| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fyrsti sigurinn í höfn
Liverpool vann sinn fyrsta sigur í deildinni á þessari leiktíð í dag. Liðið mætti Norwich á Carrow Road og lokatölurnar urðu 5-2 fyrir okkar menn.
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og eftir rúma mínútu hafði Luis Suarez skorað fyrsta mark leiksins, eftir laglega sókn. Staðan 0-1.
Á 8. mínútu voru heimamenn óheppnir að jafna ekki leikinn en þá varði Reina skot Simeon Jackson í stöngina. Liverpool var þó mun meira með boltann og miklu betri aðilinn í leiknum.
Á 22. mínútu gerðist kunnuglegur atburður, en þá var brotið á Luis Suarez inni í vítateig og allir nema dómarinn sáu að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu. Orðsporið vinnur vissulega ekki með okkar manni, en þetta fer að verða full mikið af því góða.
Simeon Jackson átti skot framhjá og yfir eftir snarpa sókn heimamanna fjórum mínútum síðar. Heimamenn minntu á sig af og til, en Liverpool hafði áfram yfirburði á öllum sviðum fótboltans.
Á 33. mínútu átti Suarez frábæra sendingu inn fyrir vörnina á kollinn á Steven Gerrard, en fyrirliðinn náði ekki að stýra boltanum fram hjá Ruddy í marki Norwich.
Fjórum mínútum síðar hefði Suarez átt að skora annað mark leiksins þegar hann komst einn gegn Ruddy, en Úrúgvæinn renndi boltanum hárfínt framhjá.
Stuðningsmenn Norwich fyrir aftan mark heimamanna voru enn að gera grín að Suarez fyrir að klúðra færinu þegar hann náði boltanum af Michael Turner varnarmanni heimamanna og skaut föstu utanfótarskoti með hægri fæti í bláhornið. Staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn og útlitið bjart á Carrow Road.
Leon Barnett, sá hinn sami og tók Suarez niður í teignum á 22. mínútu fékk að líta gula spjaldið á 39. mínútu fyrir ljótt brot á Úrúgvæanum. Barnett í rauninni stálheppinn að hanga ennþá inn á vellinum eftir framgang sinn í vörninni það sem af er leiknum. Hugsar trúlega fallega til Mike Jones dómara þegar hann leggst á koddann í kvöld.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Raheem Sterling sæmilegt færi en tókst ekki að nýta það. Staðan í hálfleik 0-2.
Seinni hálfleikur fór af stað með miklum látum. Heimamenn ruddust í sókn og Snodgrass var ótrúlegur klaufi að skora ekki þegar boltinn barst til hans fyrir opnu Liverpool markinu. Þar skall hurð svo sannarlega nærri hælum.
Aðeins örfáum andartökum síðar skoraði Liverpool sitt þriðja mark og slökkti þar með endanlega vonir kanarífuglanna um að fá eitthvað út úr leiknum. Þar var að verki Nuri Sahin eftir gott samspil við Sterling og Suarez. Staðan 0-3 og allt í sóma. Á 57. mínútu fullkomnaði Luis Suarez síðan þrennuna þegar hann renndi boltanum glæsilega í fjærhornið eftir sendingu frá Sahin. Staðan orðin 0-4 og úrslitin endanlega ráðin.
Á 61. mínútu átti Russell Martin hörkuskot nokkurnveginn beint á Pepe Reina sem náði ekki að halda boltanum. Boltinn barst út í teig fyrir fætur Steve Morison sem skoraði fyrir heimamenn og minnkaði muninn í 1-4. Heldur klaufalegt hjá Reina.
Á 68. mínútu átti Liverpool enn eina stórsóknina. Hún endaði með því að Steling renndi boltanum á Gerrard sem þrumaði boltanum í Leon Barnett og þaðan í netið. Ruddy kom engum vörnum við. Staðan 1-5.
Á 87. mínútu gerði Martin Skrtel sig sekan um algert einbeitingarleysi í vörninni og í kjölfarið skoraði Grant Holt annað mark Norwich. Staðan 2-5 og 3 mínútur eftir af leiknum.
Stuðningsmenn Liverpool voru um þetta leyti farnir að syngja sigursöngva enda ánægðir með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í dag. Liðið lék oft á tíðum glimrandi fótbolta og sigurinn var síst of stór. Sérstaklega þegar litið er til þess að vel hefði mátt koma í veg fyrir bæði mörk heimamanna.
Norwich: Ruddy, Barnett, Turner, Martin, Garrido, Surman (Hoolahan 56. mín.), Howson, Johnson, Snodgrass, Jackson (Holt 46. mín.) og Morison (Tettey 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Tierney, E.Bennett, R.Bennett og Bunn.
Mörk Norwich: Steve Morison á 61. mínútu og Grant Holt á 87. mínútu.
Gult spjald: Leon Barnett.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson (Carragher 73. mín.), Allen, Sahin (Henderson 66. mín.), Fernandez Saez (Assaidi 59. mínútu), Gerrard, Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Downing, Coates og Borini.
Mörk Liverpool: Luis Suarez á 2., 38. og 57. mínútu., Nuri Sahin á 47. mínútu og Steven Gerrard á 68. mínútu.
Áhorfendur á Carrow Road: 26,831.
Maður leiksins: Það er ekki erfitt að velja mann leiksins að þessu sinni. Þrátt fyrir að margir leikmenn Liverpool hafi átt prýðisgóðan leik í dag er engin spurning að Luis Suarez var maður leiksins. Hann skoraði þrennu, átti eina stoðsendingu og hefði með réttu átt að fá víti. Frábær leikur hjá Úrúgvæanum sem var stöðugt ógnandi. Ekki síst er vert að hrósa honum fyrir hvað hann kvartaði lítið yfir dómgæslunni í dag. Það læðist að manni sá grunur að Rodgers hafi beðið hann að draga úr tuðinu.
Brendan Rodgers: Ég er virkilega ánægður með sigurinn í dag og einnig með okkar leik. Ég get ekki sagt að frammistaðan hafi komið á óvart, við höfum spilað vel í deildinni í vetur ef frá er talinn leikurinn gegn Arsenal og kaflinn í leiknum gegn WBA þar sem við vorum manni færri. Suarez var frábær í dag og sýndi mikinn karakter í öðru markinu, þegar hann bætti umsvifalaust fyrir slæmt klúður nokkrum andartökum áður. Það er dæmigert fyrir Suarez. Hann er alltaf að.
Fróðleikur.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á leiktíðinni
- Nuri Sahin skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.
- Luis Suarez komst á spjöld sögunnar í dag en hann er fyrsti leikmaður Liverpool sem skorar þrennu í tveimur útileikjum í röð gegn sama félagi, en eins og menn muna skoraði hann líka þrennu á Carrow Road á síðustu leiktíð.
- Norwich hefur ekki enn unnið deildarleik á þessari leiktíð.
- Liverpool virðist hafa ágætt tak á Norwich. Þetta var fimmti sigur Liverpool á Kanarífuglunum í síðustu sex leikjum. Jafnteflisleikurinn á Anfield í fyrra var raunar eini leikurinn milli félaganna síðustu 18 árin sem Liverpool hefur ekki unnið.
- Luis Suarez lék í dag sinn 50. deildarleik fyrir Liverpool. Þessi tímamótaleikur mun væntanlega seint líða honum úr minni.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og eftir rúma mínútu hafði Luis Suarez skorað fyrsta mark leiksins, eftir laglega sókn. Staðan 0-1.
Á 8. mínútu voru heimamenn óheppnir að jafna ekki leikinn en þá varði Reina skot Simeon Jackson í stöngina. Liverpool var þó mun meira með boltann og miklu betri aðilinn í leiknum.
Á 22. mínútu gerðist kunnuglegur atburður, en þá var brotið á Luis Suarez inni í vítateig og allir nema dómarinn sáu að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu. Orðsporið vinnur vissulega ekki með okkar manni, en þetta fer að verða full mikið af því góða.
Simeon Jackson átti skot framhjá og yfir eftir snarpa sókn heimamanna fjórum mínútum síðar. Heimamenn minntu á sig af og til, en Liverpool hafði áfram yfirburði á öllum sviðum fótboltans.
Á 33. mínútu átti Suarez frábæra sendingu inn fyrir vörnina á kollinn á Steven Gerrard, en fyrirliðinn náði ekki að stýra boltanum fram hjá Ruddy í marki Norwich.
Fjórum mínútum síðar hefði Suarez átt að skora annað mark leiksins þegar hann komst einn gegn Ruddy, en Úrúgvæinn renndi boltanum hárfínt framhjá.
Stuðningsmenn Norwich fyrir aftan mark heimamanna voru enn að gera grín að Suarez fyrir að klúðra færinu þegar hann náði boltanum af Michael Turner varnarmanni heimamanna og skaut föstu utanfótarskoti með hægri fæti í bláhornið. Staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn og útlitið bjart á Carrow Road.
Leon Barnett, sá hinn sami og tók Suarez niður í teignum á 22. mínútu fékk að líta gula spjaldið á 39. mínútu fyrir ljótt brot á Úrúgvæanum. Barnett í rauninni stálheppinn að hanga ennþá inn á vellinum eftir framgang sinn í vörninni það sem af er leiknum. Hugsar trúlega fallega til Mike Jones dómara þegar hann leggst á koddann í kvöld.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Raheem Sterling sæmilegt færi en tókst ekki að nýta það. Staðan í hálfleik 0-2.
Seinni hálfleikur fór af stað með miklum látum. Heimamenn ruddust í sókn og Snodgrass var ótrúlegur klaufi að skora ekki þegar boltinn barst til hans fyrir opnu Liverpool markinu. Þar skall hurð svo sannarlega nærri hælum.
Aðeins örfáum andartökum síðar skoraði Liverpool sitt þriðja mark og slökkti þar með endanlega vonir kanarífuglanna um að fá eitthvað út úr leiknum. Þar var að verki Nuri Sahin eftir gott samspil við Sterling og Suarez. Staðan 0-3 og allt í sóma. Á 57. mínútu fullkomnaði Luis Suarez síðan þrennuna þegar hann renndi boltanum glæsilega í fjærhornið eftir sendingu frá Sahin. Staðan orðin 0-4 og úrslitin endanlega ráðin.
Á 61. mínútu átti Russell Martin hörkuskot nokkurnveginn beint á Pepe Reina sem náði ekki að halda boltanum. Boltinn barst út í teig fyrir fætur Steve Morison sem skoraði fyrir heimamenn og minnkaði muninn í 1-4. Heldur klaufalegt hjá Reina.
Á 68. mínútu átti Liverpool enn eina stórsóknina. Hún endaði með því að Steling renndi boltanum á Gerrard sem þrumaði boltanum í Leon Barnett og þaðan í netið. Ruddy kom engum vörnum við. Staðan 1-5.
Á 87. mínútu gerði Martin Skrtel sig sekan um algert einbeitingarleysi í vörninni og í kjölfarið skoraði Grant Holt annað mark Norwich. Staðan 2-5 og 3 mínútur eftir af leiknum.
Stuðningsmenn Liverpool voru um þetta leyti farnir að syngja sigursöngva enda ánægðir með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í dag. Liðið lék oft á tíðum glimrandi fótbolta og sigurinn var síst of stór. Sérstaklega þegar litið er til þess að vel hefði mátt koma í veg fyrir bæði mörk heimamanna.
Norwich: Ruddy, Barnett, Turner, Martin, Garrido, Surman (Hoolahan 56. mín.), Howson, Johnson, Snodgrass, Jackson (Holt 46. mín.) og Morison (Tettey 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Tierney, E.Bennett, R.Bennett og Bunn.
Mörk Norwich: Steve Morison á 61. mínútu og Grant Holt á 87. mínútu.
Gult spjald: Leon Barnett.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson (Carragher 73. mín.), Allen, Sahin (Henderson 66. mín.), Fernandez Saez (Assaidi 59. mínútu), Gerrard, Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Downing, Coates og Borini.
Mörk Liverpool: Luis Suarez á 2., 38. og 57. mínútu., Nuri Sahin á 47. mínútu og Steven Gerrard á 68. mínútu.
Áhorfendur á Carrow Road: 26,831.
Maður leiksins: Það er ekki erfitt að velja mann leiksins að þessu sinni. Þrátt fyrir að margir leikmenn Liverpool hafi átt prýðisgóðan leik í dag er engin spurning að Luis Suarez var maður leiksins. Hann skoraði þrennu, átti eina stoðsendingu og hefði með réttu átt að fá víti. Frábær leikur hjá Úrúgvæanum sem var stöðugt ógnandi. Ekki síst er vert að hrósa honum fyrir hvað hann kvartaði lítið yfir dómgæslunni í dag. Það læðist að manni sá grunur að Rodgers hafi beðið hann að draga úr tuðinu.
Brendan Rodgers: Ég er virkilega ánægður með sigurinn í dag og einnig með okkar leik. Ég get ekki sagt að frammistaðan hafi komið á óvart, við höfum spilað vel í deildinni í vetur ef frá er talinn leikurinn gegn Arsenal og kaflinn í leiknum gegn WBA þar sem við vorum manni færri. Suarez var frábær í dag og sýndi mikinn karakter í öðru markinu, þegar hann bætti umsvifalaust fyrir slæmt klúður nokkrum andartökum áður. Það er dæmigert fyrir Suarez. Hann er alltaf að.
Fróðleikur.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á leiktíðinni
- Nuri Sahin skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.
- Luis Suarez komst á spjöld sögunnar í dag en hann er fyrsti leikmaður Liverpool sem skorar þrennu í tveimur útileikjum í röð gegn sama félagi, en eins og menn muna skoraði hann líka þrennu á Carrow Road á síðustu leiktíð.
- Norwich hefur ekki enn unnið deildarleik á þessari leiktíð.
- Liverpool virðist hafa ágætt tak á Norwich. Þetta var fimmti sigur Liverpool á Kanarífuglunum í síðustu sex leikjum. Jafnteflisleikurinn á Anfield í fyrra var raunar eini leikurinn milli félaganna síðustu 18 árin sem Liverpool hefur ekki unnið.
- Luis Suarez lék í dag sinn 50. deildarleik fyrir Liverpool. Þessi tímamótaleikur mun væntanlega seint líða honum úr minni.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan