| Sf. Gutt

Steven Gerrard með 600 leiki!

Steven Gerrard náði þeim merka áfanga í gær á móti Newcastle United að leika sinn 600. leik fyrir hönd Liverpool. Leikurinn fer í ekki flokk með hans bestu leikjum en hann lagði sig allan fram og gerði sitt besta eins og hann hefur gert í öllum þessum 600 leikjum. Steven er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaðurinn í sögu Liverpool og framlag hans til félagsins verður seint metið. Hann er ekki búinn að segja sitt síðasta orð fyrir Liverpool og fyrr á árinu tilkynnti hann að hann ætlaði sér að ljúka ferli sínum hjá félaginu!  

Fyrir leikinn fékk Steven Gerrard viðurkenningu frá félaginu sínu fyrir að leika 600 leiki. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool, Gary McAllister afhenti honum viðurkenninguna. Hér má myndskeið af því þegar Steven tók við viðurkenningunni.

Það sem gerir þennan leikjafjölda sérlega merkilegan er auðvitað sú staðreynd að Steven hefur leikið alla þessa 600 leiki með sama félaginu. Slíkt er fátítt nú til dags og aðeins Jamie Carragher hefur afrekað þetta hjá Liverpool á seinni árum. Jamie hefur nú leikið 710 leiki með Liverpool. Ian Callaghan á auðvitað leikjamet félagsins en hann lék 857 leiki með Liverpool.

Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Steven Gerrard til hamingju með þennan merka áfranga og þakkar honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið sitt og okkar:-)



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan