| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á Anzhi
1-0 sigur vannst á rússneska liðinu Anzhi Makhachkala í þriðja leik liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar. Sigurmarkið kom úr ólíklegri átt.
Brendan Rodgers stillti upp sterku byrjunarliði, aðeins þrjár breytingar voru gerðar frá sigrinum á Reading á laugardaginn var. Þeir Stewart Downing, Jonjo Shelvey og Oussama Assaidi komu inní byrjunarliðið í stað Joe Allen, Raheem Sterling og Suso sem settust allir á bekkinn.
Heimamenn byrjuðu betur og Suarez var líflegur í upphafi, áður en 10 mínútur voru liðnar hafði hann klobbað tvo varnarmenn Anzhi áður en hann mátti ekki við margnum, hann skeiðaði svo framhjá varnarmanni í vítateignum og sendi fyrir markið en sendingin var ekki góð. Suarez var svo mættur til að móttaka góða sendingu frá Assaidi en skot hans fór beint á markvörð Anzhi.
Glen Johnson átti svo skot að marki eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og skömmu síðar komst Suarez í góða stöðu er boltinn skoppaði framhjá varnarmanni gestanna, hann lék inní vítateig hægra megin og sendi boltann þvert fyrir markið þar sem Jonjo Shelvey kom askvaðandi en hann skaut himinhátt yfir úr góðri stöðu.
Heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var Assaidi duglegur á vinstri kantinum án þess þó að hætta skapaðist. Glen Johnson var einnig duglegur í sóknarleiknum og var kominn í ákjósanlega stöðu inní markteig gestanna eftir góðan samleik við Suarez en varnarmaður Anzhi náði að trufla hann þannig að hann náði ekki skoti á markið. Johnson vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en ágætur dómari leiksins sá ekki ástæðu til að flauta. Rétt fyrir hálfleik skaut svo Daniel Agger að marki af löngu færi en boltinn fór yfir.
Eina ógnun Rússana í fyrri hálfleik sem vert er að nefna var skot Fedor Smolov af löngu færi sem fór vel framhjá markinu. Staðan var því 0-0 í hálfleik.
Rodgers gerði breytingu í hálfleik og setti Raheem Sterling inná fyrir Glen Johnson. Þetta þýddi að Stewart Downing, sem hafði lítið sést á hægri kantinum í fyrri hálfleik fór í vinstri bakvarðastöðuna og Sterling á hægri kantinn.
Áfram héldu heimamenn að stjórna leiknum og Martin Skrtel gerði vel er hann vann boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna, lék uppað vítateig og skaut að marki þar sem markvörður Anzhi þurfti að hafa sig allan við til að verja skotið. Örskömmu síðar náðu Liverpool menn að leika hratt upp völlinn, Assaidi fékk boltann úti vinstra megin, lék áfram og sendi fyrir markið þar sem Steven Gerrard skallaði yfir markið úr góðri stöðu, hægra megin við hann var Suarez einn og óvaldaður og hefði fyrirliðinn þar kannski átt að láta boltann vera.
Á 53. mínútu leiksins kom svo eina markið og það kom heldur betur úr óvæntri átt. Sem fyrr voru heimamenn með boltann og reyndu að finna glufur á vörn Anzhi. Shelvey sendi boltann út til vinstri þar sem Stewart Downing var, hann tók við sendingunni lék aðeins inná miðjuna og lét þrumuskot með hægri fæti ríða af og boltinn söng í netinu ! Stórglæsilegt mark hjá leikmanni sem svo sannarlega hefur átt erfitt uppdráttar hingað til. Þess ber þó að geta að Downing hefur nú skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar í Evrópudeildinni á tímabilinu !
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna og það tókst næstum þegar léleg sending Downing til baka á Skrtel skapaði hættu, Samuel Eto'o náði skoti en það fór beint á Jones í markinu.
Daniel Agger reyndi svo sitt besta til að komast á blað er hann skallaði boltann úr hægri hendi rússneska markvarðarins og skaut svo boltanum í markið. Nokkur umræða skapaðist um þetta atvik á samfélagsmiðlum en dómarinn dæmdi markið ekki gilt og gaf Agger gult spjald. Reglur fótboltans eru skýrar varðandi þetta og hafði dómarinn rétt fyrir sér í þessu þar sem markvörður telst hafa fullt vald á boltanum þó svo að hann sé ekki með báðar hendur á honum.
Rodgers gerði eina skiptingu í viðbót, Joe Allen kom inná fyrir Jonjo Shelvey og það er skemmst frá því að segja að heimamenn héldu þetta út og lönduðu mikilvægum sigri í riðlinum.
Liverpool: Jones, Wisdom, Agger, Skrtel, Johnson (Sterling 46. mín.), Sahin, Gerrard, Shelvey (Allen, 80.mín.), Assaidi, Downing, Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Carragher, Henderson, Suso, Yesil.
Mark Liverpool: Stewart Downing (53. mín.).
Gul spjöld: Luis Suarez og Daniel Agger.
Anzhi Makhachkala: Gabulov, Samba, Joao Carlos, Boussoufa (Lakhiyalov, 77. mín.), Agalarov (Logashov, 61. mín.), Shatov, Gonzalez, Zhirkov, Gabulov, Eto'o, Smolov (Traore, 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Pomazan, Gadzhibekov, Tagirbekov, Mukhammad.
Gul spjöld: Christopher Samba og Kamil Agalarov.
Áhorfendur á Anfield: 39.358.
Dómari leiksins: Bas Nijhuis.
Maður leiksins: Andre Wisdom. Varnarmaðurinn ungi hefur heldur betur komið sterkur inn í hægri bakvarðastöðuna og hefur staðið sig með mikilli prýði. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann er með boltann og sterkur fyrir þegar hann þarf að verjast.
Brendan Rodgers: ,,Ég verð að hrósa leikmönnunum, þeir hafa ekki leitt hugann ennþá að nágrannaslagnum á sunnudaginn, við erum bara að hugsa um einn leik í einu og Anzhi eru með mjög gott lið með marga framúrskarandi leikmenn. Frammistaðan í kvöld var frábær. Mér fannst leikmennirnir frábærir, þeir tóku völdin í leiknum og þegar þeir þurftu að taka á því í lokin stóðu þeir vaktina í vörninni og voru hreint út sagt framúrskarandi."
Fróðleikur:
- Þetta var annar heimasigur liðsins í röð.
- Í þriðja leiknum í röð héldu leikmenn markinu hreinu.
- Liðið er nú í efsta sæti A-riðils með 6 stig.
- Næsti leikur liðsins í Evrópudeildinni er eftir tvær vikur gegn Anzhi í Moskvu.
- Stewart Downing hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni og hafa þau bæði komið í Evrópudeildinni.
- Jonjo Shelvey er markahæstur leikmanna í Evrópudeildinni með þrjú mörk.
- Raheem Sterling hefur nú spilað flesta leiki allra leikmanna á tímabilinu, 14 talsins.
Hér eru myndir úr leiknum.
Brendan Rodgers stillti upp sterku byrjunarliði, aðeins þrjár breytingar voru gerðar frá sigrinum á Reading á laugardaginn var. Þeir Stewart Downing, Jonjo Shelvey og Oussama Assaidi komu inní byrjunarliðið í stað Joe Allen, Raheem Sterling og Suso sem settust allir á bekkinn.
Heimamenn byrjuðu betur og Suarez var líflegur í upphafi, áður en 10 mínútur voru liðnar hafði hann klobbað tvo varnarmenn Anzhi áður en hann mátti ekki við margnum, hann skeiðaði svo framhjá varnarmanni í vítateignum og sendi fyrir markið en sendingin var ekki góð. Suarez var svo mættur til að móttaka góða sendingu frá Assaidi en skot hans fór beint á markvörð Anzhi.
Glen Johnson átti svo skot að marki eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og skömmu síðar komst Suarez í góða stöðu er boltinn skoppaði framhjá varnarmanni gestanna, hann lék inní vítateig hægra megin og sendi boltann þvert fyrir markið þar sem Jonjo Shelvey kom askvaðandi en hann skaut himinhátt yfir úr góðri stöðu.
Heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var Assaidi duglegur á vinstri kantinum án þess þó að hætta skapaðist. Glen Johnson var einnig duglegur í sóknarleiknum og var kominn í ákjósanlega stöðu inní markteig gestanna eftir góðan samleik við Suarez en varnarmaður Anzhi náði að trufla hann þannig að hann náði ekki skoti á markið. Johnson vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en ágætur dómari leiksins sá ekki ástæðu til að flauta. Rétt fyrir hálfleik skaut svo Daniel Agger að marki af löngu færi en boltinn fór yfir.
Eina ógnun Rússana í fyrri hálfleik sem vert er að nefna var skot Fedor Smolov af löngu færi sem fór vel framhjá markinu. Staðan var því 0-0 í hálfleik.
Rodgers gerði breytingu í hálfleik og setti Raheem Sterling inná fyrir Glen Johnson. Þetta þýddi að Stewart Downing, sem hafði lítið sést á hægri kantinum í fyrri hálfleik fór í vinstri bakvarðastöðuna og Sterling á hægri kantinn.
Áfram héldu heimamenn að stjórna leiknum og Martin Skrtel gerði vel er hann vann boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna, lék uppað vítateig og skaut að marki þar sem markvörður Anzhi þurfti að hafa sig allan við til að verja skotið. Örskömmu síðar náðu Liverpool menn að leika hratt upp völlinn, Assaidi fékk boltann úti vinstra megin, lék áfram og sendi fyrir markið þar sem Steven Gerrard skallaði yfir markið úr góðri stöðu, hægra megin við hann var Suarez einn og óvaldaður og hefði fyrirliðinn þar kannski átt að láta boltann vera.
Á 53. mínútu leiksins kom svo eina markið og það kom heldur betur úr óvæntri átt. Sem fyrr voru heimamenn með boltann og reyndu að finna glufur á vörn Anzhi. Shelvey sendi boltann út til vinstri þar sem Stewart Downing var, hann tók við sendingunni lék aðeins inná miðjuna og lét þrumuskot með hægri fæti ríða af og boltinn söng í netinu ! Stórglæsilegt mark hjá leikmanni sem svo sannarlega hefur átt erfitt uppdráttar hingað til. Þess ber þó að geta að Downing hefur nú skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar í Evrópudeildinni á tímabilinu !
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna og það tókst næstum þegar léleg sending Downing til baka á Skrtel skapaði hættu, Samuel Eto'o náði skoti en það fór beint á Jones í markinu.
Daniel Agger reyndi svo sitt besta til að komast á blað er hann skallaði boltann úr hægri hendi rússneska markvarðarins og skaut svo boltanum í markið. Nokkur umræða skapaðist um þetta atvik á samfélagsmiðlum en dómarinn dæmdi markið ekki gilt og gaf Agger gult spjald. Reglur fótboltans eru skýrar varðandi þetta og hafði dómarinn rétt fyrir sér í þessu þar sem markvörður telst hafa fullt vald á boltanum þó svo að hann sé ekki með báðar hendur á honum.
Rodgers gerði eina skiptingu í viðbót, Joe Allen kom inná fyrir Jonjo Shelvey og það er skemmst frá því að segja að heimamenn héldu þetta út og lönduðu mikilvægum sigri í riðlinum.
Liverpool: Jones, Wisdom, Agger, Skrtel, Johnson (Sterling 46. mín.), Sahin, Gerrard, Shelvey (Allen, 80.mín.), Assaidi, Downing, Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Carragher, Henderson, Suso, Yesil.
Mark Liverpool: Stewart Downing (53. mín.).
Gul spjöld: Luis Suarez og Daniel Agger.
Anzhi Makhachkala: Gabulov, Samba, Joao Carlos, Boussoufa (Lakhiyalov, 77. mín.), Agalarov (Logashov, 61. mín.), Shatov, Gonzalez, Zhirkov, Gabulov, Eto'o, Smolov (Traore, 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Pomazan, Gadzhibekov, Tagirbekov, Mukhammad.
Gul spjöld: Christopher Samba og Kamil Agalarov.
Áhorfendur á Anfield: 39.358.
Dómari leiksins: Bas Nijhuis.
Maður leiksins: Andre Wisdom. Varnarmaðurinn ungi hefur heldur betur komið sterkur inn í hægri bakvarðastöðuna og hefur staðið sig með mikilli prýði. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann er með boltann og sterkur fyrir þegar hann þarf að verjast.
Brendan Rodgers: ,,Ég verð að hrósa leikmönnunum, þeir hafa ekki leitt hugann ennþá að nágrannaslagnum á sunnudaginn, við erum bara að hugsa um einn leik í einu og Anzhi eru með mjög gott lið með marga framúrskarandi leikmenn. Frammistaðan í kvöld var frábær. Mér fannst leikmennirnir frábærir, þeir tóku völdin í leiknum og þegar þeir þurftu að taka á því í lokin stóðu þeir vaktina í vörninni og voru hreint út sagt framúrskarandi."
Fróðleikur:
- Þetta var annar heimasigur liðsins í röð.
- Í þriðja leiknum í röð héldu leikmenn markinu hreinu.
- Liðið er nú í efsta sæti A-riðils með 6 stig.
- Næsti leikur liðsins í Evrópudeildinni er eftir tvær vikur gegn Anzhi í Moskvu.
- Stewart Downing hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni og hafa þau bæði komið í Evrópudeildinni.
- Jonjo Shelvey er markahæstur leikmanna í Evrópudeildinni með þrjú mörk.
- Raheem Sterling hefur nú spilað flesta leiki allra leikmanna á tímabilinu, 14 talsins.
Hér eru myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan