| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven stefnir í 600 leiki
Steven Gerrard mun, spili hann gegn Newcastle á sunnudaginn, leika leik númer 600 fyrir hönd Liverpool. Þetta er fágætur árangur og segir sitt um hversu magnaður leikmaður Steven er. Hann og Jamie Carragher eru langleikjahæstir af núverandi leikmönnum Liverpool en Jamie er nú búinn að spila 710 leiki.
Ekkert nema meiðsli geta komið í veg fyrir að Steven Gerrard spili á sunnudaginn enda er hann enn lykilmaður í liði Liverpool og það skiptir ekki síst máli að hann sé til taks núna þegar leikmannahópurinn er þunnskipaðri en hann hefur verið í áraraðir. Víst er að það munar mikið um fyrirliðann og vonandi nær hann sínum 600. leik og vonandi verður sá leikur gleðilegur.
Ekkert nema meiðsli geta komið í veg fyrir að Steven Gerrard spili á sunnudaginn enda er hann enn lykilmaður í liði Liverpool og það skiptir ekki síst máli að hann sé til taks núna þegar leikmannahópurinn er þunnskipaðri en hann hefur verið í áraraðir. Víst er að það munar mikið um fyrirliðann og vonandi nær hann sínum 600. leik og vonandi verður sá leikur gleðilegur.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan