| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins, loksins heimasigur!
Loksins vann Liverpool heimasigur í deildinni og ekki seinna vænna enda bara ein vika í fyrsta vetrardag. Liverpool lagði Reading 1:0 af öryggi en þó mátti ekkert út af bera og enn gerir skortur á mörkum óþarflega erfitt fyrir.
Jose Reina var ekki leikfær og Brendan Rodgers setti Ástralann Brad Jones í markið í hans stað. Að öðru kom liðsvalið ekkert á óvart. Fabio Borini hefði kannski komið til álita en það þarf ekki að reikna með honum næstu mánuði. Luis Suarez leiddi sóknina að sjálfsögðu og vel var fylgst með honum eftir alla umræðuna um hann upp á síðkastið.
Uppskrift leiksins var hafðbundin ef mið er tekið að mörgum leikjum Liverpool á Anfield á þessu ári. Liverpool sótti og sótti, mótherjarnir pökkuðu í vörn og færi létu á sér standa. Hver sóknin rak aðra frá upphafi og Glen Johnson, sem var frábær í leiknum, var svo dæmi sé tekið eins og framherji á köflum svo framarlega var hann á vellinum. Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta góða færið kom. Luis Suarez náði boltanum af dugnaði, kom honum á Raheem Sterling en varnarmaður komst fyrir skot hans á síðustu stundu.
Nokkrum mínútum seinna var unglingurinn aftur á ferðinni en Alex McCarthy varði vel. Á 24. mínútu sýndi Luis góð tilþrif. Hann lyfti þá boltanum, frá vítateig, yfir Alex í markinu en boltinn fór hárfínt yfir markið. En það kom mark eftir hálftíma.
Andre Wisdom skallaði boltann fram og Luis læddi honum inn fyrir vörn Reading á Raheem Sterling sem var mitt á milli miðju og vítateigs. Hann hljóp eins og fætur toguðu með varnarmann á hælunum og rétt við vítateiginn renndi hann boltanum neðst út í vinstra hornið. Mjög vel gert hjá unglingnum og ekki var furða þótt hann fagnaði fyrsta marki sínu fyrir Liverpool af mikilli gleði.
Fjórum mínútum síðar átti Luis skot utan vítateigs sem fór rétt framhjá. Þegar hér var komið við sögu hafði Reading varla komist fram fyrir miðju og það breyttist svo sem ekkert fram að leikhléi. Algjörir yfirburðir en bara eitt mark þegar að hléinu kom.
Strax í upphafi síðari hálfleiks var Raheem nærri því að skora eftir að hafa fengið boltann í miðjum teig en Alex varði skot hans sem því miður fór beint á markmanninn. Á 53. mínútu átti Alex algjörlega mislukkað útspark sem fór beint á Luis. Hann tók boltann lék inn í vítateiginn en Alex bætti fyrir mistökin með því að verja vel neðst í horninu.
Á 54. mínútu fékk Brad Jones loks eitthvað að gera. Garath McCleary slapp þá inn á vítateiginn vinstra megin en Brad stóð í fæturna, beið átekta og varði skot hans vel með fæti. Aðferð Brad minnti á Jose Reina sem oft hefur varið á þennan hátt. Fjórum mínútum seinna átti ógnaði Jobi McAnuff. Hann átti fast skot utan teigs en Brad var aftur vandanum vaxinn. Hann henti sér til hliðar og sló boltann í horn. Vel gert hjá Brad sem þarna var tvívegis búinn að koma í veg fyrir að Reading, sem ekkert hafði átt í leiknum, jafnaði. Svona er að skora lítið!
Á 64. mínútu skallaði Martin Skrtel rétt yfir eftir horn frá vinstri sem Steven Gerrard tók og þremur mínútum seinna átti Steven skot sem Alex varði í horn vel í horn. Varamaðurinn Jonjo Shelvey náði svo ekki valdi á boltanum í dauðafæri rétt fyrir framan markið eftir hárnækvæma sendingu frá Luis. Sem sagt ekkert gekk að gera út um leikinn. Annar varamaður Jose Enrique lagði svo tvívegis, þegar hann var nýkominn inn á, upp góð færi fyrir Luis en skot hans voru bæði algjörlega misheppnuð.
Það vildi til að þeir Konunglegu ógnuðu ekkert síðustu mínúturnar og stuðningsmenn Liverpool gátu í fyrsta sinn á leiktíðinni fagnað deildarsigri í Liverpool. Tími til kominn og það var kannski vel viðeigandi að fyrsti heimasigurinn skyldi koma í vikunni sem tilkynnt var að Anfield yrði áfram heimavígi Liverpool. En það þarf að efla vígið svo það verði jafn óárennilegt og það var oft í gegnum söguna og þessi sigur var lítið skref í þá átt.
Liverpool: Jones, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Gerrard, Allen, Sahin (Shelvey 63. mín.), Suso (Enrique 74. mín.), Suarez og Sterling (Henderson 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Assaidi, Downing og Carragher.
Mark Liverpool: Raheem Sterling (30. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger.
Reading: McCarthy, Cummings, Gorkss, Mariappa, Shorey, Kebe, Guthrie (Roberts 81. mín.), Leigertwood, Karacan (McCleary 25. mín.), McAnuff og Pogrebnyak (Le Fondre 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Stuart Taylor, Gunter, Pearce og Robson-Kanu.
Gult spjald: Adrian Mariappa.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.874.
Maður leiksins: Raheem Sterling. Kannski voru einhverjir betri en unglingurinn skoraði mark sem færði fyrsta heimasigurinn og það telst stórmerkilegt. Það er líka ekki að hverjum degi sem seytján ára unglingar skora!
Brendan Rodgers: Við þurfum að bæta okkur í að klára marktækifærin. Þetta er viðvarandi vandi en svo framarlega að við fáum þrjú stig og höldum hreinu þá er það fyrir öllu. Ég er mjög ánægður fyrir hönd leikmannanna og stuðningsmanna.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði í fyrsta skipti fyrir aðallið Liverpool. Markið kom í fimmtánda leik hans.
- Raheem er orðinn næst yngsti markaskorari Liverpool. Hann var 17 ára og 316 daga gamall þegar hann sendi boltann í mark Reading.
- Aðeins Michael Owen hefur yngri skorað fyrir Liverpool. Hann var 17 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði, 6. maí 1997, á móti Wimbledon. Liverpool tapaði þeim leik 2:1 í London.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Anfield á leiktíðinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki á heimavelli allt þetta ár.
- Reading hefur enn ekki unnið leik á leiktíðinni.
- Brendan Rodgers stjórnaði Reading frá upphafi leiktíðar 2009. Brian McDermott tók við af honum í desember sama ár og hefur stýrt liðinu síðan.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Jose Reina var ekki leikfær og Brendan Rodgers setti Ástralann Brad Jones í markið í hans stað. Að öðru kom liðsvalið ekkert á óvart. Fabio Borini hefði kannski komið til álita en það þarf ekki að reikna með honum næstu mánuði. Luis Suarez leiddi sóknina að sjálfsögðu og vel var fylgst með honum eftir alla umræðuna um hann upp á síðkastið.
Uppskrift leiksins var hafðbundin ef mið er tekið að mörgum leikjum Liverpool á Anfield á þessu ári. Liverpool sótti og sótti, mótherjarnir pökkuðu í vörn og færi létu á sér standa. Hver sóknin rak aðra frá upphafi og Glen Johnson, sem var frábær í leiknum, var svo dæmi sé tekið eins og framherji á köflum svo framarlega var hann á vellinum. Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta góða færið kom. Luis Suarez náði boltanum af dugnaði, kom honum á Raheem Sterling en varnarmaður komst fyrir skot hans á síðustu stundu.
Nokkrum mínútum seinna var unglingurinn aftur á ferðinni en Alex McCarthy varði vel. Á 24. mínútu sýndi Luis góð tilþrif. Hann lyfti þá boltanum, frá vítateig, yfir Alex í markinu en boltinn fór hárfínt yfir markið. En það kom mark eftir hálftíma.
Andre Wisdom skallaði boltann fram og Luis læddi honum inn fyrir vörn Reading á Raheem Sterling sem var mitt á milli miðju og vítateigs. Hann hljóp eins og fætur toguðu með varnarmann á hælunum og rétt við vítateiginn renndi hann boltanum neðst út í vinstra hornið. Mjög vel gert hjá unglingnum og ekki var furða þótt hann fagnaði fyrsta marki sínu fyrir Liverpool af mikilli gleði.
Fjórum mínútum síðar átti Luis skot utan vítateigs sem fór rétt framhjá. Þegar hér var komið við sögu hafði Reading varla komist fram fyrir miðju og það breyttist svo sem ekkert fram að leikhléi. Algjörir yfirburðir en bara eitt mark þegar að hléinu kom.
Strax í upphafi síðari hálfleiks var Raheem nærri því að skora eftir að hafa fengið boltann í miðjum teig en Alex varði skot hans sem því miður fór beint á markmanninn. Á 53. mínútu átti Alex algjörlega mislukkað útspark sem fór beint á Luis. Hann tók boltann lék inn í vítateiginn en Alex bætti fyrir mistökin með því að verja vel neðst í horninu.
Á 54. mínútu fékk Brad Jones loks eitthvað að gera. Garath McCleary slapp þá inn á vítateiginn vinstra megin en Brad stóð í fæturna, beið átekta og varði skot hans vel með fæti. Aðferð Brad minnti á Jose Reina sem oft hefur varið á þennan hátt. Fjórum mínútum seinna átti ógnaði Jobi McAnuff. Hann átti fast skot utan teigs en Brad var aftur vandanum vaxinn. Hann henti sér til hliðar og sló boltann í horn. Vel gert hjá Brad sem þarna var tvívegis búinn að koma í veg fyrir að Reading, sem ekkert hafði átt í leiknum, jafnaði. Svona er að skora lítið!
Á 64. mínútu skallaði Martin Skrtel rétt yfir eftir horn frá vinstri sem Steven Gerrard tók og þremur mínútum seinna átti Steven skot sem Alex varði í horn vel í horn. Varamaðurinn Jonjo Shelvey náði svo ekki valdi á boltanum í dauðafæri rétt fyrir framan markið eftir hárnækvæma sendingu frá Luis. Sem sagt ekkert gekk að gera út um leikinn. Annar varamaður Jose Enrique lagði svo tvívegis, þegar hann var nýkominn inn á, upp góð færi fyrir Luis en skot hans voru bæði algjörlega misheppnuð.
Það vildi til að þeir Konunglegu ógnuðu ekkert síðustu mínúturnar og stuðningsmenn Liverpool gátu í fyrsta sinn á leiktíðinni fagnað deildarsigri í Liverpool. Tími til kominn og það var kannski vel viðeigandi að fyrsti heimasigurinn skyldi koma í vikunni sem tilkynnt var að Anfield yrði áfram heimavígi Liverpool. En það þarf að efla vígið svo það verði jafn óárennilegt og það var oft í gegnum söguna og þessi sigur var lítið skref í þá átt.
Liverpool: Jones, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Gerrard, Allen, Sahin (Shelvey 63. mín.), Suso (Enrique 74. mín.), Suarez og Sterling (Henderson 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Assaidi, Downing og Carragher.
Mark Liverpool: Raheem Sterling (30. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger.
Reading: McCarthy, Cummings, Gorkss, Mariappa, Shorey, Kebe, Guthrie (Roberts 81. mín.), Leigertwood, Karacan (McCleary 25. mín.), McAnuff og Pogrebnyak (Le Fondre 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Stuart Taylor, Gunter, Pearce og Robson-Kanu.
Gult spjald: Adrian Mariappa.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.874.
Maður leiksins: Raheem Sterling. Kannski voru einhverjir betri en unglingurinn skoraði mark sem færði fyrsta heimasigurinn og það telst stórmerkilegt. Það er líka ekki að hverjum degi sem seytján ára unglingar skora!
Brendan Rodgers: Við þurfum að bæta okkur í að klára marktækifærin. Þetta er viðvarandi vandi en svo framarlega að við fáum þrjú stig og höldum hreinu þá er það fyrir öllu. Ég er mjög ánægður fyrir hönd leikmannanna og stuðningsmanna.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði í fyrsta skipti fyrir aðallið Liverpool. Markið kom í fimmtánda leik hans.
- Raheem er orðinn næst yngsti markaskorari Liverpool. Hann var 17 ára og 316 daga gamall þegar hann sendi boltann í mark Reading.
- Aðeins Michael Owen hefur yngri skorað fyrir Liverpool. Hann var 17 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði, 6. maí 1997, á móti Wimbledon. Liverpool tapaði þeim leik 2:1 í London.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool á Anfield á leiktíðinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki á heimavelli allt þetta ár.
- Reading hefur enn ekki unnið leik á leiktíðinni.
- Brendan Rodgers stjórnaði Reading frá upphafi leiktíðar 2009. Brian McDermott tók við af honum í desember sama ár og hefur stýrt liðinu síðan.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpool.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan