| Sf. Gutt
Nú liggur fyrir að Liverpool fer áfram í Evrópudeildinni ef liðið leggur Young Boys að velli á Anfield Road á eftir. Þetta kom í ljós eftir að rússneska liðið Anzhi Makhachkala lagði Udinese að velli 2:0 núna undir kvöldið að íslenskum tíma.
Vinni Liverpool Svisslendingana skiptir leikurinn við Udinese í Ítalíu í síðustu umferð riðilsins ekki máli. En Young Boys kemur Liverpool í vandræði með því að vinna. Það er því mikils virði fyrir bæði lið að vinna núna á eftir. Þau hafa bæði sex stig en Anzhi tíu. Udinese er með fjögur.
Brendan Rodgers, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur fullan hug á að klára málið í kvöld. ,,Þarna fáum við tækifæri. Ef önnur úrslit verða hagstæð getum við siglt upp úr riðlinum."
Ef Liverpool kemst áfram upp úr riðlinum verður liðið með í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þegar hún hefst eftir áramót. Brendan telur að lið hans verði sterkara þegar þar að kemur.
,,Við munum bæta okkur á seinni helmingi leiktíðarinnar, liðshópurinn verður sterkari og það verður auðveldara að taka framförum þegar hópurinn verður orðinn sterkari."
Hér vísar Brendan til þess að hann geti styrkt hóp sinn með leikmannakaupum í janúar. Hann hefur lýst því yfir að eigendur Liverpool muni hafa fjármagn til taks þegar opnað verður fyrir félagskipti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá leikmenn sem Brendan Rodgers sendi til leiks í Sviss í haust. Liverpool vann þá 3:5 og nú er að sjá hvað gerist á eftir. Leikur Liverpool og Young Boys hefst núna á eftir klukkan átta.
TIL BAKA
Sigur kemur Liverpool áfram!

Vinni Liverpool Svisslendingana skiptir leikurinn við Udinese í Ítalíu í síðustu umferð riðilsins ekki máli. En Young Boys kemur Liverpool í vandræði með því að vinna. Það er því mikils virði fyrir bæði lið að vinna núna á eftir. Þau hafa bæði sex stig en Anzhi tíu. Udinese er með fjögur.
Brendan Rodgers, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur fullan hug á að klára málið í kvöld. ,,Þarna fáum við tækifæri. Ef önnur úrslit verða hagstæð getum við siglt upp úr riðlinum."
Ef Liverpool kemst áfram upp úr riðlinum verður liðið með í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þegar hún hefst eftir áramót. Brendan telur að lið hans verði sterkara þegar þar að kemur.
,,Við munum bæta okkur á seinni helmingi leiktíðarinnar, liðshópurinn verður sterkari og það verður auðveldara að taka framförum þegar hópurinn verður orðinn sterkari."
Hér vísar Brendan til þess að hann geti styrkt hóp sinn með leikmannakaupum í janúar. Hann hefur lýst því yfir að eigendur Liverpool muni hafa fjármagn til taks þegar opnað verður fyrir félagskipti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá leikmenn sem Brendan Rodgers sendi til leiks í Sviss í haust. Liverpool vann þá 3:5 og nú er að sjá hvað gerist á eftir. Leikur Liverpool og Young Boys hefst núna á eftir klukkan átta.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan