Spáð í spilin
Það er vika liðin vetrar og hann hefur minnt á sig með óveðri víða um land. Veturinn verður líka harður hjá Liverpool ef svo fer sem horfir. Kóngurinn vék í vor og eigendur Liverpool völdu Norður Írann Brendan Rodgers til að taka við. Byrjun hans með liðið hefur verið erfið og leita þurfti í elstu annála til að vinna verri byrjun.
Liverpool hefur þó alls ekki leikið svo afleitlega en svipaður vandi hefur hrjáð liðið og á síðustu leiktíð. Góðum sóknum tekst bara ekki að ljúka og markskortur er tilfinnanlegur. Þetta sama fór með deildargengið hjá Kenny Dalglish. En hvernig skyldi liðið standa núna ef hann hefði fengið meiri tíma? Ekki verr!
Á morgun mæta Skjórarnir frá Newcastle til Liverpool á Anfield. Það má búast við skemmtilegum leik ef mið er tekið af leikjum liðanna síðustu árin. Liverpool hefur jafnan gengið mjög vel á móti Newcastle á Anfield og það er eitt af því dularfulla í knattspyrnunni. Af hverju gengur sumum liðum oftast vel á móti öðrum og þá sérstaklega á þessum velli frekar en öðrum? Svar liggur ekki á lausu!
Vörn Liverpool á Deildarbikarnum lauk fyrr í vikunni þegar Swansea vann 1:3 á Anfield. Það var ömurlegt að geta ekki komist lengra áfram í keppninni og hefði unnist sigur hefði Liverpool átt heimaleik á móti Middlesbrough og næst væru undanúrslit. Hver vill ekki komast á Wembley?
En mér fannst brottfallið í Deildarbikarnum endurspegla hversu þunnskipaður leikmannahópur Liverpool er orðinn. Til dæmis eru þrír, Maxi Rodriguez, Craig Bellamy og Dirk Kuyt, af sex markahæstu leikmönnum Liverpool á liðinni leiktíð farnir og munar um minna. Brendan vildi hvíla þá Steven Gerrard og Luis Suarez en varð að kalla þá til í hálfleik því þessir tveir menn eru algjörir lykilmenn. Koma þeirra til leiks dugði ekki en þeir verða í byrjunarliðinu á morgun verði þeir heilir heilsu.
En hvernig fer? Jú, ég held að Liverpool muni ná sigri og fyrirliðinn Steven Gerrard mun leiða liðið sitt til sigurs. Hann spilar leik númer 600 fyrir hönd Liverpool á morgun og oft hefur hann verið manna bestur í þeim 599 sem hann á að baki. Hann verður besti maðurinn á vellinum á morgun og Liverpool vinnur 3:1!
YNWA
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni