| Sf. Gutt
TIL BAKA
Bæði öruggur og naumur sigur!
Liverpool lagði Southampton að velli í dag með minnsta mun 1:0 á Anfield. Sigurinn var í senn öruggur og naumur hvernig sem það kemur nú heim og saman. En sigur er sigur.
Fyrir leikinn var minning Stephen Packer heiðruð en hann lést á dögunum úr krabbameini. Hann var leikmaður undir níu ára liðs Liverpool. Áhorfendur og leikmenn klöppuðu í eina mínútu og minntust Stephen þannig.
Helstu tíðindi af liðsskipan Liverpool voru auðvitað þau að Lucas Leiva kom til leiks eftir meiðslin sem hann hlaut í ágúst. Rickie Lambert sóknarmaður Southampton átti fyrstu marktilraunina þegar hann skaut óvæntu langskoti eftir tvær mínútur en boltinn fór framhjá. Eftir þetta gerðist sama og ekkert þar til á 20. mínútu. Liverpool hafði reyndar öll völd en illa gekk að skapa færi. En nú fóru hlutirnir að gerast.
Steven Gerrard fékk þá boltann í vítateignum eftir laglegt spil en varnarmaður komst fyrir skot hans. Leiða má líkum að því að boltinn hefði legið í netinu hefði varnarmaðurinn ekki komist fyrir. Rétt á eftir átti Steven skot frá vítateignum en hitti ekki markið. Sókn Liverpool var nú komin í gang og nokkrum andartökum seinna lék Glen Johnson sig í góða skotstöðu en Paulo Gazzaniga varði. Enn liðu nokkur andartök og Jonjo Shelvey slapp inn í vítateiginn en Paulo varði aftur. Hann hélt reyndar ekki boltanum en enginn Rauðliði fylgdi á eftir.
Á 30. mínútu tók Jose Reina langt útspark. Boltinn sveif alla leið inn í vítateig Southampton. Paulo kom út úr markinu en Luis Suarez varð fyrri til og náði boltanum en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu. Fimm mínútum síðar var heppnin heldur betur með gestunum. Steven stakk boltanum laglega inn í vítateiginn hægra megin á Jonjo. Hann þrumaði að marki en því miður fór boltinn í innanverða stöngina fjær og lengst út á völl. Glæsilegt skot, stöngin nötraði á eftir og Jonjo var virkilega óheppinn.
Á 43. mínútu náði Liverpool loksins að skora. Það byrjaði allt með því að Luis tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn small að sjálfsögðu í þverslánni og hrökk af henni út til hægri. Glen náði boltanum og sendi hárnákvæma sendingu fyrir markið beint á kollinn á Daniel Agger sem skallaði óverjandi upp í hægra hornið. Fallega gert hjá Dananum.
Rétt á eftir fékk Raheem Sterling upplagt skallafæri eftir fyrirgjöf Jonjo en hann skallaði framhjá. Hálfleikurinn endaði á því að Rickie skaut frá miðjum vallarhelmingi Liverpool og Jose varð að henda sér til hliðar og slá boltann í horn. Magnað hjá Rickie sem er frá Liverpool og æfði með yngri liðum Liverpool.
Liverpool hafði tögl og hagldir eftir leikhlé en lítið gerðist uppi við mörkin þar til á 68. mínútu. Jose Enrique komst þá í færi eftir gott samspil við Luis en varnarmaður bjargaði í horn á síðustu stundu. Tíu mínútum seinna átti Jose, sem lék vel eins og í síðustu leikjum, fast skot en Paulo varði. Á 80. mínútu fór Luis illa að ráði sínu. Hann sló þá boltann í mark Dýringana og fékk réttilega gult spjald. Þetta var fimmta bókun hans á leiktíðinni og hann er þar með kominn í leikbann. Lucas fór af velli í skiptum fyrir Jamie Carragher þegar tvær mínútur voru eftir. Lucas lék mjög vel og það mátti greinilega merkja meiri sókndirfsku annarra miðjumanna Liverpool með Lucas á bak við þá. Hann helst vonandi heill héðan í frá.
Southampton komst aldrei í færi til að jafna og Liverpool hefði átt að bæta verðskulduðu marki við á lokamínútunni. Fyrst komust þeir Raheem og Luis saman fram völlinn en færið rann út í sandinn. Aftur náði Liverpool hraðri sókn. Luis sendi á Raheem en hann hikaði þegar inn í vítateig kom, ákvað að gefa á Steven sem var reyndar dauðafrír en sendingin mistókst og gestirnir sluppu þar með heim með 1:0 tap. Fínn leikur hjá Liverpool en mörkin vantaði eins og svo oft áður. Það kom reyndar ekki að sök í þetta sinn en í leiknum hefði mátt laga markatöluna verulega en það verður að bíða betri tíma.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Leiva (Carragher 88. mín.), Allen (Henderson 69. mín.), Shelvey, Gerrard, Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Downing, Fernandez Saez og Wisdom.
Mark Liverpool: Daniel Agger (43. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez og Jamie Carragher.
Southampton: Gazzaniga, Clyne, Yoshida, Fonte, Shaw, Puncheon (Rodriguez 78. mín.), Cork (S. Davis 70. mín.), Schneiderlin, Lallana, Ramirez og Lambert. Ónotaðir varamenn: K. Davis, Hooiveld, Ward-Prowse, Mayuka og Reeves.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.525.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn var mjög sterkur á miðjunni og var maðurinn á bak við flestar bestu sóknir liðsins. Hann hefur verið nokkuð gagnrýndur á leiktíðinni en þegar á allt er litið er hann ennþá lykilmaður í liðinu og það munar mikið um hann.
Brendan Rodgers: Það var stórgott hvernig við stjórnuðum leiknum. Það var góður heildarsvipur á leiknum hjá okkur. Við spiluðum boltanum vel og sköpuðum fullt af færum. Síðasta sendingin gekk gjarnan ekki nógu vel upp og það voru einu vonbrigðin. Fyrir utan það fannst mér við vera stórgóðir. Liðið mitt hefur tekið framförum og mér fannst gaman að horfa á það í dag.
Fróðleikur.
- Daniel Agger skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Joe Allen lék sinn 20. leik en hann er enn ekki búinn að skora.
- Liverpool vann sinn annan heimaleik í röð í deildinni og slíkt hefur ekki gert frá því í fyrrahaust.
- Jose Reina hefur haldið hreinu í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli.
- Liverpool hefur nú unnið tvo af síðustu sjö deildarleikjum og tapað einum.
- Southampton hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá minningarathöfnina um Stephen Packer sem haldin var fyrir leikinn.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem var tekið eftir leik.
Fyrir leikinn var minning Stephen Packer heiðruð en hann lést á dögunum úr krabbameini. Hann var leikmaður undir níu ára liðs Liverpool. Áhorfendur og leikmenn klöppuðu í eina mínútu og minntust Stephen þannig.
Helstu tíðindi af liðsskipan Liverpool voru auðvitað þau að Lucas Leiva kom til leiks eftir meiðslin sem hann hlaut í ágúst. Rickie Lambert sóknarmaður Southampton átti fyrstu marktilraunina þegar hann skaut óvæntu langskoti eftir tvær mínútur en boltinn fór framhjá. Eftir þetta gerðist sama og ekkert þar til á 20. mínútu. Liverpool hafði reyndar öll völd en illa gekk að skapa færi. En nú fóru hlutirnir að gerast.
Steven Gerrard fékk þá boltann í vítateignum eftir laglegt spil en varnarmaður komst fyrir skot hans. Leiða má líkum að því að boltinn hefði legið í netinu hefði varnarmaðurinn ekki komist fyrir. Rétt á eftir átti Steven skot frá vítateignum en hitti ekki markið. Sókn Liverpool var nú komin í gang og nokkrum andartökum seinna lék Glen Johnson sig í góða skotstöðu en Paulo Gazzaniga varði. Enn liðu nokkur andartök og Jonjo Shelvey slapp inn í vítateiginn en Paulo varði aftur. Hann hélt reyndar ekki boltanum en enginn Rauðliði fylgdi á eftir.
Á 30. mínútu tók Jose Reina langt útspark. Boltinn sveif alla leið inn í vítateig Southampton. Paulo kom út úr markinu en Luis Suarez varð fyrri til og náði boltanum en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu. Fimm mínútum síðar var heppnin heldur betur með gestunum. Steven stakk boltanum laglega inn í vítateiginn hægra megin á Jonjo. Hann þrumaði að marki en því miður fór boltinn í innanverða stöngina fjær og lengst út á völl. Glæsilegt skot, stöngin nötraði á eftir og Jonjo var virkilega óheppinn.
Á 43. mínútu náði Liverpool loksins að skora. Það byrjaði allt með því að Luis tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn small að sjálfsögðu í þverslánni og hrökk af henni út til hægri. Glen náði boltanum og sendi hárnákvæma sendingu fyrir markið beint á kollinn á Daniel Agger sem skallaði óverjandi upp í hægra hornið. Fallega gert hjá Dananum.
Rétt á eftir fékk Raheem Sterling upplagt skallafæri eftir fyrirgjöf Jonjo en hann skallaði framhjá. Hálfleikurinn endaði á því að Rickie skaut frá miðjum vallarhelmingi Liverpool og Jose varð að henda sér til hliðar og slá boltann í horn. Magnað hjá Rickie sem er frá Liverpool og æfði með yngri liðum Liverpool.
Liverpool hafði tögl og hagldir eftir leikhlé en lítið gerðist uppi við mörkin þar til á 68. mínútu. Jose Enrique komst þá í færi eftir gott samspil við Luis en varnarmaður bjargaði í horn á síðustu stundu. Tíu mínútum seinna átti Jose, sem lék vel eins og í síðustu leikjum, fast skot en Paulo varði. Á 80. mínútu fór Luis illa að ráði sínu. Hann sló þá boltann í mark Dýringana og fékk réttilega gult spjald. Þetta var fimmta bókun hans á leiktíðinni og hann er þar með kominn í leikbann. Lucas fór af velli í skiptum fyrir Jamie Carragher þegar tvær mínútur voru eftir. Lucas lék mjög vel og það mátti greinilega merkja meiri sókndirfsku annarra miðjumanna Liverpool með Lucas á bak við þá. Hann helst vonandi heill héðan í frá.
Southampton komst aldrei í færi til að jafna og Liverpool hefði átt að bæta verðskulduðu marki við á lokamínútunni. Fyrst komust þeir Raheem og Luis saman fram völlinn en færið rann út í sandinn. Aftur náði Liverpool hraðri sókn. Luis sendi á Raheem en hann hikaði þegar inn í vítateig kom, ákvað að gefa á Steven sem var reyndar dauðafrír en sendingin mistókst og gestirnir sluppu þar með heim með 1:0 tap. Fínn leikur hjá Liverpool en mörkin vantaði eins og svo oft áður. Það kom reyndar ekki að sök í þetta sinn en í leiknum hefði mátt laga markatöluna verulega en það verður að bíða betri tíma.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Leiva (Carragher 88. mín.), Allen (Henderson 69. mín.), Shelvey, Gerrard, Sterling og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Downing, Fernandez Saez og Wisdom.
Mark Liverpool: Daniel Agger (43. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez og Jamie Carragher.
Southampton: Gazzaniga, Clyne, Yoshida, Fonte, Shaw, Puncheon (Rodriguez 78. mín.), Cork (S. Davis 70. mín.), Schneiderlin, Lallana, Ramirez og Lambert. Ónotaðir varamenn: K. Davis, Hooiveld, Ward-Prowse, Mayuka og Reeves.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.525.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn var mjög sterkur á miðjunni og var maðurinn á bak við flestar bestu sóknir liðsins. Hann hefur verið nokkuð gagnrýndur á leiktíðinni en þegar á allt er litið er hann ennþá lykilmaður í liðinu og það munar mikið um hann.
Brendan Rodgers: Það var stórgott hvernig við stjórnuðum leiknum. Það var góður heildarsvipur á leiknum hjá okkur. Við spiluðum boltanum vel og sköpuðum fullt af færum. Síðasta sendingin gekk gjarnan ekki nógu vel upp og það voru einu vonbrigðin. Fyrir utan það fannst mér við vera stórgóðir. Liðið mitt hefur tekið framförum og mér fannst gaman að horfa á það í dag.
Fróðleikur.
- Daniel Agger skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Joe Allen lék sinn 20. leik en hann er enn ekki búinn að skora.
- Liverpool vann sinn annan heimaleik í röð í deildinni og slíkt hefur ekki gert frá því í fyrrahaust.
- Jose Reina hefur haldið hreinu í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli.
- Liverpool hefur nú unnið tvo af síðustu sjö deildarleikjum og tapað einum.
- Southampton hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá minningarathöfnina um Stephen Packer sem haldin var fyrir leikinn.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem var tekið eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan