| Grétar Magnússon
Rodgers sagði að læknaliðið muni skoða stöðuna á Pepe Reina betur á morgun og taka þá ákvörðun um hvort hann geti spilað á laugardaginn. Eins og komið hefur fram áður þá fann Reina til í vöðva aftaní læri í hálfleiksupphitun gegn Frökkum á þriðjudagskvöldið.
Rodgers sagði: ,,Við munum bíða í 24 tíma og sjá hvernig hann er þá. Þetta er ekkert alvarlegt - hann fann bara aðeins til aftaní læri í hálfleik. Ég hitti hann hér í gærkvöldi klukkan rúmlega 7. Allir leikmenn þurftu að koma hingað í smá skoðun áður en þeir gátu farið heim. Við skoðuðum hann og hann var skannaður í morgun. Við munum svo meta áhættuna með þetta á næstu 1-2 sólarhringum."
,,Ég held að nokkrir Spánverjar hafi meiðst í þessum leik. Ég held að völlurinn hafi ekki verið í góðu standi og nokkrir áttu við vöðvameiðsli að stríða eftir leik. Ég ræddi við Pepe í gærkvöldi og hann fær nánast aldrei svona meiðsli, en vonandi reynist þetta ekki alvarlegt. Hann hefur verið frábær síðan ég kom hingað. Hann er drengur góður og einn af bestu markvörðunum í þessari deild."
,,En ef hann getur ekki spilað þá mun Brad Jones koma inn, hann hefur bætt sig mjög mikið síðan í byrjun tímabils og æfir af kappi. Þannig að ef Pepe getur ekki spilað þá erum við með varamarkvörð sem getur komið inn og staðið sig vel, það er ég viss um."
Jose Reina var einn af mörgum leikmönnum félagsins sem var á ferðinni með landsliði sínu en Rodgers er fullviss um að engir aðrir leikmenn hafi meiðst í þessum leikjum.
Hann bætti við: ,,Þeir eru allir í góðu lagi. Luis og Sebastian Coates eru ekki enn komnir til baka vegna þess að ferðalag þeirra er langt. Þeir voru að spila í mikill hæð í Bólivíu og þeir koma hingað síðar í dag. Fyrir utan það, þá hef ég rætt við Steven og Glen í morgun. Þeir komu til baka snemma í morgun og eru að jafna sig. Daniel Agger og Martin (Skrtel) eru einnig að jafna sig."
,,Það var frábært fyrir Jonjo að ferðast með aðalliði Englands og fá tækifæri til að spila með þeim sinn fyrsta leik. Andrúmsloftið innan okkar herbúða er mjög mjög gott og okkur hlakkar mikið til þess að komast aftur í gírinn um helgina."
Fyrr í vikunni var staðfest að Fabio Borini verði frá í allt að þrjá mánuði vegna aðgerðar til að laga brákað bein í fæti. Rodgers er viss um að hann muni geta fyllt skarð Borini í fjarveru hans.
Hann sagði: ,,Það er ekkert sem við getum gert. Ég er með marga hæfileikaríka leikmenn hér og ef það kemur eitthvað fyrir þá verð ég í versta falli að stokka eitthvað upp í liðinu."
,,Þetta eru auðvitað vonbrigði. Hann er ungur leikmaður sem við höfum trú á að geti vaxið hér sem leikmaður. Það sem er svolítið sérstakt í þessu er að þetta er þriðja árið í röð sem hann meiðist í október og er í þrjá mánuði frá. Á síðasta tímabili hjá Roma, meiddist hann aftaní læri og var frá í þrjá mánuði og tímabilið þar á undan meiddist hann á öxl og var í burtu í þrjá mánuði. Kannski gefum við honum bara frí í október á næsta ári!"
,,Þetta er ekki ákjósanleg staða en þetta eru spilin sem við erum með á hendi. Ég er með stórkostlega leikmenn hér sem hafa staðið sig mjög vel í öllum leikjum hingað til. Við erum fáliðaðir, við getum ekki neitað því, en þetta er það sem við höfum og við munum bara reyna að gera það besta úr þessu og einbeita okkur að góðum úrslitum og góðri frammistöðu."
TIL BAKA
Fréttir eftir landsleikjahlé
Brendan Rodgers var á blaðamannafundi fyrr í dag vegna leiksins við Reading á laugardaginn kemur. Hann sagði frá stöðu mála varðandi þá leikmenn sem komu til baka eftir landsleikina.
Rodgers sagði að læknaliðið muni skoða stöðuna á Pepe Reina betur á morgun og taka þá ákvörðun um hvort hann geti spilað á laugardaginn. Eins og komið hefur fram áður þá fann Reina til í vöðva aftaní læri í hálfleiksupphitun gegn Frökkum á þriðjudagskvöldið.
Rodgers sagði: ,,Við munum bíða í 24 tíma og sjá hvernig hann er þá. Þetta er ekkert alvarlegt - hann fann bara aðeins til aftaní læri í hálfleik. Ég hitti hann hér í gærkvöldi klukkan rúmlega 7. Allir leikmenn þurftu að koma hingað í smá skoðun áður en þeir gátu farið heim. Við skoðuðum hann og hann var skannaður í morgun. Við munum svo meta áhættuna með þetta á næstu 1-2 sólarhringum."
,,Ég held að nokkrir Spánverjar hafi meiðst í þessum leik. Ég held að völlurinn hafi ekki verið í góðu standi og nokkrir áttu við vöðvameiðsli að stríða eftir leik. Ég ræddi við Pepe í gærkvöldi og hann fær nánast aldrei svona meiðsli, en vonandi reynist þetta ekki alvarlegt. Hann hefur verið frábær síðan ég kom hingað. Hann er drengur góður og einn af bestu markvörðunum í þessari deild."
,,En ef hann getur ekki spilað þá mun Brad Jones koma inn, hann hefur bætt sig mjög mikið síðan í byrjun tímabils og æfir af kappi. Þannig að ef Pepe getur ekki spilað þá erum við með varamarkvörð sem getur komið inn og staðið sig vel, það er ég viss um."
Jose Reina var einn af mörgum leikmönnum félagsins sem var á ferðinni með landsliði sínu en Rodgers er fullviss um að engir aðrir leikmenn hafi meiðst í þessum leikjum.
Hann bætti við: ,,Þeir eru allir í góðu lagi. Luis og Sebastian Coates eru ekki enn komnir til baka vegna þess að ferðalag þeirra er langt. Þeir voru að spila í mikill hæð í Bólivíu og þeir koma hingað síðar í dag. Fyrir utan það, þá hef ég rætt við Steven og Glen í morgun. Þeir komu til baka snemma í morgun og eru að jafna sig. Daniel Agger og Martin (Skrtel) eru einnig að jafna sig."
,,Það var frábært fyrir Jonjo að ferðast með aðalliði Englands og fá tækifæri til að spila með þeim sinn fyrsta leik. Andrúmsloftið innan okkar herbúða er mjög mjög gott og okkur hlakkar mikið til þess að komast aftur í gírinn um helgina."
Fyrr í vikunni var staðfest að Fabio Borini verði frá í allt að þrjá mánuði vegna aðgerðar til að laga brákað bein í fæti. Rodgers er viss um að hann muni geta fyllt skarð Borini í fjarveru hans.
Hann sagði: ,,Það er ekkert sem við getum gert. Ég er með marga hæfileikaríka leikmenn hér og ef það kemur eitthvað fyrir þá verð ég í versta falli að stokka eitthvað upp í liðinu."
,,Þetta eru auðvitað vonbrigði. Hann er ungur leikmaður sem við höfum trú á að geti vaxið hér sem leikmaður. Það sem er svolítið sérstakt í þessu er að þetta er þriðja árið í röð sem hann meiðist í október og er í þrjá mánuði frá. Á síðasta tímabili hjá Roma, meiddist hann aftaní læri og var frá í þrjá mánuði og tímabilið þar á undan meiddist hann á öxl og var í burtu í þrjá mánuði. Kannski gefum við honum bara frí í október á næsta ári!"
,,Þetta er ekki ákjósanleg staða en þetta eru spilin sem við erum með á hendi. Ég er með stórkostlega leikmenn hér sem hafa staðið sig mjög vel í öllum leikjum hingað til. Við erum fáliðaðir, við getum ekki neitað því, en þetta er það sem við höfum og við munum bara reyna að gera það besta úr þessu og einbeita okkur að góðum úrslitum og góðri frammistöðu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan