| Sf. Gutt
Jonjo Shelvey hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð. Hann hefur leikið vel en ekki síður hafa harðar tæklingar hans vakið athygli. Jonjo þykir harður í horn að taka og nú þegar hefur hann setið af sér þriggja leikja bann eftir brottrekstur á móti Manchester United. Reyndar var sá brottrekstur mjög umdeildur. En Jonjo vill gjarnan geta spilað fastar!
,,Maður verður að fara varlega í því sem maður gerir og segir nú til dags. Snerting er alltaf minna og minna leyfð í knattspyrnu. Maður sér núna leikmenn fá refsingu fyrir það sem manni finnst góð gamaldags tækling. Maður kemst ekki upp með allt. En hvernig getur maður hætt við tæklingu þegar möguleiki er á því að vinna boltann? Knattspyrnuáhugamenn vilja sjá svona tæklingar en tímarnir hafa breyst og við verðum að aðlaga okkur að því. Núna læra menn ekki að tækla á æfingavellinum. Maður lærir að skjóta, senda boltann en ekki að tækla."
Það verður örugglega nóg um tæklingar á Goodison Park á morgun. Það hefur ekkert vantað upp á þær í grannarimmum síðustu ára enda hafa leikmenn gjarnan fokið út af. Nú er að sjá hvort Jonjo verður valinn í liðið á móti Everton og þá hvort hann lýkur leiknum!
TIL BAKA
Bannað að tækla!

,,Maður verður að fara varlega í því sem maður gerir og segir nú til dags. Snerting er alltaf minna og minna leyfð í knattspyrnu. Maður sér núna leikmenn fá refsingu fyrir það sem manni finnst góð gamaldags tækling. Maður kemst ekki upp með allt. En hvernig getur maður hætt við tæklingu þegar möguleiki er á því að vinna boltann? Knattspyrnuáhugamenn vilja sjá svona tæklingar en tímarnir hafa breyst og við verðum að aðlaga okkur að því. Núna læra menn ekki að tækla á æfingavellinum. Maður lærir að skjóta, senda boltann en ekki að tækla."
Það verður örugglega nóg um tæklingar á Goodison Park á morgun. Það hefur ekkert vantað upp á þær í grannarimmum síðustu ára enda hafa leikmenn gjarnan fokið út af. Nú er að sjá hvort Jonjo verður valinn í liðið á móti Everton og þá hvort hann lýkur leiknum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan