| Sf. Gutt
Hvernig má það vera að hægt sé að vera ánægður eftir tapleik? Tap er auðvitað óþolandi og niðurdrepandi. Liverpool tapaði síðasta leik sínum um miðja vikuna en það merkilega var að liðið lék einn sinn besta leik á keppnistímabilinu. Liverpool lék vel og verðskuldaði sigur. Svona getur þessi knattspyrna verið óútreiknanleg. Leikmenn Liverpool sýndu, í tapleiknum á móti Tottenham, það sem stuðningsmenn vilja helst sjá hjá liði sínu. Baráttu! Leikmenn lögðu sig fram og börðust allan tímann og í raun er ekki hægt að biðja um meira í einum leik.
Eftir tap er ekkert betra en að mæta aftur til leiks og vinna þann næsta. Það gefst færi á því í dag þegar Liverpool tekur á móti Southampton. Dýrlingarnir komu upp í efstu deild á nýjan leik í vor eftir fjarveru þaðan frá leiktíðinni 2004/05. Það gekk á ýmsu í þessari fjarvist hjá félaginu og ef rétt er munað lenti félagið meira að segja niður í þriðju deild. En nú er það aftur á meðal þeirra bestu. Southampton byrjaði mjög illa en upp á síðkastið hefur liðið verið að sækja í sig veðrið. Það spilar ágæta kanntspyrnu og skorar drjúgt af mörkum en vörnin er slök og mótherjar fá venjulega töluvert af marktækifærum.
Fljótt á litið má ætla að Liverpool eigi ekki að lenda í neinum vandræðum í þessum leik. Að minnsta kosti ætla ég að leyfa mér að spá öruggum sigri. Nú er komið að leiknum þegar allt gengur upp. Sóknarleikurinn skilar sér í mörkum og aðrir en Luis Suarez komast á blað sem markaskorarar. Hann skorar samt líklega sjálfur ef að líkum lætur. Segjum að Liverpool vinni 4:0 að því gefnu að hver einasti leikmaður Rauðliða berjist eins og í síðasta leik!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Hvernig má það vera að hægt sé að vera ánægður eftir tapleik? Tap er auðvitað óþolandi og niðurdrepandi. Liverpool tapaði síðasta leik sínum um miðja vikuna en það merkilega var að liðið lék einn sinn besta leik á keppnistímabilinu. Liverpool lék vel og verðskuldaði sigur. Svona getur þessi knattspyrna verið óútreiknanleg. Leikmenn Liverpool sýndu, í tapleiknum á móti Tottenham, það sem stuðningsmenn vilja helst sjá hjá liði sínu. Baráttu! Leikmenn lögðu sig fram og börðust allan tímann og í raun er ekki hægt að biðja um meira í einum leik.
Eftir tap er ekkert betra en að mæta aftur til leiks og vinna þann næsta. Það gefst færi á því í dag þegar Liverpool tekur á móti Southampton. Dýrlingarnir komu upp í efstu deild á nýjan leik í vor eftir fjarveru þaðan frá leiktíðinni 2004/05. Það gekk á ýmsu í þessari fjarvist hjá félaginu og ef rétt er munað lenti félagið meira að segja niður í þriðju deild. En nú er það aftur á meðal þeirra bestu. Southampton byrjaði mjög illa en upp á síðkastið hefur liðið verið að sækja í sig veðrið. Það spilar ágæta kanntspyrnu og skorar drjúgt af mörkum en vörnin er slök og mótherjar fá venjulega töluvert af marktækifærum.
Fljótt á litið má ætla að Liverpool eigi ekki að lenda í neinum vandræðum í þessum leik. Að minnsta kosti ætla ég að leyfa mér að spá öruggum sigri. Nú er komið að leiknum þegar allt gengur upp. Sóknarleikurinn skilar sér í mörkum og aðrir en Luis Suarez komast á blað sem markaskorarar. Hann skorar samt líklega sjálfur ef að líkum lætur. Segjum að Liverpool vinni 4:0 að því gefnu að hver einasti leikmaður Rauðliða berjist eins og í síðasta leik!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan