnir vilji spila uppá jafntefli. Þetta ætti að verða opinn leikur en liðin þurfa að sætta sig við sitthvort stigið.
Spá: 1-1
Fróðleikur:
- Liverpool er í þriðja neðsta sæti, og þar með fallsæti fyrir leikinn.
- Norwich er sæti ofar.
- Liðin mættust síðast á Carrow Road í apríl síðastliðnum og þar sigruðu Liverpool 3-0 með mörkum frá Luis Suarez og muna margir eftir þriðja markinu sem Suarez skoraði nánast frá miðju.
- Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í október í fyrra.
- Jonjo Shelvey tekur út leik númer tvö í banni eftir rauða spjaldið gegn Manchester United.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan