| Sf. Gutt
Aðeins Michael Owen hefur yngri skorað fyrir Liverpool. Hann var aðeins 17 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði, 6. maí 1997, á móti Wimbledon. Liverpool tapaði þeim leik 2:1 í London. Á myndinni að neðan sést Michael skora þetta sögulega mark.
Michael átti auðvitað eftir að raða inn mörkum fyrir Liverpool næstu árin og þegar hann fór til Real Madrid sumarið 2004 var hann búinn að skora 158 mörk fyrir Liverpool. Hann er sjöundi markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
TIL BAKA
Næst yngsti markaskorari Liverpool!
Raheem Sterling kom sér á spjöld sögunnar í gær. Þegar hann skoraði skoraði sigurmark Liverpool gegn Reading varð hann næst yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Raheem var 17 ára og 316 daga gamall þegar hann sendi boltann í mark Reading og tryggði Liverpool 1:0 sigur.
Aðeins Michael Owen hefur yngri skorað fyrir Liverpool. Hann var aðeins 17 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði, 6. maí 1997, á móti Wimbledon. Liverpool tapaði þeim leik 2:1 í London. Á myndinni að neðan sést Michael skora þetta sögulega mark.
Michael átti auðvitað eftir að raða inn mörkum fyrir Liverpool næstu árin og þegar hann fór til Real Madrid sumarið 2004 var hann búinn að skora 158 mörk fyrir Liverpool. Hann er sjöundi markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan