| Heimir Eyvindarson

Liverpool mætir nágrönnum sínum og erkifjendum á Goodison Park á sunnudag. Flest bendir til heimasigurs, en þó er aldrei að vita hvað lærisveinar Rodgers gera þegar á hólminn verður komið.
Það er langt síðan leikmenn og aðdáendur Everton hafa haft jafn ríka ástæðu til að vera sigurvissir fyrir nágrannaslag gegn „stóra bróður" í Bítlaborginni. Það verður að segjast alveg eins og er að staða Everton er ansi vænleg. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 15 stig. Liverpool í 12. sæti með 9 stig.
Eins og munurinn í deildinni sé ekki nóg, þá hafa leikmenn Everton fengið hvíld síðan um síðustu helgi. Liverpool spilaði hins vegar erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn þar sem margir lykilmenn liðsins léku af fullum krafti í 90 mínútur. Þar með taldir bæði Luis Suarez og Steven Gerrard.
Everton liðið hefur byrjað tímabilið mjög vel og er enn sem komið er taplaust á heimavelli. Liverpool hefur aftur á móti verið í miklu basli í upphafi leiktíðar, þótt aðeins hafi rofað til í undanförnum leikjum.
Sjálfstraustið er semsagt ábyggilega meira Everton megin, en vonandi tekst Brendan Rodgers að berja eldmóð í liðið. Það hefur reyndar yfirleitt ekki þurft að hafa mikið fyrir því að mótivera liðið fyrir leikina við Everton, en það verður að hafa það í huga að ungu strákarnir sem hafa staðið sig svo vel í vetur hafa ekki tekið þátt í alvöru borgarslag fyrr. Það verður því fróðlegt og spennandi að sjá hvernig þeir höndla þá upplifun.
En þótt hér hafi ýmislegt verið tínt til sem bendir til Everton sigurs á sunnudaginn þá er hreinlega ekki hægt að fara af stað með þennan dagskrárlið hér á síðunni með bölmóði og svartsýni. Við púllarar trúum alltaf á sigur, alveg sama á hverju dynur. Það hefur vissulega skort upp á markheppnina í vetur, en þegar Stewart Downing er farinn að þenja út netmöskvana með hægri löppinni þá hlýtur lukkan að vera gengin í lið með okkur!
Ungu strákarnir hafa verið frábærir. Liðið er að ná betri og betri tökum á nýjum leikstíl. Pepe Reina kemur til baka, vonandi endurfæddur eftir góða hvíld. Það er minni pressa á Liverpool liðinu fyrir borgarslag en oftast áður. Það er miklu meiri pressa á Everton liðinu. Þeir bláklæddu munu ekki höndla það, enda ekki vanir að sitja í bílstjórasætinu í Bítlaborginni.
Niðurstaðan verður ánægjulegur 3-1 sigur okkar manna.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool mætir nágrönnum sínum og erkifjendum á Goodison Park á sunnudag. Flest bendir til heimasigurs, en þó er aldrei að vita hvað lærisveinar Rodgers gera þegar á hólminn verður komið.
Það er langt síðan leikmenn og aðdáendur Everton hafa haft jafn ríka ástæðu til að vera sigurvissir fyrir nágrannaslag gegn „stóra bróður" í Bítlaborginni. Það verður að segjast alveg eins og er að staða Everton er ansi vænleg. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 15 stig. Liverpool í 12. sæti með 9 stig.
Eins og munurinn í deildinni sé ekki nóg, þá hafa leikmenn Everton fengið hvíld síðan um síðustu helgi. Liverpool spilaði hins vegar erfiðan Evrópuleik á fimmtudaginn þar sem margir lykilmenn liðsins léku af fullum krafti í 90 mínútur. Þar með taldir bæði Luis Suarez og Steven Gerrard.
Everton liðið hefur byrjað tímabilið mjög vel og er enn sem komið er taplaust á heimavelli. Liverpool hefur aftur á móti verið í miklu basli í upphafi leiktíðar, þótt aðeins hafi rofað til í undanförnum leikjum.
Sjálfstraustið er semsagt ábyggilega meira Everton megin, en vonandi tekst Brendan Rodgers að berja eldmóð í liðið. Það hefur reyndar yfirleitt ekki þurft að hafa mikið fyrir því að mótivera liðið fyrir leikina við Everton, en það verður að hafa það í huga að ungu strákarnir sem hafa staðið sig svo vel í vetur hafa ekki tekið þátt í alvöru borgarslag fyrr. Það verður því fróðlegt og spennandi að sjá hvernig þeir höndla þá upplifun.
En þótt hér hafi ýmislegt verið tínt til sem bendir til Everton sigurs á sunnudaginn þá er hreinlega ekki hægt að fara af stað með þennan dagskrárlið hér á síðunni með bölmóði og svartsýni. Við púllarar trúum alltaf á sigur, alveg sama á hverju dynur. Það hefur vissulega skort upp á markheppnina í vetur, en þegar Stewart Downing er farinn að þenja út netmöskvana með hægri löppinni þá hlýtur lukkan að vera gengin í lið með okkur!
Ungu strákarnir hafa verið frábærir. Liðið er að ná betri og betri tökum á nýjum leikstíl. Pepe Reina kemur til baka, vonandi endurfæddur eftir góða hvíld. Það er minni pressa á Liverpool liðinu fyrir borgarslag en oftast áður. Það er miklu meiri pressa á Everton liðinu. Þeir bláklæddu munu ekki höndla það, enda ekki vanir að sitja í bílstjórasætinu í Bítlaborginni.
Niðurstaðan verður ánægjulegur 3-1 sigur okkar manna.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan