| Sf. Gutt
Luis lét sig reyndar falla í leiknum svo skömm var af en það fór lítið fyrir því í umræðunni að hann fékk heldur betur að finna fyrir því hjá leikmönnum Stoke. Í upphafi leiks tróð til að mynda Robert Huth, varnarmaður Stoke, á honum. Þjóðverjinn fékk ekki spjald og slapp við refsingu eftir leik sem hefði líklega verið hægt að viðhafa.
Næstur til að láta Luis fá það óþvegið var Jim Boyce framámaður í Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hann stimplaði Luis sem svindlara og líkti leikaraskap í kanttspyrnunni við krabbamein. Reyndar var með ólíkindum að svo mikill áhrifamaður taki einn leikmann fyrir á þennan hátt. Nú síðast í dag bættist Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, í flokk þeirra sem hafa fordæmt Luis fyrir leikaraskap og svindl. Vissulega má taka undir það með þeim sem fordæma leikaraskap í knattspyrnu að hann er óþolandi. Hann er það fullkomlega og þá er sama hvort Luis Suarez eða einhver annar á í hlut!
Brendan Rodgers kom sínum manni til varnar eftir leikinn gegn Stoke en fordæmdi um leið leikaraskap. Hann lagði þó áherslu að svo virtist sem aðrar reglur gildi um Luis en aðra leikmenn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Brendan bendir á þetta núna í haust og reyndar eru margir sammála honum því ekki hefur nú Luis fengið mikið dæmt sér í hag á þessari leiktíð. Sumir telja að hann hafi átt að fá minnsta kosti þrjár vítaspyrnur það sem af er.
Luis sjálfur reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér fyrir helgina og sagði að sér væri alveg sama hvað aðrir fjösuðu um hann. Það eina sem hann hugsaði um væri að standa sig inni á knattspyrnuvellinum. Forráðamenn knattspyrnusambands Úrúgvæ létu líka til sín heyra og gagnrýndu Jim Boyce fyrir gagnrýni sína!
Ekki má svo gleyma því að Luis Suarez fékk átta leikja leikbann, á síðustu leiktíð, fyrir ,,ósannað" kynþáttaníð þar sem hann var dæmdur eftir að hans orð þóttu ótrúverðugari en Patrice Evra leikmanns Manchester United. Enginn annar var vitni af orðaskiptum þeirra. Nú í haust fékk svo John Terry, fyrirliði Chelsea, fjögurra leikja bann, frá Enska knattspyrnusambandinu, fyrir orð sem hann lét falla í garð Anton Ferdinand leikmanns Q.P.R. Þau orð John beindust gegn litarhætti Anton og ekki vantaði vitnin í það skiptið! Reyndar var John sýknaður fyrir almennum dómstóli í sumar en knattspyrnusambandið kærði hann líka enda ekki annað hægt eftir hvernig það tók á málum Luis.
Tekið skal fram að hér er alls ekki verið að bera í bætifláka fyrir það sem Luis hefur gert og ekki verið til sóma. Sjálfum finnst mér að dæma eigi menn í svo sem tveggja leikja bann eftir á þegar þeir verða sannanlega uppvísir af leikaraskap sem ekki sést til í leik. En sitt sýnist hverjum og hver og einn verður að mynda sér skoðun í þessu öllu.
TIL BAKA
Sitt sýnist hverjum
Luis lét sig reyndar falla í leiknum svo skömm var af en það fór lítið fyrir því í umræðunni að hann fékk heldur betur að finna fyrir því hjá leikmönnum Stoke. Í upphafi leiks tróð til að mynda Robert Huth, varnarmaður Stoke, á honum. Þjóðverjinn fékk ekki spjald og slapp við refsingu eftir leik sem hefði líklega verið hægt að viðhafa.
Næstur til að láta Luis fá það óþvegið var Jim Boyce framámaður í Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hann stimplaði Luis sem svindlara og líkti leikaraskap í kanttspyrnunni við krabbamein. Reyndar var með ólíkindum að svo mikill áhrifamaður taki einn leikmann fyrir á þennan hátt. Nú síðast í dag bættist Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, í flokk þeirra sem hafa fordæmt Luis fyrir leikaraskap og svindl. Vissulega má taka undir það með þeim sem fordæma leikaraskap í knattspyrnu að hann er óþolandi. Hann er það fullkomlega og þá er sama hvort Luis Suarez eða einhver annar á í hlut!
Brendan Rodgers kom sínum manni til varnar eftir leikinn gegn Stoke en fordæmdi um leið leikaraskap. Hann lagði þó áherslu að svo virtist sem aðrar reglur gildi um Luis en aðra leikmenn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Brendan bendir á þetta núna í haust og reyndar eru margir sammála honum því ekki hefur nú Luis fengið mikið dæmt sér í hag á þessari leiktíð. Sumir telja að hann hafi átt að fá minnsta kosti þrjár vítaspyrnur það sem af er.
Luis sjálfur reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér fyrir helgina og sagði að sér væri alveg sama hvað aðrir fjösuðu um hann. Það eina sem hann hugsaði um væri að standa sig inni á knattspyrnuvellinum. Forráðamenn knattspyrnusambands Úrúgvæ létu líka til sín heyra og gagnrýndu Jim Boyce fyrir gagnrýni sína!
Ekki má svo gleyma því að Luis Suarez fékk átta leikja leikbann, á síðustu leiktíð, fyrir ,,ósannað" kynþáttaníð þar sem hann var dæmdur eftir að hans orð þóttu ótrúverðugari en Patrice Evra leikmanns Manchester United. Enginn annar var vitni af orðaskiptum þeirra. Nú í haust fékk svo John Terry, fyrirliði Chelsea, fjögurra leikja bann, frá Enska knattspyrnusambandinu, fyrir orð sem hann lét falla í garð Anton Ferdinand leikmanns Q.P.R. Þau orð John beindust gegn litarhætti Anton og ekki vantaði vitnin í það skiptið! Reyndar var John sýknaður fyrir almennum dómstóli í sumar en knattspyrnusambandið kærði hann líka enda ekki annað hægt eftir hvernig það tók á málum Luis.
Tekið skal fram að hér er alls ekki verið að bera í bætifláka fyrir það sem Luis hefur gert og ekki verið til sóma. Sjálfum finnst mér að dæma eigi menn í svo sem tveggja leikja bann eftir á þegar þeir verða sannanlega uppvísir af leikaraskap sem ekki sést til í leik. En sitt sýnist hverjum og hver og einn verður að mynda sér skoðun í þessu öllu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan