| Grétar Magnússon

Fréttir af Jose Reina

Brendan Rodgers sagði fréttir af Pepe Reina á blaðamannafundi fyrir leikinn við Everton á sunnudaginn.  Markvörðurinn er byrjaður að æfa að fullu á ný eftir meiðsli.


Jose Reina hefur misst af síðustu tveim leikjum liðsins og hafa þeir báðir endað með 1-0 sigri.

,,Pepe er byrjaður að æfa aftur," sagði Rodgers á blaðamannafundi fyrr í dag.  ,,Það eru því góðar fréttir.  Hann leggur hart að sér og við munum meta ástand hans á næstu 24-48 klukkutímum."

Brad Jones hefur staðið milli stanganna í fjarveru Reina og hefur haldið markinu hreinu.  Rodgers viðurkennir að hann hafi fulla trú á markverðinum ástralska ákveði hann að nota hann áfram í markinu.

,,Brad hefur verið stórkostlegur," sagði Rodgers.  ,,Markverðirnir vinna mikið með liðinu öllu á æfingum.  Þeir æfa mikið með útispilurunum í því að halda boltanum.  Brad hefur verið mjög fagmannlegur.  Hann hefur klárlega komið sterkur inn og sýnt hvað hann getur í síðustu leikjum."

,,Það hvernig hann spilar boltanum hefur verið mjög gott og þegar hann hefur þurft að verja hefur hann gert það.  Ég hef því verið mjög ánægður með hann síðan hann kom inní þetta, hann hefur spilað nokkra leiki í Evrópudeildinni og staðið sig virkilega vel."

,,Maður þarf á þessari samkeppni að halda varðandi markverðina."

Rodgers sagði einnig að það væru engar nýjar meiðslafréttir eftir leikinn við Anzhi í gærkvöldi og aðeins þeir Lucas Leiva, Fabio Borini og Martin Kelly eru þeir leikmenn sem eru á meiðslalistanum.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan